Morgunblaðið - 05.06.2014, Page 18

Morgunblaðið - 05.06.2014, Page 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 Fyrrverandi yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Sisi fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Egyptalandi í síðustu viku og hlaut 96,9% at- kvæða, að sögn yfirkjörstjórnar landsins. Kosningaþátttaka var 47,45%. Það var Sisi sem steypti fyrrverandi forseta, Mohamed Morsi, af stóli fyrir tæpu ári en samtök Morsis, Bræðralag múslíma, sniðgengu kosningarnar. Sisi hvatti Egypta til að vinna að friði og jöfnuði eftir að úrslitin voru kunn- gjörð á þriðjudag. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði að stjórnvöld í Washington hlökkuðu til að eiga samstarf við Sisi en þau kölluðu jafnframt eftir því að forsetinn ynni að því að tryggja mannréttindi í landinu. AFP Hlaut 96,9% atkvæða Abdel Fattah al-Sisi kjörinn forseti Lars Løkke Rasmussen, fyrr- verandi forsætis- ráðherra Dan- merkur, mun áfram sinna for- mennsku í hægri- flokknum Ven- stre, þrátt fyrir hávær köll um að hann segði af sér. Þetta var sam- róma niðurstaða miðstjórnar flokks- ins eftir sjö tíma maraþonfund sem haldin var á þriðjudag. „Það þjónar hagsmunum okkar best að við viðhöldum núverandi for- ystu, með mig sem formann og Kristian Jensen sem varaformann. Við vitum báðir að við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun. Við vit- um líka báðir að það hefðu komið til aðrar áskoranir ef við hefðum valið aðrar lausnir,“ sagði Løkke að fund- inum loknum. Hann sagði að báðar niðurstöður hefðu vakið hörð við- brögð en að hann og Jensen gætu í sameiningu komið á friði og trausti meðal flokksmanna Venstre. Greiddu fyrir reykingarnar Ljóst er að Løkke bíður mikið verk að endurheimta stuðning bak- landsins en fregnir af því að formað- urinn hefði keypt fatnað og utan- landsferðir á kostnað flokksins hafa valdið mikilli óánægju. Flokkurinn reiddi einnig fé af hendi til að Løkke gæti reykt á reyklausu herbergi Bella Sky-hótelsins og hefur Jens Rohde, Evrópuþingmaður flokksins, m.a. sagt að sagan endurtaki sig í sí- fellu hvað varðar uppátæki Løkke og að Venstre geti ekki staðið í kosn- ingabaráttu uggandi yfir því hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Rohde hét sæti sínu í Evrópu- þingskosningunum sem fram fóru í maí en flokksfélagi hans Morten Løkkegaard tapaði sínu sæti til danska þjóðarflokksins. Áfram formaður Venstre Lars Løkke Rasmussen  Lars Løkke vinnur varnarsigur Nærri 800 börn voru grafin í fjölda- gröf á Írlandi, nærri heimili fyrir ógiftar mæður, sem rekið var af kaþ- ólskum nunnum. Það var sagnfræð- ingurinn Catherine Corless sem gerði uppgötvunina þegar hún rann- sakaði skjöl um dauðsföll á St. Mary’s-heimilinu í Tuam í Galway en íbúar fundu beinin í rotþró árið 1975, þegar steypt hella sem lá yfir þrónni brotnaði. Skjölin benda til þess að 796 börn, þau elstu átta ára gömul, hafi verið lögð í gröfina á þeim 35 árum sem heimilið var starfrækt, frá 1925 til 1961. Á þeim tíma neitaði kaþólska kirkjan að skíra börn sem fæddust utan hjónabands og jarðsetja þau í vígðri mold. Neyddar til að gefa börnin Heimilið var rifið fyrir mörgum árum og jörðin hefur staðið óbyggð. Þar til nýlega töldu íbúar að gröfin hefði verið tekin í hungursneyðinni miklu á fjórða áratug nítjándu aldar, þegar hundruð þúsunda létust. St. Mary’s var eitt af mörgum heimilum fyrir ógiftar þungaðar mæður en þær voru oftar en ekki út- skúfaðar úr þjóðfélaginu og neyddar til að gefa börnin frá sér. Skjölin sem Corless hafði til rannsóknar benda til þess að flest barnanna hafi dáið úr næringarskorti eða smit- sjúkdómum á borð við mislinga og berkla. Vonir standa til að minnisvarði um börnin verði reistur á jörðinni en kallað hefur verið eftir því að yf- irvöld taki málið til rannsóknar. 800 börn grafin í rotþró á Írlandi  Fæddust á heimili fyrir ógiftar þungaðar mæður  Fundust 1975 AFP Átakanlegt St. Mary’s-heimilið var rekið af kaþólskum nunnum. Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD FAXAFENI 14 - 108 REYKJAVÍK - S. 525 8200 - Z.IS - ÚRVA L - GÆ ÐI - Þ JÓNU STA HÖFUM HAFIÐ SÖLU Á ESPRIT HEIMILISVÖRUM Vatnsdælur Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð BP 4 / BP 6 Ryðfríar og öflugar borholu- og brunndæla SCP 12000 Dæla - fyrir ferskvatn Stillanlegur vatnshæðarnemi BP 4 ecologic Dæla með þrýstikút og þrýstijafnara BP 5 Garðdæla fyrir aukinn þrýsting SDP 9500 Dæla - fyrir óhreint vatn BP 2 Ryðfrí og öflug borholu- og brunndæla Neysluvatnsdælur, brunndælur, borholudælur Fjölbreytt úrval af dælum fyrir heimilið, sumarhúsið, húsbílinn, bátinn eða í garðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.