Morgunblaðið - 05.06.2014, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Stundum á lífs-
leiðinni hittir maður
fólk sem er manni
minnisstæðara en
annað. Ég var svo heppin um
tíma að fá að kynnast Birni og á
ákveðinn hátt má það teljast
gæfa, því maðurinn var þvílíkum
kostum búinn að til eftirbreytni
var. Áhugamál okkar voru mörg
mjög svipuð, ég hef gaman af því
að klippa hár og hann var út-
lærður hárskerameistari. Hann
var í Sinfóníuhljómsveitinni frá
upphafi og tengdist alla tíð tón-
list og ég sjálf náði þeim áfanga-
sigri að vera í hljómsveit í Perú.
Björn Rósenkranz
Einarsson
✝ Björn Rósenkr-anz Einarsson
fæddist 16. maí
1923. Hann lést 19.
maí 2014.
Útför Björns fór
fram 28. maí 2014.
Birni var margt til
lista lagt og það
verður ekki allt tí-
undað hér, en það
var mikil heppni að
fá tækifæri til að
kynnast honum og
fylgjast með verk-
um hans. Blessuð sé
minning hans.
Guð veri með þér
í nýrri framtíð
fjarri ástvinum
en þó svo nærri
í heimi andans.
Farðu frjáls
áfram veginn
til góðra verka
í eilífðarfaðmi
um aldir alda.
(Jóna Rúna Kvaran)
Ég votta aðstandendum
Björns mína dýpstu samúð.
Jóna Rúna Kvaran.
✝ Kristófer Edi-lonsson fæddist
í Ólafsvík 5.5. 1937
Hann lést á Landa-
koti þann 9. maí
2014.
Foreldrar hans
voru Lilja Ágúst-
ardóttir frá Lýsu-
hóli og Edilon
Kristófersson frá
Kaldalæk, sjómað-
ur í Ólafsvík. Systk-
ini Kristófers eru. Aðalheiður. f.
1933, maki Sveinn Kristjánsson,
f. 1925. Magnea, f. 1935, maki
Hellert Jóhannesson, f. 1933, d.
1985. Gústaf, f. 1948, maki
Bergljót Óladóttir, f. 1950. Eft-
irlifandi eiginkona Kristófers er
Ásthildur Geirmundsdóttir, f.
1936 í Fljótavík á Horn-
ströndum. Foreldrar Ástu voru
Regína Sigurðardóttir, frá Látr-
um í Aðalvík, f. 1904, d. 1994 og
Geirmundur Júlíusson, f. 1908,
d.1996. Börn Kristófers og Ástu
eru: Sigurður Ólafur, f. 1956,
maki Þuríður Helgadóttir, f.
1961. Börn þeirra
eru Davíð, maki Jó-
hanna Torfadóttir,
Kristófer Helgi,
maki Sandra
Björnsdóttir og
Andri Örn, maki
Brynja Ólafsdóttir,
Ágúst Edilon, f.
1960, maki Katrín
Rögnvaldsdóttir, f.
1963. Börn þeirra
eru Fanney Ásta,
maki Karl Gunnarsson og Lilja
Unnur, maki Sævar Grímsson.
Guðmundur Geir, f. 1965, maki
Íris Bjarnadóttir, f. 1968. Börn
þeirra eru Gunnhildur Lilja,
Ásthildur Jóna og Regína Lind.
Aðalsteinn, f. 1968, maki Matt-
hildur Einarsdóttir, f. 1987.
Börn hans eru Magni Jens, Em-
anúel Kristófer og Erik Ægir og
Aðalheiður Dröfn, f. 1975, börn
hennar eru Jökull Máni, Sól-
björg Arna og Ísbjörg Lilja.
Útför Kristófers fór fram frá
Digraneskirkju 16. maí 2014 kl.
13.
Með fáum orðum langar mig
að minnast frænda míns. Efst í
huga er minning um skemmti-
legan og barngóðan mann sem
gaman var að hitta og vera ná-
lægt.
Ég var sem barn og síðar
sem unglingur og skólastrákur
við vinnu í Ólafsvík nokkur
sumur og umgekkst Kristófer,
Ástu og syni þeirra mikið þann
tíma.
Í minningunni er nokkur æv-
intýraljómi um þennan frænda í
Ólafsvík, enda átti hann oft
spennandi bíla, hann átti bát og
kafaragræjur, hann rak bens-
ínsjoppuna og keyrði olíubílinn
og leyfði okkur stundum að
koma með sér, ef stutt var farið.
Þegar hann kom til Reykja-
víkur á vörubílnum kom hann
stundum í heimsókn í blokkina
þar sem við bjuggum og leyfði
hann þá okkur krökkunum að
nota bílinn í „yfir“ á meðan
hann stoppaði hjá systur sinni í
kaffi og spjalli, áður en lagt var
af stað aftur heim til Ólafsvíkur.
Frá þessum sumrum og ung-
lingsárum í Ólafsvík er margs
að minnast.
Eitt sinn datt okkur Sigga í
hug að smíða okkur bát. Þá
keyrði Kristófer fyrir okkur
smíðaefni heim að lóð og svo
bátinn „sjókláran“ niður í ósa
Hvalsár, þar sem báturinn var
sjósettur en sökk reyndar undir
okkur eftir stutta sjóferð.
Næsta sumar kenndi Krist-
ófer mér á bíl, í skiptum fyrir
hreinsun á mótatimbri og önnur
smá viðvik við nýbyggingu sem
hann stóð þá í. Fyrir allt þetta
og skemmtilegar samverustund-
ir er ég þakklátur og sendi nú
Ástu, Sigga, Ágústi, Gumma,
Aðalsteini og þeirra fjölskyldum
innilegar samúðarkveðjur.
Kveðja frá systursyni,
Kristján Sveinsson.
Kristófer
Edilonsson
Systir mín góð, fáein kveðju-
orð.
Minningarnar þyrpast að.
Bernskuárin á Sævarenda. Ég
man eftir berjaferðum, silungs-
veiðum með Bjössa föðurbróð-
ur, handavinnu þegar veður var
vont. Eða eitt haustið þegar þú
komst heim frá Búðum og varst
svo ótrúlega fljót upp brekk-
una. Ég skildi ekki að það væri
svo voðalegt þótt tveir fullorðn-
ir hrútar kæmu þjótandi til þín.
En þú varst nú alltaf meira fyr-
ir hesta og hunda. Eins man ég
vorin þegar þú komst heim úr
skóla. Þú stóðst þig alltaf með
prýði. Þar fór saman góð
greind, samviskusemi, vand-
virkni og mikill metnaður. Þá
var nú gaman að lifa og mál til
komið að fara á hestbak. Manst
þú, Valla, eftir ágústkvöldinu?
Fólkið á Sævarenda hafði verið
allan daginn í heyskap, pabbi
og Bjössi enn úti, mamma og
Helga í eldhúsinu að taka til
mat og við og Stína sátum í
rökkrinu í litla herberginu. Ég
man eftir söngnum „Áfram veg-
inn í vagninum ek ég“. Mér leið
vel, þetta var svo fallegt. En
seinna meir var mér lífsins
ómögulegt að muna hvort þið
Stína voruð að syngja eða þetta
var í útvarpinu, og þá auðvitað
Stefano Íslandi. Árið 1951 í
september. Þú á bryggjunni í
Reykjavík að taka á móti litlu
systur sem var að hefja sína
skólagöngu. Seinna komu
mamma og pabbi og saman
bjuggum við fyrst á Ljósvalla-
götunni og svo á Hjarðarhaga
32 til vors 1959 að ég flutti í
Fljótshlíðina. Þessi ár vannst
þú á skrifstofum. Þegar þú
eignaðist bíl komst þú oft með
mömmu og konur að austan í
heimsókn svo að ég missti ekki
alveg tengslin við Austfirðina.
Þið Gunnar Eggertsson giftuð
Valdís
Halldórsdóttir
✝ Valdís Hall-dórsdóttir
fæddist á Sæv-
arenda í Fáskrúðs-
firði 6. apríl 1928.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Hömrum í Mos-
fellsbæ 27. maí
2014.
Útför Valdísar
var gerð frá Foss-
vogskirkju 4. júní
2014.
ykkur 1972 og
stofnuðuð ykkar
eigið fyrirtæki
tveim árum síðar.
Þetta var viðburða-
ríkur tími, mikil
vinna að byggja
upp fyrirtæki,
margar utanlands-
ferðir. Og svo lax-
veiðin. Það var sko
ekki netaveiði. Þú
varst orðin æði
slyngur veiðimaður, a.m.k. þeg-
ar þú veiddir meira en fé-
lagarnir, þeir sögðu að þetta
væri ekki að marka, laxinn
hefði dáið úr hlátri þegar hann
sá veiðimanninn.
1972-1988 kalla ég árin ykkar
Gunnars sem hefðu mátt vera
svo miklu fleiri en hann dó
skyndilega 1988. Það var þér
mikið áfall en þú áttir vissulega
góðar stundir með ættingjum
og vinum eftir það. Árið 2005
keyptir þú hús í Hveragerði á
Lækjarbrún 8 rétt hjá HNLFÍ
þar sem þú dvaldir oft þér til
heilsubótar. Ekki spillti það
fyrir að Sigga, Jói og börn
bjuggu í næstu götu, aðstoðuðu
þig og tóku þig með í laxveiði
og í Ormskot. Alltaf áttir þú
vísan samastað og aðstoð hjá
Sonju og Sverri í Reykjavík-
urferðum. Um jólin í Ormskoti
og á gamlárskvöld hjá Kristjáni
og Gry, ekki má gleyma Fá-
skrúðsfjarðarferðunum okkar
og heimsóknum Ingu Jónu og
Bryndísar, þeirra tryggu vin-
kvenna, ísbíltúrunum með Guð-
rúnu Eddu og Einari eða þá öll-
um símtölunum hennar Stínu.
Síðustu tvö árin voru erfið. Það
var hugsað mjög vel um þig í
Bæjarási, hvíldarinnlögnunum
og á Hjúkrunarheimilinu
Hömrum í Mosfellsbæ, þínu
síðasta heimili. Nú hrekk ég
ekki lengur upp af síðdegis-
blundinum við símhringingu frá
þér, því miður. Kannski ertu
nálægt þó að ég sjái þig ekki,
systir mín kær, og hlærð að
þessu bulli. Þín
Hjördís (Dísa).
Látin er merkiskonan Valdís
Halldórsdóttir. Kynni okkar
hófust fyrir margt löngu, þegar
ég og systurdóttir hennar, hún
Sigríður, hófum búskap saman.
Valdís, eða Valla eins og hún
var alltaf kölluð á okkar heimili,
var þá nýbúin að missa mann-
inn sinn, hann Gunnar, en sá
missir var henni mjög þungbær
og Gunnar alltaf ofarlega í huga
hennar alla tíð.
Valla var tíður gestur á
heimili okkar í Hveragerði
fyrstu árin, en svo kom að því
að hún flutti af Kvisthaganum í
nýja þjónustíbúð í Lækjarbrún-
inni í Hveragerði, þannig að
nándin og samskiptin urðu
miklu meiri fyrir vikið. Þar bjó
Valla framundir það síðasta, að
hún flutti á hjúkrunarheimili
þegar búsetan í Lækjarbrún-
inni var orðin henni ofviða sök-
um lélegrar heilsu.
Hún Valla gerði stundum
góðlátlegt grín að mér, ekki
fyrir það hversu heppinn ég var
að giftast henni Sigríði, heldur
að mér hefðu áskotnast tvær
tengdamæður með því, meðan
aðrir yrðu að láta sér nægja
eina.
Hún Valla hafði gott skop-
skyn og gerði oft að gamni sínu,
komst oft skemmtilega að orði
þannig að eftir var tekið, og var
líka afskaplega fær að segja vel
frá, sem ekki er öllum gefið.
Hún Valla var líka vel
greind, hún hafði menntað sig
ágætlega, sem var frekar sjald-
gæft í þá daga, að konur fengju
almennt tækifæri til, fallegri
rithönd en hennar var leitun á,
og auk þess var hún vel lesin og
fróð um marga hluti.
Stangveiði var í uppáhaldi
hjá Völlu, við hjónin og hún fór-
um stundum í veiðitúra saman,
það kom fyrir að veitt var vel,
en alltaf skemmtum við okkur
frábærlega, sagðar risaveiði-
sögur af stórlöxum og veiði-
mönnum og oftar en ekki Valla
í hlutverki sögumannsins.
En það sem stendur upp úr
af kynnum mínum af henni
Völlu er þó fyrst og fremst
hversu vönduð og góð mann-
eskja hún var, fyrir það mun ég
og fjölskyldan mín minnast
hennar með kærri þökk í huga.
Ég held að Valla hafi verið
tilbúin til að stíga þetta skref
inn í nýjan heim, ég veit líka að
þar var tekið á móti henni fagn-
andi.
Far vel, Valla, og takk fyrir
allt.
Jóhann Svavar Ísleifsson.
Amma Valla giftist Gunnari
afa okkar þegar Sigurbjörn var
á fyrsta ári og því ekkert okkar
systkinanna sem man eftir sér
án þess að hún hafi verið til
staðar. Fyrir okkur var hún
alltaf amma Valla og hélt því
áfram eftir að afi féll frá. Það
var alltaf gaman að koma til
hennar á Kvisthagann og
seinna í Hveragerði og eigum
við öll góðar minningar um spil
og spjall við eldhúsborðið hjá
henni. Amma Valla hafði svo
góða frásagnargáfu og sagði
skemmtilegar sögur sem hún
kryddaði með sinni einstöku
glettni og hláturinn hennar var
svo smitandi. Oft urðu hvers-
dagslegustu hlutir í frásögum
hennar alveg bráðfyndnir þegar
hún sagði frá þeim og samtölin
sem við áttum öll við hana í
gegnum árin eru enn eftir-
minnilegri fyrir vikið. Hún
hafði sérstaklega gaman af því
að rifja upp árin með afa og það
var dýrmætt fyrir okkur syst-
urnar að kynnast honum enn
betur í gegnum minningar
Völlu, því við vorum það ungar
þegar Gunnar afi dó. Sigur-
björn man vel eftir tímanum áð-
ur en afi féll frá og hafði gaman
af að rifja upp þá tíma með
Völlu. Afi og Valla höfðu
ferðast mikið saman, bæði inn-
anlands og utan og höfðu átt
það sameiginlegt að hafa unun
af veiðiferðum. Við systurnar
vorum svo heppnar að fá að
fara með Völlu í ferðalög og
veiðiferðir og smituðumst þann-
ig bæði af ferða- og veiðibakt-
eríunni. Magnea þykir alveg
einstök veiðikló og henni gaf
hún veiðistöng og önglana hans
afa. Valla var líka mikill dýra-
vinur og hafði gaman af hestum
og hundum. Það var gaman að
fylgjast með því hvernig hún
vingaðist við dýrin, sérstaklega
er okkur minnisstætt hvernig
hún vingaðist við tíkina okkar
hana Skottu og hann Putta,
sem brosti alltaf breitt til Völlu.
Putti bjó í Ormskoti hjá Hjör-
dísi systur hennar, en þar fékk
Guðný að vera í sveit í mörg
sumur. Valla kom oft austur til
systur sinnar á sumrin og var
þá heilmikið spjallað og rætt
um alla heima og geima. Það
var gaman að heyra þær systur
rifja upp sögur frá Fáskrúðs-
firði og Guðný var svo heppin
að komast í ferð með Völlu um
Austfirðina og heimahaga
Völlu. Það er henni ógleyman-
legt. Síðasta árið bjó Valla á
hjúkrunarheimilinu Hömrum í
Mosfellsbæ og þrátt fyrir að
heilsu hennar hefði hrakað var
alltaf stutt í glettnina og húm-
orinn. Við erum viss um að nú
séu þau amma Valla og Gunnar
afi komin saman af stað í veiði-
ferð og það er áreiðanlega mik-
ið hlegið. Hvíl í friði, elsku
Valla, og Guð geymi þig.
Sigurbjörn, Guðný og
Magnea.
Nú er Gísli Jón
fallinn frá töluvert
fyrir aldur fram.
Hógvær og lítillát-
ur með stórt hjarta
og ríka réttlætis-
kennd. Hann fluttist frá Þing-
eyri við Dýrafjörð til Reykjavík-
ur og hóf störf hjá Ísleifi
Jónssyni ehf. þann 1. mars 1965
og hefur unnið þar síðan.
Traustur og góður starfsmaður
og hluti af ímynd fyrirtækisins.
Var oft viðkvæðið, þú getur
spurt Gísla, hann veit það. Hann
hafði sitt að segja um gæði og
þjónustu og hlaut viðurkenningu
Félags pípulagningamanna fyrir
nokkrum árum fyrir áralanga
þjónustu við þá iðngrein.
Hann mætti ávallt fyrstur á
morgnana eða uppúr kl. sjö og
✝ Gísli Jón fædd-ist 11. nóv-
ember1945. Hann
lést 19. maí 2014.
Útför Gísla Jóns fór
fram 27. maí 2014.
hafði reglu á sínu
lífi, fór alltaf heim í
hádeginu og má
segja að hann hafi
lifað eftir klukku –
allt í réttri röð.
Gísli var ókvæntur
og stangveiði var
hans líf og yndi.
Hann tók virkan
þátt í starfi Ár-
manna og ef það
var ekki veiði þá
var hann að kenna fluguköst,
eða að hnýta flugur. Á árum áð-
ur fór hann á völlinn og fylgdi
þá Fram að málum. Hann talaði
ávallt vel um stórfjölskyldu sína
og stundum fannst manni þetta
fólk vera skylt manni, enda var
maður farinn að þekkja sum
þeirra, þó maður hafi aldrei hitt
það. Hann spurði hvort hann
mætti fara heim á fimmtudegi,
hann hélt að hann væri með
hita. Sjálfsagt mál og ætlaði ég
að hringja til hans næsta dag og
frétti þá að hann væri kominn á
spítala og haldið sofandi eftir
bráðaaðgerð. Og hann sem hélt
að hann væri að fá hita.
Hann hafði virðingu sam-
starfsmanna sem og viðskipta-
vina og verður hans sárt saknað.
Blessuð sé minning hans.
Ísleifur Leifsson.
Hann nafni minn er dáinn.
Það kemur alltaf jafnilla við
okkur sem eftir lifum að fá and-
látsfregn. Gísli veiktist 16. maí
og lést á LSH við Hringbraut
19. maí. Ég ætla að reyna að
minnast hans með nokkrum fá-
tæklegum orðum.
Kynni okkar hófust á barns-
og unglingsárum er hann dvaldi
á sumrum heima á Höfða í
Dýrafirði, þar sem við brölluð-
um margt, við leik og sveita-
störf. Þar byrjaði okkar veiðifer-
ill með veiðum á hornsílum í
skurðum. Þau voru söltuð í dós
eins og annar fiskur. Síðan
reyndum við fyrir okkur í
Hjarðardalsánni og renndum
fyrir silung. Gísli starfaði við
sjósókn og reri með Skarphéðni
Njálssyni frænda sínum ef ég
man rétt og Agli Halldórssyni
og sótti með honum bát sem Eg-
ill lét smíða á Seyðisfirði. Við
vorum samskipa á Þorgrími ÍS
66 eina vertíð. Síðan lágu leiðir
okkar til Reykjavíkur þar sem
hann hóf störf hjá Bygginga-
vöruverslun Ísleifs Jónssonar í
Bolholti 4 og starfaði hann þar
til dauðadags. Eftir að suður var
komið fórum við að renna fyrir
lax. Gísli lærði að kasta flugu í
Laugardalshöllinni hjá Kast-
klúbbi Reykjavíkur. Það atvik-
aðist svo að hann hélt áfram í
flugukastinu og nú sem kennari
og síðast nú í vetur. Við nafn-
arnir fórum í margar veiðiferðir
saman og einnig með öðrum
samkennurum úr KKR. Við
systkinin frá Höfða þökkum fyr-
ir ógleymanleg kynni. Við vott-
um systkinum hans dýpstu sam-
úð og þökkum Ninnu og Hans
þeirra miklu og góðu umönnun.
Gísli Rúnar
Guðmundsson.
Gísli Jón
Helgason