Morgunblaðið - 05.06.2014, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
✝
Þökkum öllum sem sendu okkur
hlýjar kveðjur við andlát móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSLAUGAR THORLACIUS.
Örnólfur Thorlacius, Rannveig Tryggvadóttir,
Kristín R. Thorlacius,
Kristín Bjarnadóttir,
Hallveig Thorlacius, Ragnar Arnalds,
Kristján Thorlacius, Ásdís Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÁSGEIR ÓLAFSSON
frá Grænumýri
á Seltjarnarnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að kvöldi
þriðjudagsins 3. júní.
Ólafur Ásgeirsson,
Eirný Ásgeirsdóttir,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir,
Magnús Ásgeirsson, Sigríður Jóna Jónsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓN HALLDÓRSSON
bóndi,
Kambshóli,
sem varð bráðkvaddur á heimili sínu
mánudaginn 26. maí, verður jarðsunginn
frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 7. júní
kl. 14.00.
Jóhanna Þórarinsdóttir,
synir, tengdadætur
og barnabörn.
✝
Dóttir okkar, systir, mágkona og móðursystir,
SOLVEIG THORLACIUS,
lést sunnudaginn 1. júní á líknardeild
Landspítalans.
Hún verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 13. júní kl. 13.00.
Ásdís Kristinsdóttir, Kristján Thorlacius,
Áslaug Thorlacius, Finnur Arnar,
Sigrún Thorlacius, Pálmi Jónasson,
Sigríður Thorlacius,
Hera, Salvör, Ásdís, Kristján,
Auður, Hallgerður, Helga,
Kristín og Áslaug.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
GUNNAR BENEDIKT BENEDIKTSSON,
Blöndubakka 7,
Reykjavík,
lést laugardaginn 31. maí á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Starfsfólk líknardeildar fær sérstakar þakkir
fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Útförin mun fara fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
11. júní kl. 15.00.
Jóhanna Pétursdóttir
og fjölskylda,
Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, Birgir Óli Einarsson,
Gunnar Oddgeir Birgisson,
Þórunn Hvönn Birgisdóttir.
Rangt nafn í undirskrift
Við birtingu minningargreina um Ellert
Björn Skúlason urðu þau leiðu mistök, fyrir
röð óheppilegra tilviljana, að vitlaust nafn
birtist undir grein Elínar Guðnadóttur,
eiginkonu hins látna, en sú grein var fyrst í
röðinni.
Halla Björg Evans, sú er skrifuð var fyrir
greininni, er barnabarn hins látna og skrif-
aði aðra grein, ásamt fjölskyldu sinni.
Morgunblaðið biður hlutaðeigendur velvirð-
ingar.
LEIÐRÉTT
Ellert Björn
Skúlason
✝ Sverrir Bene-diktsson fædd-
ist 3. ágúst 1929.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Seyðisfirði
19. maí 2014.
Foreldrar Sverr-
is voru hjónin Björg
Bjarnadóttir, f. 20.
júlí 1892, d. 10.
mars 1985, og
Benedikt Ein-
arsson, f. 31. maí
1894, d. 16. janúar 1972.
Systkini Sverris voru Unnur,
f. 12. apríl 1927, d. 4. desember
2010, og Ingólfur, f. 6. janúar
1932, d. 26. ágúst 2013.
Sverrir kvæntist Sigríði Jóns-
dóttur 1957 og skildu þau sama
ár. Þau eignuðust einn son, Örn
Benedikt, f. 12. júlí 1957, og er
hann kvæntur Ingibjörgu Guð-
nýju Marísdóttur, f.
30. apríl 1963. Börn
þeirra eru Magnús
Orri, f. 27. sept-
ember 2001, og
María Rós, f. 20.
nóvember 2003.
Fyrir á Örn Davíð,
f. 22. febrúar 1982.
Sverrir fæddist á
Reyðarfirði og fór
hann að vinna á Suð-
urnesjum, fyrst á sjó
og síðan hjá hernum á Keflavík-
urflugvelli. Síðan fluttist hann á
Reyðarfjörð og vann þar hjá
Vegagerðinni og síðan hjá Kaup-
félagi Héraðsbúa sem hafnar-
verkamaður. Sverrir og faðir
hans stunduðu frístundabúskap
með kindur allt til um 1980.
Útförin fór fram 27. maí 2014 í
Reyðarfjarðarkirkju.
Það ymur tregatónn við eyrum
þegar gömlu vinirnir heima kveðja
einn af öðrum og nú er það Sverrir
minn Benediktsson sem kvaddi eft-
ir alllanga dvöl á Seyðisfirði, þar
sem óminnið hafði fyrir nokkrum
árum sótt hann heim. Upp í hug-
ann koma ein af annarri myndir af
þessum góðvini okkar hjóna um
áratugi, Reyðfirðingi af lífi og sál .
Unglingur utan úr þorpi kemur
heim í Seljateig að sækja kindur
föður síns og hefur frá mörgu að
segja, ræðinn og skemmtilegur og
talar við drenginn á bænum sem
fullorðinn mann um tíðarfar og
skepnuhöld þegar hann fylgir hon-
um í fjárhúsin og þeir deila sameig-
inlegum áhuga. Unglingurinn var
Sverrir Ben. Barnaball og ungur
maður situr á sviðinu í samkomu-
bragganum heima og leikur á
harmonikku og sveitardrengurinn
dáist að. Þetta var Sverrir Ben,
yndi hans af tónlist ósvikið alla tíð.
Smalamennska að hausti: Njörva-
dalsáin skilur lönd Seljateigs og
Kollaleiru og vaskur og sprettharð-
ur maður gætir þess að Eyrarféð
fari ekki inn fyrir ána. Heilsar glað-
lega og spjallar, þegar við erum
hvor sínum megin árinnar, hleypur
svo fyrir næsta hóp. Þetta var
Sverrir Ben. Ég ungur og óreynd-
ur að fá gott fólk á fyrsta framboðs-
listann minn heima, kem til Sverris
og ber upp erindið, ekki of boru-
brattur: Meira en sjálfsagt var
svarið á stundinni. Þetta var Sverr-
ir Ben. Engan mann sá ég fylgjast
með kosningaúrslitum af eins lif-
andi áhuga og Sverri Ben, þó tók út
yfir allt þegar fótboltinn var annars
vegar, engan sá ég eða heyrði
standa jafninnilega með sínum
mönnum, hvetjandi og leiðbeinandi
sem mest hann mátti. Valur var fé-
lagið hans og síðar arftakar þess og
hjá Sverri ríkti hinn sanni íþrótta-
andi. Og svo má ekki gleyma því
þegar um götur heima ók maður á
rauðri vespu, þeirri fyrstu þar í bæ,
hver nema Sverrir Ben. Sverrir
var röskleikamaður, eins og hann
átti kyn til í báðum ættum. Hann
var fóthvatur og snöggur til at-
hafna, verkmaður ágætur. Hann
vann m.a. á yngri árum hjá Vega-
gerð ríkisins sem vélamaður og
góðvinur okkar Vigfús Ólafsson
sagði mér, að þegar eftirlitsmaður
frá VR hefði farið um landið þá
hefði vélin hjá Sverri þótt sú best
með farna af öllum á landinu.
Það sýndi natni hans og hirðu-
semi. Hann hefði líka orðið ágætur
bóndi, enda stóð hugur hans til
þess, átti svo sem faðir hans af-
urðagott fé. Sverrir fylgdist afar
vel með og var víða heima, vel lát-
inn af samferðafólki, fróður og við-
ræðugóður. Magnaður í snjöllum
tilsvörum. Honum er samfylgdin
þökkuð, ekki síst fylgd við sameig-
inlegan málstað, dýrmæt var hún á
sinni tíð. Syni hans og öðru fólki
Sverris sendum við Hanna samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
hins mæta vinar okkar.
Helgi Seljan.
Á vegferð þinni ei verði ský,
vænkast æ þinn hagur. Vinátta
okkar verði hlý, sem vorsins feg-
ursti dagur. Þessi fallegu orð færð-
ir þú mér eitt sinn að gjöf á afmæl-
inu mínu, í þeim liggur þín eina og
besta ósk mér til handa, þér var
eftir að við kynntumst mjög um-
hugað um hag minn og Sigurjóns,
við áttum að hafa það sem best og
fá allt það besta, þú hugsaðir um
okkur eins og við værum þín eigin
börn. Kannski var lífið þér ekki
alltaf hliðholt, en einhverju sinni
vorum við að spjalla, þú uppskerð
eins og þú sáir, góða mín, sagðir
þú, það er satt, sagði ég, láttu mig
vita það, ég hef ekki alltaf notað
réttu fræin og fengið uppskeru eft-
ir því, sagðir þú, ég efast ekki um
að það sé rétt hjá þér núna þegar
ég horfi yfir farinn veg, margt
hefði eflaust getað verið öðruvísi,
en hefðir þú þá verið Sverrir Ben,
Góði dátinn, meistarinn, nein það
held ég ekki, þá hefðir þú verið líka
öðruvísi og það er eitthvað sem
samferðamenn þínir hafa enga
þörf fyrir. Ríkidæmi þitt var gróp-
að í gleði og kátínu, snertanlegir
hlutir skiptu þig litlu máli, svo litlu
að stundum gerðir þú sjálfum þér
hinn mesta óleik, ég gleymi aldrei
hve glaður þú varst þegar þú flutt-
ir búferlum í Sunnugerðið, þar
tókst okkur að gera þér huggulegt
heimili síðustu árin, þú naust ör-
yggisins sem nýja heimilið bauð
þér, núna allra síðustu árin hefur
þú svo dvalið á Sjúkrahúsinu á
Seyðisfirði, undir þú dvöl þinni vel
þar og þér leið vel, tíminn hefur ýtt
þér lengra og lengra inn í einangr-
aðan heim Alzheimers, það hefur
reynst mér erfitt að fylgjast með
þér á þeirri ferð, núna er henni lok-
ið. Þú varst líka faðir og afi, já hann
Öddi þinn er gull af manni og kon-
an hans Inga yndisleg, þau eiga
Magnús og Maríu sem þau fóru yf-
ir fjöllin sjö að sækja, já það þótti
þér, elsku karlinn minn, alveg
ótrúlegt, að upplifa með þér
gleðina yfir barnabörnunum og að
þú værir að verða afi er eitthvað
sem ég get ekki fært í orð, þú grést
lengi, svo mikil var gleðin, tilfinn-
ingar þínar voru ólýsanlegar. Ekki
má heldur gleyma Davíð sem Öddi
átti áður en hann kynntist Ingu,
þar áttu duglegan afastrák sem
hefur staðið sig vel í lífinu, og þú
varst afskaplega montinn þegar þú
sagðir mér að hann væri að læra að
verða flugmaður, þig langaði svo
að fá tækifæri til að fljúga með
honum en það tækifæri gafst ekki,
núna þegar þú ert farinn í sum-
arlandið treysti ég því að þú styðjir
þau öll í því sem þau taka sér fyrir
hendur, og notir mátt þinn í eitt-
hvað gott þeim til handa. Elsku
Sverrir minn, nú er komið að leið-
arlokum að sinni, ég fer með þér
síðustu sporin upp í flutningabílinn
sem þú ferðast með í síðasta sinn,
það á vel við að flutningabíll sé síð-
asti ferðamátinn því oftar en ekki
tókst þú þér far með þeim hér á
milli fjarða og hafðir gaman af,
vona að síðasta ferðin verði jafn
góð og hinar, og enga hrekki á leið-
inni.
Að lokum vil ég þakka starfs-
fólki Sjúkrahússins á Seyðisfirði
fyrir góða umönnun. Ödda, Ingu,
Magnúsi, Maríu, Davíð og fjöl-
skyldunni allri votta ég mína
dýpstu samúð, minning um góðan
mann lifir með okkur öllum.
Guðrún Sælín
Sigurjónsdóttir.
Sverrir
Benediktsson
Steinunn Magnúsdóttir Steph-
ensen, eða Steina frænka eins og
við bræður kölluðum hana, tók sín
Steinunn M.
Stephensen
✝ Steinunn M.Stephensen
fæddist á Auðnum á
Vatnsleysuströnd 2.
október 1934. Hún
andaðist á Hrafn-
istu í Hafnarfirði 2.
apríl 2014.
Útför Steinunnar
var gerð frá Lang-
holtskirkju 16. apríl
2014.
fyrstu spor á Vatns-
leysuströndinni þar
sem faðir hennar var
bóndi á Auðnum.
Hún flutti síðan í
Flóann með foreldr-
um sínum, að Jórvík,
og bjó þar þangað til
fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur á
stríðsárunum. Þar
lauk Steina sínu
skyldunámi og hóf
síðan störf í Reykjavíkurapóteki
sem átti eftir að verða hennar
framtíðarvinnustaður þar til hún
veiktist vorið 1989. Í apótekinu
kynntist hún mörgu góðu fólki sem
leiddi til ævilangrar vináttu. Steina
var glöð í skapi og ætíð mjög sátt
og ánægð á sínum vinnustað og
menntaði hún sig á sviði lyfjatækni.
Ferðalög, innanlands sem utan,
áttu hug hennar og hjarta. Steina
ferðast mikið hér á landi, fór í
margar gönguferðir um hálendið
og kynntist helstu frumkvöðlum í
fjallamennsku hér á landi bæði í
Ferðafélagi Íslands og síðar Úti-
vist. Hún hafði stigið á helstu tinda
Íslands og gengið um mörg feg-
urstu svæði landsins. Þórsmerkur-
ferðir urðu margar enda var Þórs-
mörk einn uppáhaldsstaður
hennar og tók hún oft okkur bræð-
ur með og vakti þannig áhuga okk-
ar á gönguferðum og útivist. Steina
var mikill náttúruunnandi og hafði
mikinn áhuga á blómarækt. Þetta
áhugamál sitt gat hún stundað af
meiri natni er móðurbróðir hennar
ánafnaði henni sumarbústað sinn í
Lækjarbotnum. Þar dvaldi hún tíð-
um ásamt Siggu systur sinni á
meðan heilsan leyfði og voru allir
gestir hjartanlega velkomnir. Ég
minnist þess hve hjálpsöm Steina
var við ættingja sína og naut ég
þess þannig að hún hafði gaman af
að passa dætur mínar. Það er
nokkuð sem við eigum góðar minn-
ingar um. Síðustu átta ár ævi sinn-
ar bjó Steina á Hrafnistu í Hafn-
arfirði en þangað fluttist hún árið
sem systir hennar Sigríður lést en
þær höfðu haldið heimili saman
fram að því. Á Hrafnistu fékk hún
góða umönnun og var sátt við sitt
og naut sín sérstaklega í handa-
vinnunni sem þar var boðið upp á.
Kveð góða og hjálpsama frænku.
Magnús Haraldsson.
Elskulega Hrefna
er fallin frá. Þessi góðhjartaða,
klára og fallega kona sem vildi öll-
um vel og okkur þótti svo vænt um.
Hrefnu og Jóni Þór, eftirlifandi
manni hennar, kynntist ég fyrst er
leiðir okkar lágu saman í tengslum
við fyrirtækið mitt fyrir um 13 ár-
um síðan. Eftir að formlegu sam-
starfi lauk héldu vináttuböndin
Hrefna Beckmann
✝ Hrefna Beck-mann fæddist
20. júlí 1940. Hún
lést 19. nóvember
2013. Bálför hennar
fór fram 16. desem-
ber 2013 en duftker
hennar verður jarð-
sett í duftreitnum í
Fossvogi í dag, 5.
maí 2014.
áfram að styrkjast
og þau Hrefna urðu
sífellt nánari fjöl-
skylduvinir, ekki síst
eftir að við eignuð-
umst börnin okkar
þrjú. Oft upplifði
maður að börnin
hefðu eignast nýja
ömmu og afa, slík
var ástin og um-
hyggjan fyrir þeirra
velgengni og vellíð-
an. Sérhver afmælis- og jólagjöf
var vandlega valin með notagildi
lærdóms og skemmtunar í huga
og hugur Hrefnu skein í gegn. Í
hvert sinn sem við hittumst, hvort
sem var á heimili okkar á Íslandi
eða Englandi, í Kuðungnum
þeirra á Stokkseyri eða á heimili
þeirra í Reykjavík, voru móttök-
urnar alltaf þær sömu: opinn
faðmur, skemmtilegar og lær-
dómsríkar reynslusögur og tak-
markalaus áhugi á því sem við
höfðum að segja. Þá var vega-
nestið ávallt ráð, dáð og lausnir við
öllu því sem olli okkur hugarangri
eða við vorum að fást við á hverj-
um tíma. Hrefna var heimsborg-
ari, nösk á að lesa lífið eins og það
er og fljót að lesa í aðstæður.
Þau hjónin hafa verið dyggustu
stuðningsmenn okkar hjóna alveg
frá fyrstu kynnum og höfum við
óhikað leitað til þeirra með ýmis
óleyst vandamál sem þau greindu
með okkur þar til lausnin var fund-
in. Hafsjór af þekkingu og fjöl-
breyttri reynslu hefur alltaf verið
okkur aðgengileg auðlind sem og
væntumþykja og kærleikur.
Jón Þór sagði mér eitt sinn að
þegar Hrefna var í barnaskóla og
var beðin um að telja upp sjö und-
ur veraldar hefðu svör hennar
verið önnur en hinna barnanna.
Hrefna taldi ekki upp frægar
byggingar heldur sagði að undur
veraldar hlytu að vera fleiri en sjö
og byrjaði svo að telja þau upp: Að
sjá, heyra, snerta o.s.frv. Það er
því við hæfi að kveðja Hrefnu með
nokkrum ljóðlínum um hennar
kosti, lífssýn og undur.
Að vita, vilja,
veröld skilja.
Að hlæja, heyra,
heimt’ ei meira.
Að skapa, skreyta
skynja, veita.
Að bragða, bæta,
bakka’ upp, mæta
Að elska, efla
andúð hefla.
Að vinna, vanda,
við orð standa.
Við örlög veðja,
vitja, kveðja.
Davíð Guðjónsson, Sara Hlín
Hálfdanardóttir og börn.