Morgunblaðið - 05.06.2014, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Gisting
Hótel Sandafell, Þingeyri
auglýsir
Gisting og matur. Erum með 2ja
herb. orlofsíbúð til leigu.
Verið velkomin.
Hótel Sandafell Sími 456 1600.
Húsnæði íboði
4 herbergja íbúð til leigu
105 fm í Borgum, Grafarvogi,
með sérinngangi og garði.
S. 899 9339.
iceland61@gmail.com
Sumarhús
Eignalóðir í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgang að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi ca. 45 km frá Rvk. Allar nánari
upplýsingar í síma 896 1864.
Glæsilegar sumarhúsalóðir!
Til sölu eignarlóðir á kjarri vöxnu
hrauni við Ytri-Rangá í landi Leiru-
bakka. Stórkostlegt útsýni. Aðeins
100 km frá Reykjavík. Upplýsingar á
www.fjallaland.is og í síma 8935041.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Plastgeymslu-útihús 4,5 fm
Auðveld í uppsetningu og viðhaldsfrí.
Verð 180 þús.
Uppl. í síma 893 3503 eða 845 8588.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
Er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
Sími 897 9809.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
NICOLAI
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Raflagnir, smíðar, uppsláttur
Tökum að okkur raflagnir, smíðar
og uppslátt. Tilboð eða
tímavinna. 30 ára reynsla tryggir
gæði. Sími: 848-6904.
Laga veggjakrot,
hreinsa þakrennur,
laga ryð á þökum
og tek að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Eignarlóðir í Grímsnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir við
Kiðjabergsveg. Frá 0,7 ha – 1,6 ha.
Heitt og kalt vatn að lóðarmörkum.
Upplýsingar í síma 867 3569.
Toyota Hilux X Cap
ekinn 137 þús. km. Breyttur fyrir 38”
Loftdæla, skr. fyrir 4. Nánast ryðlaus.
Vel með farinn bíll. Verð 880 þús.
Upplýsingar í síma 898 8577.
Bílar
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
✝ Sigurður Egg-ert Davíðsson
fæddist á Akureyri
12. júlí 1946. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akureyrar 15. maí
2014.
Foreldrar hans
voru Ragna Gests-
dóttir, f. 1928, d.
2005, og Davíð Sig-
urður Kristjánsson,
f. 1922, d. 1998.
Systkini Sigurðar eru: Hólm-
fríður, f. 1950, Kristján, f. 1951,
Lísbet, f. 1956, og Gestur Ragn-
ar, f. 1964.
Fyrri kona Sigurðar var
Norma Serena Mooney, f. 1949,
d. 2002. Sigurður giftist árið
1983 Ólöfu Regínu Torfadóttur
Thoroddsen tannlækni, f. 1950.
Börn þeirra eru Hólmfríður
Helga, f. 1985, og Guðbrandur
Torfi, f. 1989. Maður Hólmfríðar
Helgu er Ragnar Jón Ragn-
arsson, f. 1986, börn þeirra:
Snæfríður Edda, f. 2008, og
Höskuldur Sölvi, f.
2011.
Sigurður varð
stúdent frá Mennta-
skólanum á Ak-
ureyri 1967, lauk
BA-prófi í latínu og
sögu frá Háskóla
Íslands 1972 og
cand. mag.-prófi í
sagnfræði 1978 frá
sama skóla. Hann
nam sagnfræði við
Edinborgarháskóla 1968 og
einnig í Denver, Colorado,
Bandaríkjunum,veturinn 1973
til 1974. Hóf doktorsnám við
sagnfræðideild Stokkhólmshá-
skóla veturinn 1984 til 1985. Að-
alstarf Sigurðar var kennsla.
Fyrst við Ármúlaskólann í
Reykjavík og frá 1978 við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar, síðar
Brekkuskóla, til dauðadags.
Kveðjustund var í kyrrþey við
Höfðakapellu 23. maí 2014 og
jarðsett í Akureyrarkirkju-
garði.
Vinur okkar er fallinn frá eft-
ir stutt en erfið veikindi. Okkur
langar að minnast hans með
nokkrum orðum. Það var fyrir
tæpum 20 árum sem við kynnt-
umst Sigurði Eggerti Davíðs-
syni þegar ég fór að kenna við
Gagnfræðaskóla Akureyrar, þá
nýútskrifaður kennari. Siggi
Davíðs eins og hann var alltaf
kallaður var áberandi og jafnvel
ógnvekjandi í fyrstu en þegar
ég kynntist honum betur komu í
ljós einstakir mannkostir og
traustur félagi. Siggi Davíðs
var ötull stuðningsmaður okkar
og reyndist sannur vinur í raun.
Fljótlega kynntust við hjónin
hans góðu fjölskyldu og hefur
sú vinátta haldist með óteljandi
símtölum, árlegu vorgrilli og
fleiru. Sigurður var fróður um
allt mögulegt og las mikið.
Mynd af honum að lesa með
bóka- og blaðastaflana í kring-
um sig mun alltaf lifa í huga
okkar. Það var hægt að ræða
allt við Sigga Davíðs, bæði um
menn og málefni. Allar samræð-
ur einkenndust af miklu skop-
skyni. Ekki þurfti aðra
skemmtun ef Siggi Davíðs
mætti á svæðið, þar sem orð-
snilld hans og þekking kom
fram í öllum samræðum.
Við kveðjum góðan vin með
söknuði og sendum Regínu,
Helgu og fjölskyldu og Guð-
brandi Torfa okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
María Aðalsteinsdóttir og
Leifur Þormóðsson.
Sigurður Eggert
Davíðsson
Elsku pabbi, þá er víst komið
að kveðjustund. Minningarnar
eru margar og maður veit eigin-
lega ekki hvar á að byrja. Það sem
kemur þó fyrst í hugann er hvað
strákarnir mínir eiga eftir að
sakna afa síns mikið. Allar
skemmtilegu stundirnar sem þið
áttuð saman. Það var aldrei neitt
mál að fá þig til að keyra upp á
Egilsstaði til að passa. Bara eitt
símtal og þú varst rokinn af stað.
Ef eitthvað var fannst þér við
sjálfsagt ekki nógu dugleg að
hringja í þig og fá þig til að passa.
Það sem strákarnir dýrkuðu þig.
Tómas og Atli spurðu eftir síðasta
skipti sem þeir gistu hjá ykkur
mömmu hvort þeir mættu ekki
gista tuttugu daga næst. Þeim
fannst tveir dagar greinilega ekki
nóg til að komast yfir allt sem
þurfti að gera með ykkur. Nú síð-
ast þegar þeir heyrðu að þú værir
að stinga upp kartöflugarðinn
urðu þeir mjög spenntir. Ætluðu
nú aldeilis að hjálpa þér við verk-
ið. Þú gerðir þér ferð í Bónus í vik-
unni til að kíkja á Sigurjón nafna
þinn í sinni fyrstu vinnu á kass-
anum í Bónus. Jafnvel þótt þig
vantaði ekkert tíndirðu eitthvað í
körfuna bara til að fá afgreiðslu
hjá honum. Mér er minnisstætt
þegar þið nafnar tjölduðuð tjaldi
inni í herberginu hans á þriggja
ára afmælisdaginn hans og gistuð
þar. Tjaldið var svo lítið að fæt-
urnir á þér stóðu lengst út á gólf
en þér var alveg sama. Bara að þið
nafnarnir gætuð verið saman.
Þú varst alltaf svo duglegur að
hringja og vera í sambandi hvort
sem það var þegar ég var í MA
eða í háskólanum og gafst þér allt-
af tíma fyrir mann. Einu skiptin
Sigurjón Björn
Valdimarsson
✝ Sigurjón BjörnValdimarsson
fæddist í Neskaup-
stað 29. október
1938. Hann lést
mánudaginn 26.
maí 2014 í Nes-
kaupstað.
Útför Sigurjóns
fór fram frá Norð-
fjarðarkirkju 2.
júní 2014.
sem þú máttir ekki
vera að því var ef
maður hringdi í
miðju kasti hjá þér.
En þá hringdirðu
alltaf um leið og um
hægðist. Þær voru
skemmtilegar
stundirnar hjá okk-
ur þegar ég var í MA
og þú lagðist að
bryggju á Akureyri.
Þá kom ég með allt
skóladótið til þín og
lærði um borð í Beiti og jafnvel
gisti ef stoppað var yfir nótt.
Við áttum endalaus símtöl þar
sem við ræddum um fótbolta. Ég
man eftir með bros á vör tímabili
þar sem þú gerðir þér upp að þú
værir Liverpool-aðdáandi til þess
eins að æsa mig Man. Utd-mann-
inn upp.
Það verður skrítið að fá ekki frá
þér símtal á hverjum degi þar sem
þú vildir fá að vita hvernig dag-
urinn var hjá okkur og strákun-
um.
Hvíldu í friði elsku pabbi minn
og takk fyrir allar samverustund-
irnar. Þín verður sárt saknað.
Berg Valdima.
Elsku Díi minn, ég trúi ekki að
þú sért í raun dáinn. Þú sem varst
svo heilbrigður að öllu leyti.
Stundaðir göngur, golf og sund
daglega. Heilsan var þér ofarlega
í huga og þar áttum við sko sam-
eiginlegt áhugamál, leiðina að
auknu heilbrigði. Ég var hjúkkan
þín og ég naut þess. Þú varst orð-
inn sérfræðingur í hollu mat-
aræði, skoðaðir innihaldslýsingar
vandlega og sniðgekkst viðbættan
sykur. Við áttum gott símtal nán-
ast daglega þar sem rætt var um
heilsuna eða bara hvað strákarnir
okkar Valdimars voru að brasa
þann daginn. Þú hlóst mikið að
uppátækjum þeirra og hafðir
gaman af. Þú gerðir þér ferð til
Sigurjóns Svavars okkar fyrsta
vinnudaginn hans í Bónus fyrir
rúmri viku þegar þú skutlaðir
Unni í flug, bara til að láta hann
afgreiða þig og auðvitað til að
kíkja á hann. Það sem þú keyptir
voru einungis nokkrar tegundir af
ávöxtum og grænmeti og Sigur-
jón vissi ekki hvað grænmetið eða
ávextirnir hétu né hvað þeir kost-
uðu og þú brostir og hafðir gaman
af. Þarna var hlýjan frá afa að
störfum. Þegar Tómas Andri og
Atli Páll fengu gsm-síma fyrir um
tveimur mánuðum var afi Díi dug-
legastur að hringja og taka spjall
við þá. Þetta eru allt saman ómet-
anlegar minningar nú í dag. Já, þú
gerðir allt rétt varðandi heilsu og
heilbrigði og þess vegna er svo
ósanngjarnt að þú hafir verið tek-
inn í burtu frá okkur svo skyndi-
lega. Ég man þegar ég átti mínar
fyrstu samræður við þig þegar við
Valdimar tókum saman fyrir 18
árum síðan og þá áttaði ég mig á
því að ég þyrfti að læra smá-veð-
urfræði. Valdimar tók mig í
kennslu í því. Þér var líka umhug-
að að maður færi varlega í vetr-
arfærð og ég hef lært að lesa í
færð og spána og fara varlega eft-
ir að hafa kynnst þér. Það kom sér
vel í framhaldsnáminu mínu í vet-
ur á Akureyri en veturinn var
óvenju snjóþungur en alltaf var ég
með þig í símanum með nýjustu
upplýsingar um veður og færð. Þú
varst alltaf með svo góða nær-
veru, yfirvegaður og alltaf til stað-
ar og ef okkur vantaði pössun þá
stökkstu upp í bílinn og komst um
leið. Strákarnir okkar voru svo
háðir þér og hafragrauturinn með
bananabitum sem Tómas minn
fékk alltaf hjá þér er ofarlega í
huga hjá honum, ásamt lýsis-
skammti auðvitað. Já, Tómas
Andri pantaði alltaf afaból og vissi
að hann átti alltaf fast pláss þar,
já, hvenær sem er. Hann fylgdi
þér hvert fótmál og afi eldaði
besta graut í heimi. Stákarnir
höfðu gaman af því að elta þig
hvert fótmál, í gönguferðir í fjall-
ið, fjöruferð og Tómas fylgdi þér
líka í sundið. Takk fyrir að vera
svona yndislegur og hlýr maður í
alla staði. Þín er sárt saknað af
okkur öllum. Hvíl í friði, elsku Díi
minn.
Berglind Harpa.
Sigurjón Valdimarsson var án
efa einn af öflugustu skipstjórum
íslenska fiskveiðiflotans. Ég
kynntist honum fyrst þegar ég
kom til starfa hjá Síldarvinnslunni
á Norðfirði árið 1986 og næstu 13
árin var Sigurjón einn af mínum
nánustu samstarfsmönnum.
Hann fór ótrúlega vel með skip og
veiðarfæri og fyrir sína útgerð var
hann draumaskipstjóri. Sigurjón
var gríðarleg aflakló en um leið
hélt hann kostnaði í olíu, veiðar-
færum og öðru í lágmarki. Og það
var alveg sama hvaða veiðar voru
stundaðar; alls staðar var Sigur-
jón jafnvígur. Á þessum árum
skiptust á skin og skúrir í útgerð-
inni og oft þurfti að taka nýja
stefnu. Mikilvægasta viðfangsefn-
ið var að ná hámarksverðmætum
út úr þeim aflaheimildum sem
Síldarvinnslan hafði til ráðstöfun-
ar hverju sinni. Þegar loðnan
hvarf eða minnkaði var Beiti, sem
Sigurjón stýrði, gjarnan stefnt á
önnur mið. Beitir var í raun fjöl-
veiðiskip. Sigurjón var alltaf já-
kvæður þegar farið var í slíkar
breytingar. Sama hvort það voru
bolfiskveiðar, rækjuveiðar, veiðar
og heilfrysting á gulkarfa, kol-
munnaveiðar eða síldveiðar úr
norsk-íslenska síldarstofninum.
Það má tvímælalaust telja Sigur-
jón frumkvöðul í að koma á var-
anlegri hlutdeild Íslands í nýtingu
kolmunnastofnsins því Beitir var
fyrstur til að hefja kolmunnaveið-
ar að nýju við Íslandsstrendur.
Þessar tilraunir og breytingar á
útgerðarháttum hefðu aldrei tek-
ist jafn vel og raun bar vitni ef
ekki hefði komið til jákvæðni Sig-
urjóns í garð slíkra breytinga og
það hvernig hann tók á þeim verk-
efnum og vandamálum sem upp
komu hverju sinni. Í mínum huga
á Sigurjón stóran þátt í því hvern-
ig til tókst að snúa Síldarvinnsl-
unni frá því að vera fyrirtæki í
mjög miklum fjárhagslegum erf-
iðleikum í það að vera eitt öflug-
asta útgerðar- og fiskvinnslufyr-
irtæki landsins. Það er út af fyrir
sig rannsóknarefni hvað Norð-
fjörður hefur alið af sér marga öfl-
uga skipstjóra og vélstjóra bæði
fyrr og síðar, einstaklinga sem
hafa með sínu starfi skipt sköpum
í þróun síns byggðarlags. Í sum-
um ættum virðist skipstjóragenið
vera ótrúlega sterkt og dæmi um
það eru Sigurjón og bræður hans
þrír sem allir eru í hópi toppskip-
stjóra landsins. Ég þakka Sigur-
jóni samfylgdina á þessum við-
burðaríka og eftirminnilega tíma
sem ég starfaði með honum í Nes-
kaupstað. Kæra Unnur. Ég votta
þér og fjölskyldunni mína innileg-
ustu samúð við fráfall þessa góða
manns.
Finnbogi Jónsson, fv. for-
stjóri Síldarvinnslunnar.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar