Morgunblaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110
HarðskeljadekkTIRES
Mundueftir að finnaBESTAVERÐIÐáður en þú kaupirdekk!
Vilhjálmur Einarsson, silfurverðlaunahafi í þrístökki á Ólymp-íuleikunum í Melbourne árið 1956, fagnar í dag áttatíu áraafmæli sínu. Aðspurður segir hann fjölskylduna ætla að
koma saman í húsnæði gamla Héraðsskólans á Laugarvatni þar sem
hann hóf feril sinn sem skólamaður. „Þar ætlum við að fá okkur
kvöldverð en á laugardag verður svo hálfgert ættarmót á íþrótta-
vellinum. Munu þar allir afkomendurnir spreyta sig í skemmtilegum
þrautum sem líkjast frjálsum íþróttum,“ segir Vilhjálmur. Spurður
hvort hann verði settur í hlutverk dómarans kveður hann já við.
„Það er eina sætið sem ég get setið í og svo virðist sem veðurguð-
irnir verði mér hliðhollir í ár því það er spáð hitabylgju.“
Afrek Vilhjálms á Ólympíuleikunum 1956 hefur verið lýst sem
óvæntasta afreki leikanna en þá tók hann stökk upp á 16,26 metra í
annarri atrennu og setti þar með Ólympíumet, „sem stóð í einn og
hálfan klukkutíma,“ segir Vilhjálmur en í sinni síðustu tilraun náði
Brasilíumaðurinn Da Silva eilítið lengra stökki. Voru silfurverð-
launin fyrstu verðlaun íslensks íþróttamanns á Ólympíuleikum. Að-
spurður segist hann einnig vera mjög stoltur af öðru meti og var
það sett á Laugardalsvelli 1960 þegar Vilhjálmur jafnaði gildandi
heimsmet í þrístökki. „Það stendur sem Íslandsmet og einhver bið
virðist vera á því að það verði slegið.“ khj@mbl.is
Vilhjálmur Einarsson er 80 ára í dag
Ljósmynd/Bryndís
Hjón Vilhjálmur Einarsson silfurverðlaunahafi og eiginkona hans
Gerður Unndórsdóttir verða í faðmi fjölskyldunnar á afmælinu.
Tekur nú að sér
dómarahlutverkið
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Fellabær Magnús Heimir og Ragna Sigurlaug fæddust 29. ágúst. Magnús Heim-
ir fæddist kl. 8.53. Hann vó 3.516 g og var 52 cm langur. Ragna Sigurlaug fæddist
kl. 8.54. Hún vó 2.988 g og var 50,5 cm löng. Foreldrar þeirra eru Áslaug Magn-
úsdóttir og Rögnvaldur Stefán Helgason.
Nýir borgarar
E
rna Marsibil Svein-
bjarnardóttir fæddist
á Torfastöðum í
Fljótshlíð 5.6. 1944.
Fjölskyldan eignaðist
tveimur árum síðar heimili í Höfða
sem var nýbýli í landi Torfastaða.
„Ég gekk í barnaskólann í Fljóts-
hlíðinni, landsprófi lauk ég síðan í
Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Foreldrum mínum þótti sjálfsagt að
ég gengi menntaveginn. Leið mín lá í
Kennaraskólann, það þótti ágæt
menntun fyrir stúlkur auk þess sem
afi minn og móðurbróðir voru kenn-
arar. Þaðan lauk ég kennaraprófi
1967 eftir fjögur góð ár. Vinskapur
okkar bekkjarsystra úr Kennó
stendur enn og öll árin síðan hafa
þær sem geta hist einu sinni í mán-
uði yfir vetrartímann.“
Bjó lengi á Patreksfirði
„Við fjölskyldan fluttumst til Pat-
reksfjarðar 1973 þegar bóndanum
bauðst þar starf sem mjólkur-
samlagsstjóri. Þar hafði hann fæðst
og alist upp og langaði alltaf að flytja
þangað aftur. Þar áttum við afar góð
tuttugu og tvö ár, þá var mjólkur-
samlagið lagt niður og varð hann að
leita annarra starfa. Ég hafði allan
tímann kennt við grunnskólann, varð
skólastjóri þar 1990 en við ákváðum
engu að síður að flytja suður um
miðjan tíunda áratuginn enda börnin
okkar komin þangað í nám.
Ég hafði alltaf annað slagið skellt
Erna M. Sveinbjarnardóttir, sérkennari og fv. skólastjóri – 70 ára
Á Jótlandi Erna og Jón Sverrir á lítilli skektu á leið út á Rinkøbing Fjord í ferð með góðum vini í maí 2012.
Unir sér vel í Garðinum
Stórfjölskyldan Börnin þrjú, foreldrar Ernu, tengdaforeldrar, bróðir
tengdamóður og hans kona auk systursonar við Látrabjarg árið 1978.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is