Morgunblaðið - 05.06.2014, Page 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Á Íslandi geta sjúk-
lingar sem hafa verið
greindir með heilabil-
un af Alzheimer-gerð
undirritað löggern-
inga samkvæmt ný-
legum dómi Hæsta-
réttar (HR).
Löggerningar eru
hvers konar vilja-
yfirlýsingar manna
sem er ætlað að
stofna rétt, breyta
rétti eða fella niður rétt. Það eru
t.d. kaup- og leigusamningar, af-
söl, erfðaskrár, gjafir, kaupmálar
og ábyrgðir á lánum.
Mikilvægt er að fólk viti af
þessu því þetta skapar tækifæri til
misneytingar. Hver óprúttinn sem
er getur með brögðum fengið alz-
heimersjúkling til þess að und-
irrita löggerning. Eftir á reynist
ógjörningur að fá það leiðrétt fyr-
ir dómi.
Vottun um andlegt hæfi alz-
heimersjúklings er, samkvæmt
dómi HR, ekki alltaf skilyrði fyrir
því að löggerningur með und-
irritun hans teljist gildur. Fyrir
þessu færði HR þó ekki rök. Sam-
kvæmt dóminum getur alzheim-
ersjúklingur með einni undirritun
á eitt skjal bæði afturkallað fyrri
erfðaskrár og gert nýja erfðaskrá
án þess að vottað sé um andlegt
hæfi hans. Einhverjum gæti fund-
ist þetta brjóta í bága við 42. gr.
erfðalaga en HR er á öðru máli.
Dómur HR gefur að mínu áliti
fordæmi fyrir því að ekki sé þörf
staðfestingar á því hvort heilabil-
uð manneskja skilji löggerninga
sem hún undirritar eða viti afleið-
ingar þeirra.
Vitað er að hin óvægna heilabil-
un, sem kennd er við geð- og
taugalækninn Alois
Alzheimer, fer sí-
versnandi og er
ólæknandi. Í ljósi
þess er athyglisvert
að þó að niðurstöður
taugasálfræðiprófa
sýndu „byrjandi Alz-
heimersjúkdóm“ hjá
sjúklingi í desember
2009 og þó að læknis-
fræðileg greining um
„byrjandi heilahrörn-
unarsjúkdóm“ lægi
fyrir í janúar 2010, þá
mat HR sjúklinginn
hæfan til undirritunar löggerninga
í október 2011. Lesanda til
glöggvunar mundi alzheim-
ersjúklingurinn, í lok árs 2009, t.d.
ekkert úr texta eftir að liðið höfðu
30 mínútur frá því að hann var
lesinn. HR taldi hann samt hæfan
til undirritunar löggerninga nær
tveimur árum síðar.
Þrátt fyrir það að versnun á
minni og hugrænni getu
alzheimersjúklingsins var talin
vera „mjög mikil“ á árinu 2009 og
samskonar áframhaldandi vitræn
versnun fannst í janúar 2011, þá
kvað HR sjúklinginn hæfan til
undirritunar löggerninga. Hin
mikla vitræna versnun sem að-
standandi upplýsti um í bæði
skiptin birtist m.a. í hæfni sjúk-
lingsins til „að taka ákvarðanir um
hversdagslega hluti“, „skilja hvað
sé um að vera og hugsa hluti frá
upphafi til enda“ og í getu hans til
„að sjá um fjármálin, t.d. ellilíf-
eyri, bankaviðskipti“.
Með hækkuðum lífaldri fólks
vex tíðni heilabilunar í heiminum
og samfara því hefur tíðni mis-
neytingar á öldruðum aukist.
Margskonar vitrænir veikleikar
heilabilaðra, s.s. trúgirni og und-
anlátssemi, útsetja þá fyrir ráða-
bruggi, blekkingum og sviksemi. i)
Alzheimer-samtök vara við
þessu og benda á að heilabilaðir
séu plataðir til undirritunar lög-
gerninga og féflettir. ii) Víða er
verið að skerpa á lögum og reglu-
gerðum vegna þessa. iii) Erfiðustu
málin eru þegar grunur um mis-
neytingu vaknar innan fjölskyldna
og þau mál krefjast sérstakrar
vandvirkni í vinnubrögðum. iv)
Bæði þekkingu og hæfni til að
taka á slíkum málum skortir hér-
lendis.
Í ljósi umrædds dóms HR er
brýnt að endurskoða lög og verk-
lag í þessum málum hér á landi, í
því skyni að koma í veg fyrir að
alzheimersjúklingar séu hafðir að
féþúfu.
Heimildir:
i) Pinsker, D.M., McFarland, K., og Pac-
hana, N. A. (2010). Exploitation of Older
Adults: Social Vulnerability and Perso-
nal Competence Factors. Journal of
Applied Gerontology, 29 (6), bls. 740-761.
http://jag.sagepub.com/content/29/6/
740.abstract.
ii) Sjá t.d. frá Texas, http://www.alz.org/
about_us_about_us_.asp.
iii) Sjá t.d. frá Skotlandi, http://
www.alzscot.org/assets/0000/9155/
Annual_Accounts_2012-13.pdf.
iv) Shulman, K.I., og félagar (2007). As-
sessment of Testamentary Capacity and
Vulnerability to Undue Influence. Treat-
ment in Psychiatry, 163, 722-727. http://
ajp.psychiatryonline.org/data/journals/
ajp/3812/07aj0722.pdf.
Alzheimer heilabilun – og
um undirritun löggerninga
Eftir Gunnar
Hrafn Birgisson » Vottun um andlegt
hæfi alzheimersjúk-
lings er, samkvæmt
dómi HR, ekki alltaf
skilyrði fyrir því að lög-
gerningur með undir-
ritun hans teljist gildur.
Gunnar Hrafn
Birgisson
Höfundur er sálfræðingur.
bræðslunni var kölluð peningalykt.
En þú átt ekki þín börn hér, ég á
það. Nærumhverfi Grafarvogs-
barnsins er tæpast skólahverfi þess,
það er miklu minna en nær-
umhverfið í landsbyggðarþorpinu.
Þetta gerist á sama tíma og höf-
uðborgarsvæðið fer stækkandi. Í
tíma, og á annatíma, er leiðin úr
Grafarvoginum niður í Aðalstræti
líklega ekki ósvipuð leiðinni frá
Keflavík í Kópavoginn. Hvað er
langt þangað til Keflavík verður út-
hverfi Reykjavíkur? Nú þegar sækja
margir Suðurnesjamenn vinnu í bæ-
inn.
Ég hef komið út á land. Ég var á
tjaldstæði snemma morguns og sá
þorpið vakna. Jeppa af stærstu gerð
var ekið frá einbýlishúsi með hlíðinni
og svo aftur til baka götu neðar.
Kona var að skila barni sínu á leik-
skólann sem var svona 30 m neðan
við hús hennar. Svo ók bíllinn sömu
leið til baka, u.þ.b. kílómetra í allt.
Það er sundlaug þarna og við fórum í
pottinn um kvöldið. Fallþungi
kvennanna þarna var töluvert mikill.
Reykvíkingar eru ekki jafn feitir og
landsbyggðarfólkið, það er lýð-
heilsufræðileg staðreynd. En samt
komast margir þeirra heldur ekki
spönn frá rassi nema með mörg tonn
af járni undir sér. Mældur útivist-
artími margra Íslendinga er vafa-
laust eitthvað innan við fimm mín-
útur, úr bílnum og inn í yfirbyggðan
stórmarkað eða vinnustað. Það væri
rannsóknarefni.
Landsbyggðavargurinn vill fljúga
fyrirhafnarlaust út á þetta annnes
þar sem Reykjavíkurflugvöllur er
staðsettur. Þeir beita fyrir sig sjúkl-
ingum. Jú, jú, það verða slys. Trygg-
ingafræðingur kann að meta lík-
urnar á flugslysi þarna við Alþingi,
Landspítalann og háskólana. Þeir
vilja komast fyrirhafnarlaust á þá
staði sem Grafarvogsbarnið veit
ekkert um fyrr en það hefur náð
brennivínsaldrinum.
Hjörleifur, í umræðu um skipu-
lagsmál ræðum við hvernig við lifum
og hrærumst 24 tíma á dag. Við ræð-
um náttúrulega tilvist okkar. Það er
líf okkar. Náttúrulega umhverfið er
manngert, a.m.k. menningarlega.
Samgönguhættir eru menning. Páll
Skúlason heimspekingur hefur
vissulega fundið Guð sinn við Öskju,
fjarri borginni, en ef hann hefði litið
um öxl þá hefði hann séð jeppann
sinn.
Ef þú ætlar að styðja Framsókn-
arflokkinn til valda í Reykjavík, þá
skal ég gefa þér miklu sniðugri hug-
mynd. Þú skalt stinga því að þínu
fólki að lofa bæjarbúum ársbirgðum
af kóki, bara ef Framsóknarflokk-
urinn kemst til valda. Frumherji
getur borgað brúsann. En flugvöllur
í hjarta borgar sem, þegar hún verð-
ur stór, ætlar sér að vera til unaðs
íbúum sínum jafnt sem gestum og
vill vera skemmtileg, aðlaðandi og
falleg, það er bara vitleysa sem á
ekki framtíðina fyrir sér. Svo má
deila um aðrar framkvæmdir, svo
sem Hofsvallagötu og Borgartún.
Viljinn var örugglega sá að gera eitt-
hvað vistvænt og skemmtilegt, og
við styðjum það, enda þótt við-
urkennt sé að eitthvað eru menn
samt mistækir.
Guttormssonar
» Í umræðu um skipu-
lagsmál ræðum við
hvernig við lifum og
hrærumst 24 tíma á dag.
Við ræðum náttúrulega
tilvist okkar.
Höfundur er kennari og Reykvíkingur.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Svalaskjól
-sælureitur innan seilingar
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D
✆ 565 6050 ✆ 565 6070
ÚTSKRIFTARGJÖFIN HENNAR FÆST HJÁ OKKUR