Morgunblaðið - 05.06.2014, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.06.2014, Qupperneq 25
A-V: Tómas Sigurj. – Jóhannes Guðmannss. 66,5 Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 60,3 Ægir Hafsteinss. – Örn Jónsson 55,3 Ólöf Hansen – Alma Jónsd. 55,1 Sigr. Benediktsd. – Sigurður Þórhallss. 52,6 Föstudaginn 23. maí var spilað á 10 borðum. Efstu pör í N/S: Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 58,5 Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 56,3 Nanna Eiríksd. – Sigfús Skúlason 54,2 Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 53,3 Örn Einarss. – Guðlaugur Ellertsson 50,8 A-V: Guðm. Sigursteinss. – Auðunn Guðmss. 64,3 Oddur Jónsson – Sæmundur Björnss. 54,5 Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 52,8 Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 52,3 Ólafur Ólafsson – Anton Jónsson 50,8 Bridsfélag eldri borgara í Hafn- arfirði spilar á þriðjudögum og föstudögum í félagsheimili eldri borgara, Flatahrauni 3 í Hafnar- firði. Tólf borð í Stangarhyl Mánudaginn 2. júní var spilaður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykja- vík. Spilað var á 12 borðum. Efstu pör í N/S: Jón Þ. Karlsson – Björgvin Kjartanss. 243 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 236 Trausti Friðfinnss. – Guðlaugur Bessas. 229 Björn Árnason – Auðunn Guðmss. 228 A/V Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 295 Ólafur Ingvarss. – Hrólfur Guðmundss. 266 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 251 Kristín Guðmundsd. – Kristján Guðmss. 235 Spilamennskan í Gullsmára styttist í annan endann Spilað var á 14 borðum í Gull- smára mánudaginn 2. júní.Úrslit í N/S: Örn Einarss. - Sæmundur Björnss. 312 Ari Þórðarson - Halldór Jónsson 301 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 290 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 287 Kristín Óskard. - Gróa Þorgeirsd. 284 A/V: Birgir Ísleifss. - Jóhann Ólafsson 342 Lúðvík Ólafss. - Sigursteinn Hjaltested 337 Sigurður Njálss. - Pétur Jónsson 320 Björn Péturss. - Valdimar Ásmundss. 298 Guðm. Andréss. - Sigfús Jóhannss. 275 Og lokadagur þessa tímabils er fimmtudagurinn 5. júní. Spilamennska hefst á nýjan leik 18. ágúst. UMRÆÐAN 25Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 Eins og náttúran hafði í hyggju • Magnesíumsprey sem virkar strax! • Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Sefurðu illa? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland P R E N T U N .IS Goodnight „Súperkæling“ er hröð kæling og millistig milli þess að frysta fisk al- veg í gegn og kæla hann bara, eig- inlega „ hálffryst- ing“. Hún getur lengt ferskleika t.d. laxfiska um allt að 30 daga samkvæmt grein í Dagens Nær- ingsliv 23. maí sl. Hingað til hefur verið erfitt að halda í ferskleika fisks sem hefur verið kældur í ís í marga daga því gerlar og lífhvatar eru enn virkir við 0°C. Þessi geymsluaðferð, súp- erkæling, hefur verið notuð fyrir kjöt og er löngu þekkt. T.d. tekur bara fimm mínútur að súperkæla buff og eru 95% vatnsins í vöðv- anum þá frosin við um mínus 9°C en nálægt 30 mínútur þarf til að heil- frysta buffið í mínus 30°C. Nú ku Norðmenn vera að þróa þetta fyrir lax en þeir framleiða og flytja út um eina milljón tonna af eldislaxi á ári. Aðferðin felst í því að fiskholdið er kælt niður í mínus 2,5°C en þá byrj- ar frumuvökvinn í laxholdinu að frjósa í hreinan ís en ekki er allur frumuvökvinn frystur, sem sé eins konar hálffrysting. Fiskurinn held- ur ferskleika sínum eða nýja bragð- inu lengur en með ískælingu. Frumuísinn sem er hreint vatn úr fiskinum sjálfum er svo þiðinn við neyslu. Ekki þyrfti nú lengur laus- an ís til kælingar við flutning og geymslu sem getur numið allt að 30% í viðbót við fiskþyngdina, því að nú er kæliísinn inni í frumum sjálfs fiskholdsins. Fiskholdið er um 65% vatn hjá laxi (um 81% hjá þorski) og er kælt hratt og breytt í fínkorna ís með hraðri kælingu. Fínkorna ís sprengir ekki frumu- veggina. Það munar því um minna en allt að 30% af þyngdinni við flutning í flugi sem væri annars ís og e.t.v. væri ekki heldur alltaf þörf á flugi vegna mun lengri geymslutíma með súperkælingu án þess að skaða ferskleikann. Þetta gæti því sparað flutningskostnað og gert mögulegt að framleiða og flytja út ferskan fisk frá flestum stöðum hérlendis. Rýrnun fiskholdsins vegna vatns- taps ætti líka að vera hverfandi miðað við ísaðan fisk. Eini vandinn er e.t.v. sá að flytjendur, söluversl- anir og viðtakendur þurfa líka að geta geymt súperkældan fisk (eða kjöt) við rétt hitastig svo þetta gangi upp fyrir magn flutninga. Augljóst er að um mikinn orku- sparnað og um leið minnkun CO2 losunar yrði að ræða með þessari aðferð. Neysluvenjur í Evrópu stefna á ferskt fiskmeti sem löndin afla sjálf enda eru það orðin fá lönd í Evrópu sem flytja út mikið magn af fiski. Má því búast við því að yrði unnt að koma meira magni fisks fersku til neytenda yrði það á kostnað heilfrystingar. Sú ósvífna græðgi fárra bæði hér og erlendis að bæta aðskotavatni í kjöt og fisk sem er heilfryst til að auka þyngd- ina getur varla keppt um gæði og verð til lengdar við súperkældar (hálffrystar) matvörur og hlyti þá að leggjast af og yrði það vel. PÁLMI STEFÁNSSON, efnaverkfræðingur Framfarir í geymslu fersks fisks? Frá Pálma Stefánssyni Pálmi Stefánsson Frá sérkennilegu sjónarmiði séð verður það víst eiginlega að teljast reglulega ljótt af borgaryfirvöldum að varpa múslim- um út í mýri með byggingu sína á mosku – í stað þess að leita lóðar sem betur væri við hæfi fyrir slíka byggingu með sínum fjór- um mínarettum og ugglaust neyð- ast yfirvöld um síðir til að leyfa bænaköll fimm sinnum á sólarhring (stafrænt kerfi?) með sama hljóð- styrk og meðal kirkjuklukkna. Frá- leitt er fyrir alþjóðlega tengda borg að standa í vegi fyrir uppbyggingu samkomuhúsa trúfélaga, jafnvel þótt þau njóti styrkja frá trúfélögum erlendis. Trúarbrögðin á Íslandi eru hvort eð er innflutt – runnin þó öll frá sömu rót; hinu leynda Lögmáli og þess vegna virðingarverð, sagði Búdda. Það eru aðeins ýktar túlkanir á ákveðnum setningum vafasamra trúarrita, slitnum úr samhengi, sem renna stoðum undir hryðjuverk. Fá- vísir, villuráfandi ofstækismenn sem illu heilli kenna sig við trúarbrögð, er í innsta eðli sínu eða kjarna ættu að snúast um kærleikann, eru að troða sér í hefndarhlutverk Lög- málsins. Frekar en að biðja fyrir óvinum sínum líkt og Kristur kenndi og einnig Búdda löngu fyrr, kúga þeir konurnar sínar og börnin, búa til sprengjur og drepa saklausa. Nú má enginn líkja hinu ágæta fólki í íslenska múslimafélaginu við ófögnuð þann sem viðgengst „í sól- arhitanum hjá tuskuhausunum“, eins og borubrattur sjóari nokkur orðaði það. Maður kannast aðeins við Salman Tamimi tölvusnilling úr viðtölum í fjölmiðlum, er lengi var formaðurinn. Sá nýi var í viðtali á Útvarpi Sögu um daginn. Skemmti- lega lífsreyndur og státinn, fremur ungur maður. Annað mál er með hinn söfnuðinn, múslimana í Öskju- hlíð. Omam nokkur þar kom sér hjá því að taka í höndina á okkar ynd- islega, íslenska kvenbiskupi, fyrstu konunni til að taka að sér æðsta embætti þjóðkirkjunnar evangelísk- kristnu. Kannski hefur flestum bestu lóð- unum í borgarlandinu nú þegar ver- ið úthlutað undir kirkjur. Kjalar- nesið kemur þó sterkt inn í myndina, því þar hljóta að fyrirfinnast leiti sem ber við himin séð úr fjarska, svo sem vera ber. (Þýðingarforritum bent á að forðast foraðið.) PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Moskuna beri heldur við himin Frá Páli Pálmari Daníelssyni Páll Pálmar Daníelsson Kæru verðandi brúð- hjón! Ég samgleðst ykkur svo innilega með að hafa fundið hvort annað. Að hafa fundið ástina og valið að inn- sigla hana í heilögu hjónabandi frammi fyr- ir Guði, ættingjum og vinum og samfélaginu öllu. Hér með verðið þið sem einn maður þótt að sjálfsögðu sitt hvor ein- staklingurinn sé. Sam- ferðamenn sem veljið að ganga í gegnum lífið hönd í hönd og deila kjörum í blíðu og stríðu. Guð blessi þá fallegu ákvörðun ykkar. Hann ykkur ávallt leiði og veg ykkar greiði. Munið að fela honum alla ykkar veru og vegu í trausti þess að hann muni vel fyrir sjá. Ég bið þess að brúð- kaupsdagurinn verði ykkur ævinlega minnisstæður, verði sjóður dýrmætra minninga sem þið eigið saman og get- ið ausið úr til að viðhalda ást ykkar. Hafið ávallt hugfast að það að rækta ástina kostar einbeitingu og þjálfun, úthald, þolinmæði og aga. Að njóta ástarinnar Fátt er unaðslegra og betra en að fá að hvíla í örmum þess sem maður elskar. Þú finnur að þú ert hluti af einhverju. Einhverju meiru og dýpra en þú ert sjálfur. Það er sannarlega ljúft en getur þó einnig á stundum verið sárt. Þú ert í senn gefandi og þiggjandi. Þú ert í hlutverki sem þú kannt ekki og ræður illa við en skalt samt endilega takast á við. Og láttu eftir þér að njóta þess af ástríðu. Ástin er allt í senn svo viðkvæm og vandmeðfarin, brotthætt og sár. En jafnframt svo vermandi og falleg, ljúf og sönn, djúp og varanleg. Ástin er skjól, vígi og skjöldur. Hún umber, er þolinmóð, styður, uppörvar og hvetur. Sönn ást breiðir yfir lesti, er gegnheil og svíkur ekki. Hún gefst ekki upp og yfirgefur ekki, því hún fellur aldrei úr gildi. Ástin er líkt og galdur sem við skiljum ekki en getum upplifað, með- tekið og þegið, hvílt í, notið og gefið. Glóð ástarinnar Svo glóð ástarinnar slokkni ekki þarf stöðugt að vera að blása í glæð- urnar því ástin er ekki sjálfgefin og því síður sjálftekin. Maki þinn hefur gefið þér ást sína og þú honum. Hún er ykkar sameiginlega val. Sýnið því hvort öðru þá sjálfsögðu til- litssemi og virðingu að veita ykkur rými til að rækta ástina. Við þurfum nefnilega stöðugt og ævinlega að vera að spyrja okkur sjálf: Hvað get ég gert til þess að viðhalda glóð ástarinnar? Hvað get ég gert til að maka mín- um líði ávallt sem best, finni til sín, finni til ör- yggis og friðar? Hvað get ég gert svo maki minn fái blómstrað og notið sín? Hvað get ég lagt af mörkum svo við fáum áframhaldandi dansað lífsdansinn saman í takt? Þar sem hjartað slær Ef þú vilt að hjarta þitt slái í fjölskyldu þinni, þ.e. hjá maka þínum og börnum, þá þarftu einfaldlega að verja tíma þín- um með þeim. Þið þurfið að tala sam- an. Þú þarft að vera virkur hlustandi, þið þurfið að vinna saman, gráta sam- an, biðja saman, gleðjast saman og njóta uppskerunnar saman. Vertu ávallt þar sem hjarta þitt slær, hvert sem þú ferð og hvar sem þú ert. Vertu ekki þar sem heimurinn lokkar og hugurinn kann að girnast hverju sinni um stundarsakir. Truflaðu aldrei líf þitt með óþarfa flækjum sem hægt hefði verið að komast hjá. Kveiktu ekki elda sem ekki verða svo auðveldlega slökktir. Því þeir munu skilja eftir sviðna jörð, kramin hjörtu og flakandi sár. Eða í besta falli djúp, illgræðanleg og var- anleg ör. Í það minnsta á sálinni. Að rækta garðinn sinn Ræktið því garðinn ykkar saman. Hlúið að ástinni. Vökvið hana stöð- ugt, gefið henni rými og skjól svo hún fái blómstrað. Og munið að það er mikilvægt að reyta arfann. Já, við sem unnum ástinni og erum þeirrar náðar aðnjótandi að fá að njóta henn- ar, gleymum ekki að pússa og fægja þann dýrmæta demant sem ástin er svo hún rykfalli ekki heldur haldist við og vari um ókomna daga jafnt sem nætur. Guð blessi brúðhjón sumarsins. Hann gefi ykkur framtíð bjarta og að þið fáið hinni eilífu kórónu lífsins að skarta. Hamingjuóskir til brúðhjóna sumarsins Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur. »Að rækta ást- ina kostar einbeitingu og þjálfun, úthald, þolinmæði og aga. Svo glóð ástarinnar kulni ekki þarf stöðugt að vera að blása í glæðurnar. Sigurbjörn Þorkelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.