Morgunblaðið - 05.06.2014, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Frábær lausn fyrir hallandi
og óreglulega glugga
PLÍ-SÓL
GARDÍNUR
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Meira úrval • Meiri gæði
Íslensk framleiðsla
eftir máli
Félag eldri borgara Hafn-
arfirði
Föstudaginn 30. maí var spilað á
12 borðum.Spiluð voru 27 spil.
Efstu pör í N/S (% skor):
Albert Þorsteinss. - Björn Árnason 60,8
Bjarni Þórarinsson - Hrólfur Guðmss. 56,8
Sverrir Jónsson - Óli Gíslason 55,7
Stefán Ólafsson - Skarphéðinn Lýðss. 52,9
Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnsson 52,0
A-V
Tómas Sigurjónsson - Björn Svavarss. 61,1
Ólöf Hansen - Alma Jónsdóttir 57,2%
Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 56,6
Þorl. Þórarinss. - Bergljót Gunnarsd. 54,9
Sigríður Benediktsd. - Sigurður Þórhallss.
53,8
Það var spilað á 15 borðum
þriðjudaginn 27. maí. Spiluð voru 26
spil.
Efstu pör í N/S:
Auðunn Guðmss. – Guðm. Sigursteinss. 63,5
Oliver Kristóferss. – Óskar Ólafsson 56,7
Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 56,6
Örn Einarsson – Guðlaugur Ellertss. 55,1
Friðrik Jónsson – Björn Svavarsson 54,6
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Útgerðarmenn
eins og Einar Guð-
finnsson, Einar Sig-
urðsson ríki,
Tryggvi Ófeigsson
og Óskar Hall-
dórsson, svo nokkrir
séu nefndir, eru
þekkt nöfn í útgerð-
arsögu landsins.
Þetta voru menn
sem kölluðu ekki allt ömmu sína.
Þeirra barátta fór fram í bönk-
unum frá morgni til kvölds og var
ekki alltaf dans á rósum. En þeir
höfðu ekki einkarétt á óveiddum
fiski í sjónum eins og kollegar
þeirra í Landssambandi íslenskra
útvegsmanna í dag. Þeir voru ekki
gulltryggðir eins og margir kvóta-
greifar dagsins. Vel má segja að
þessir karlar í LÍÚ eigi allt gott
skilið. En lögverndaður réttur
þeirra til að selja óveiddan fisk í
sjónum þegar þeim hentar er eins-
dæmi í Íslandssögunni. Þetta er al-
gjörlega óskiljanlegt og óásætt-
anlegt hvernig sem á er litið. Þýðir
einfaldlega að þessir menn ráða
því að mörgu leyti hvar byggð skal
haldast á Íslandi. Þetta er augljóst
öllum sem vilja sjá, nema svoköll-
uðum ráðamönnum þjóðarinnar.
Þeir hvorki sjá né skilja. En að ríf-
ast um keisarans skegg, það kunna
þeir.
Kílóið af óveiddum
fiski á 2.500 kr.
Án nokkurs kinnroða hefur út-
gerðaraðall landsins selt óveiddan
fisk í sjónum fyrir jafnvel milljarða
og farið með þá peninga burt á
bakinu í sekkjum, ef svo mætti
segja. Beint fyrir framan nefið á
saklausum sérfræðingum í fisk-
vinnslu í frystihúsunum og ein-
hverjum duglegustu sjósóknurum í
heimi hér, sem við það hafa misst
frumburðarrétt sinn. Margir Vest-
firðingar hafa ekki látið sitt eftir
liggja í þeim gráa leik. Og nýjasta
dæmið eru hjón í Hafnarfirði sem
eru alls góðs makleg. Þau hafa
staðið vaktina. En að þau eigi að
fá að setjast í helgan stein með
marga milljarða króna í veskinu
fyrir óveiddan fisk í hafinu um-
hverfis Ísland er óskiljanlegt þeim
sem ekki hafa gáfur umfram með-
allag. Í dag er þorskígildi á
óveiddum fiski virt á 2.500 kr. kíló-
ið. Það þýðir að útgerðarmaður
með bréf frá stjórnvöldum upp á
1000 tonna einkarétt getur selt
þau á tvö þúsund og fimm hundruð
milljónir – 2.500.000.000 króna. Er
eitthvert vit í þessu?
Útgerðarmenn með
pálmann í höndunum
Fjöldi útgerðarmanna, sem
komst yfir togara á sínum tíma,
þurfti ekki að hætta sínu eigin fé.
Þeir fengu lánað nær til fulls fyrir
kaupunum úr opinberum sjóðum
og veðin voru aðeins í skipunum
sjálfum. Útgerðarmenn höfðu því
engu að tapa. Nokkrum árum síðar
voru þessir sömu menn, sem ekki
hættu eigin fjármagni nema að
litlu leyti til kaupa á skipum, taldir
sjálfsagðir handhafar, ef ekki eig-
endur kvótans þegar hann kom til
sögunnar. Þá voru rökin þau að
þeir hefðu með eigin fjármagni og
fórnarlund dregið fiskinn úr sjó og
fært hann á land áratugum saman.
Steingrímur Hermannsson var
sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen 1980–1983.
Hann fékk Vestfirðinginn Baldur
Jónsson frá Aðalvík sér til að-
stoðar. Þeir settu saman tillögur
um nýtt kerfi í fiskveiðistjórnun.
Grundvöllur þess var að það leiddi
ekki til byggðaröskunar. Því miður
báru menn ekki gæfu til að fara
eftir þessum tillögum þeirra Stein-
gríms og Baldurs. Ráðherrann
sem tók við af Steingrími valdi
aðrar leiðir sem við súpum nú
seyðið af. Framkvæmd þeirra má
líkja við einelti gegn mörgum
byggðarlögum. Frumbyggjarétt-
urinn miskunnarlaust tekinn af
fólkinu.
Rússneska byltingin og LÍÚ
Rússneska byltingin hefði aldrei
orðið ef aðallinn hefði gefið tommu
eftir og alþýða manna fengið
nokkrum brauðhleifum meira til að
drepast ekki úr hungri. Hvað þá
heldur að hleypa fólkinu að kjöt-
kötlunum hjá sér. Það mátti nátt-
úrlega alls ekki. Græðgin réð sem
fyrr og síðar. Þeir sem hafa fengið
frumburðarrétt þjóðanna upp í
hendurnar gefa yfirleitt aldrei
tommu eftir fyrr en of seint. Þeir
þekkja yfirleitt ekki sinn vitj-
unartíma.
Stefán Jónsson fréttamaður seg-
ir frá ýmsum karakterum á Djúpa-
vogi í uppvexti sínum í bókinni Að
breyta fjalli. Einn þeirra var Karl
Steingrímsson, alþýðuspekingur
mikill. Hann hefði þess vegna get-
að verið alinn upp undir vestfirsk-
um fjöllum sem austfirskum. Hann
sagði, að sögn Stefáns, að allt fólk-
ið í landinu ætti fiskimiðin og hlut-
deild í aflanum – allir þeir sem
vinna við að ná honum og koma
honum í verð. Karl sagði einnig að
þegar menn eignuðust of mikið af
peningum, þá yrði ágirndin svo
mikil, að þeir réðu ekki lengur við
hana. Þess vegna yrði að koma í
veg fyrir að einstöku menn yrðu of
ríkir.
„Viljið þið gefa
mömmu í soðið?“
Það er talsvert vatn til sjávar
runnið síðan Óskar Jóhannsson,
kaupmaður í Sunnubúðinni í
Reykjavík, var að alast upp í Bol-
ungarvík á kreppuárunum. Þá var
það soðningin sem hélt lífi í fólk-
inu. Vá fyrir dyrum ef ekki gaf á
sjó, kannski vikum saman. Móðir
Óskars sendi hann oft niður á
bryggju. „Viljið þið gefa mömmu í
soðið?“ sagði hann við sjómennina.
Ekkert var sjálfsagðara. Sam-
hjálpin í verki. Þessir karlar
þekktu það á eigin skinni þegar
ekkert var til að setja í pottinn.
Nú er það stóra spurningin
hvort kvótagreifarnir á Íslandi
vilja gefa mömmu í soðið. Vilji þeir
það ekki, þekkja þeir ekki sinn
vitjunartíma frekar en rússneski
aðallinn. Það mun hafa slæmar af-
leiðingar fyrir þá.
„Viljið þið gefa mömmu í soðið?“
Eftir Hallgrím
Sveinsson og
Bjarna Georg
Einarsson
»Nú er það stóra
spurningin hvort
kvótagreifarnir á Ís-
landi vilja gefa mömmu
í soðið. Vilji þeir það
ekki, þekkja þeir ekki
sinn vitjunartíma.
Hallgrímur
Sveinsson
Hallgrímur er fyrrverandi stjórnar-
formaður Kaupfélags Dýrfirðinga og
Bjarni er fyrrum útgerðarstjóri og
núverandi ellilífeyrisþegi á Þingeyri.
Bjarni Georg
Einarsson
Ágæti biskup.
Fjölmiðlar færa
okkur fregnir af því
þessa dagana að út sé
komin rafútgáfa af Jó-
hannesarguðspjalli,
þar sem rithöfund-
urinn Óttar Norðfjörð
hefur tekið sér það
skáldaleyfi að um-
skrifa guðspjallið eftir
eigin höfði. Af því til-
efni finn ég mig knú-
inn til þess að rita þér opinberlega,
þar sem þessi útgáfa og skrumskæl-
ing guðspjallsins hefur vakið hjá
mér margar spurningar, sem ég
þykist fullviss að fleiri deili með
mér.
Við höfum alla tíð nálgast Biblí-
una sem „hina helgu bók“. Hún er
opinberun heilags Guðs til syndugs
mannkyns og m.a. vitnisburður um
hjálpræðisverk hans, er hann í Jesú
Kristi sætti heiminn
við sig. Heilagleiki
Guðs er vitnisburður
um einstakt eðli hans
og á sama hátt er hin
heilaga bók í mínum
huga einstök, ósnert-
anleg opinberun. Á
sama hátt og faðirinn
er heilagur er sonurinn
það einnig, því gat
hann sagt: „Ég og fað-
irinn erum eitt.“
Nú hefur höfundur
hinnar nýútkomnu
bókar gefið út bók með
óbreyttu nafni eins guðspjallanna
og að hans eigin sögn að meginhluta
óbreyttu en um leið „snúið text-
anum á haus“.
Þar hefur höfundur leyft sér að
hafa endaskipti á persónum guð-
spjallsins og m.a. sett aðra persónu
frásögunnar í Krists stað og látið
hana deyja á krossinum. Hvar eru
þolmörk trúarinnar? Hvar eru mörk
guðlasts og tjáningarfrelsis? Í huga
mínum er ljóst, að það verður eng-
inn annar settur í stað Jesú Krists
sem frelsari manna. Hann einn er
Guð, stiginn niður til okkar og
megnar einn að vinna það hjálpræð-
isverk sem ritningin segir frá. Að
setja mannlega veru í hans stað er
að upphefja manninn til þess að
vera Guði líkur, sem reyndar hefur
verið tilhneiging okkar mannanna
alla tíð. Það er þessi afskræming
texta heilagrar ritningar sem ég get
ekki unað og því hlýt ég að bregðast
við. Það er meginhvati þessa bréfs.
Síðan bregður svo við að þrír
prestar kirkjunnar, þar af einn
starfsmaður á Biskupsstofu, leggja
blessun sína yfir athæfið í eftirmála
við bókina. Telja það mjög áhuga-
vert og varpa nýju ljósi á frásagnir
guðspjallsins. Enn verð ég að játa,
að þetta vakti vægast sagt undrun
mína. Ég velti því fyrir mér hvað
væri orðið af heilagleika ritning-
arinnar og vígsluheiti þeirra um
trúfesti gagnvart þessu orði. Væri
það með velþóknun kirkjunnar, eða
a.m.k. með afskiptaleysi hennar, að
Biblían væri bútuð niður í afskræm-
ingar og gefin út? Ég velti því líka
fyrir mér hvort biskupinn minn
tæki undir með þessum þjónum sín-
um og lýsti, jafnvel með þögninni,
yfir áhuga og velþóknun sinni á
verknaðinum?
Þessi útgáfa særir mig og van-
virðir trú mína og því leyfi ég mér
að spyrja þig, frú biskup, op-
inberlega og vænti svara á sama
vettvangi:
Hefur Biblíufélagið gefið heim-
ild til notkunar á heiti og þýðingu á
texta guðspjallsins eða telur þú að
hér geti verið um ritstuld að ræða?
Finnst þér ásættanlegt að rit
Biblíunnar séu umskrifuð og afbök-
uð með þeim hætti, sem Óttar
Norðfjörð hefur gert? Hvert sem
svar þitt er vil ég gjarnan heyra rök
þín fyrir svarinu.
Finnst þér ástæða til þess að
mótmæla, fordæma eða krefjast
lögbanns á þessa notkun ritning-
arinnar og þá hvers vegna?
Finnst þér ásættanlegt að
prestar þjóðkirkjunnar taki þátt í
þessum verknaði og lýsi á óvefengj-
anlegan hátt yfir áhuga sínum og
velvilja til hans? Nánari rök fyrir
svarinu óskast.
Finnst þér ástæða til þess að
bregðast við þessu máli á einhvern
annan hátt en fram kemur í svörum
þínum við framangreindum spurn-
ingum?
Hvar eru þolmörk trúarinnar?
Eftir Jóhannes
Ingibjartsson » Bréfið er fyrirspurn
til biskups, frú
Agnesar Sigurðardótt-
ur, í tilefni útkominnar
rafbókar Óttars Norð-
fjörð um endurritað Jó-
hannesarguðspjall.
Jóhannes
Ingibjartsson
Höfundur er byggingafræðingur.