Morgunblaðið - 05.06.2014, Síða 35
mér í nám, byrjaði á því fara einn
vetur í Menntaskólann við Hamra-
hlíð og lauk þar stúdentsprófi á ein-
um vetri. Tveimur árum seinna fékk
ég inni í Danmarks Lærerhøjskole í
Óðinsvéum og lauk þaðan sérkenn-
aranámi. Ég fór í meistaranám í
Kennaraháskóla Íslands og lauk
M.Ed-gráðu í uppeldis- og kennslu-
fræðum með áherslu á stjórnun árið
2001. Þá var ég skólastjóri við Lang-
holtsskóla í Reykjavík en ákvað að
söðla um og fékk verkefni í mennta-
málaráðuneytinu. Þann tíma saknaði
ég þess mjög að vera ekki í hring-
iðunni í grunnskólanum svo ég sótti
um fyrsta skólann sem auglýsti lausa
stöðu skólastjóra. Það var Gerða-
skóli í Garði og tók ég við honum um
áramót 2001-2002 og erum við búin
að búa þar í rúm tólf ár. Það er gott
að búa í Garðinum og er fjallasýnin,
sólaruppkoma og sólarlag engu líkt.“
Lengi verið í Norræna félaginu
„Segja má að ég hafi verið frekar
félagslega sinnuð alla tíð. Ég hef ver-
ið í ýmsum félögum en Norræna fé-
lagið er það félag sem hefur fylgt
mér einna lengst. Ég sat í stjórn og
varð formaður deildarinnar á Pat-
reksfirði, á árunum í Reykjavík sat
ég í stjórn Reykjavíkurdeildarinnar.
Nú er ég formaður Norræna félags-
ins í Garði en fram undan er stórt
verkefni sem eru Norrænir dagar í
Garði. Von er á um sjötíu gestum frá
norrænum vinabæjum Garðs. Það
eru því næg verkefni framundan hjá
mér. Einnig er ég í stjórn Hollvina-
félags Unu Guðmundsdóttur í Sjó-
lyst.
Okkur hjónunum finnst afar
ánægjulegt að ferðast utan- og inn-
anlands. Við eigum gamlan húsbíl
sem við höfum flakkað á um allt.
Eins hafa ófáar ferðir verið farnar í
sumarbústað fjölskyldunnar í Fljóts-
hlíðinni, þar er alltaf hægt að taka til
hendinni. Ég hef gaman af lestri
góðra bóka en kannski er mikilvæg-
asta áhugamál mitt velferð fjölskyld-
unnar. Ég er svo heppin að börn og
barnabörn búa öll hér nálægt.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ernu er Jón Sverrir
Garðarsson, f. 24.9. 1945, mjólkur-
fræðingur og fv. mjólkursamlags-
stjóri. Foreldrar hans voru Garðar
Jóhannsson, f. 25.7. 1917, d. 17.7.
2010, verkstjóri á Patreksfirði og í
Reykjavík, og k.h. Sigrún Jóns-
dóttir, f. 8.9. 1918, d. 24.4. 1988, hús-
freyja.
Börn Ernu og Jóns Sverris: Svein-
björn Jónsson, f. 28.8. 1965, flug-
öryggisvörður hjá Isavia, býr í Garð-
inum. Maki: Markosa Medico, f. 25.4.
1970, starfar í Nesfiski. Þau eiga
þrjú börn; Sigrún Eugenio Jóns-
dóttir, f. 21.9. 1970, framhaldsskóla-
kennari og sérfræðingur hjá Eim-
skip, býr í Reykjanesbæ. Maki: Vitor
Hugo Eugenio, f. 16.12. 1975, grunn-
skólakennari og nemi í fiskeld-
isfræðum. Þau eiga einn son; Ásta
Björg Jónsdóttir, f. 14.8. 1971,
sjúkraliði og vaktstjóri PRM-
þjónustu Securitas í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, býr í Reykjanesbæ.
Maki: Jóhann Ólafur Steingrímsson,
f. 29.11. 1963, starfar á Fiskmarkaði
Suðurnesja. Þau eiga fimm börn.
Systkini Ernu: Sigurlín Svein-
bjarnardóttir, f. 3.7. 1947, skólastjóri
Hvolsskóla, býr á Hlíðarbakka í
Fljótshlíð; Árni, f. 30.8. 1950, d. 4.3.
1951; Óskar Örn, f. 3.12. 1953, d.
12.7. 1954; Margrét Þóra, f. 22.11.
1959, d. 11.7. 1960.
Foreldrar Ernu: Sveinbjörn
Sigurjónsson, f. 19.3. 1920, d. 16.7.
2011, bjó í Höfða í Fljótshlíð til 1962
en flutti þá til Reykjavíkur og bjó
þar síðan. Hann var bóndi en starf-
aði alltaf sem bifreiðastjóri, og Ásta
Ingibjörg Árnadóttir, f. 23.1. 1923, d.
6.12. 2013, húsfreyja en vann í ára-
tugi við matreiðslu og fleira.
Úr frændgarði Ernu Marsibil Sveinbjarnardóttur
Erna Marsibil
Sveinbjarnardóttir
Jón Egilsson
bóndi á Torfastöðum
Sigurbjörg Sveinsdóttir
húsfreyja á Torfastöðum
Sigurjón Jónsson
bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð
Ólína Sigurðardóttir
húsfreyja á Torfastöðum í Fljótshlíð
Sveinbjörn Sigurjónsson
bóndi og bifreiðastj.
í Höfða og Reykjavík
Óskar Sigurjónsson
sérleyfishafi
Sigurjón Sigurjónsson
bifvélavirki á Hvolsvelli
Halldór Óskarsson
kennari á Hvolsvelli
Ólafur Hreinn
Sigurjónsson
skólameistari
Framhaldsskóla
Vestmannaeyja
Sigurður Sigurðsson
bóndi frá Merkinesi
í Höfnum
Guðbjörg Jóhannesdóttir Norman
húsfreyja í St. Louis í Bandaríkjunum
Árni Árnason
bóndi á Kaldbak á Rangárvöllum
Ástríður Magnúsdóttir
húsfreyja á Kaldbak.
Móðurafi hennar var
Bjarni Thorarensen
skáld og amtmaður
Árni Árnason
kennari og bóndi í Ölversholtshjáleigu
Marsibil Jóhannsdóttir
húsfreyja í Ölversholtshjáleigu í Holtum
Ásta Ingibjörg Árnadóttir
húsfreyja í Höfða í Fljótshlíð
og Reykjavík
Ólafur Örn Árnason
kennari á Eyrarbakka
og gjaldkeri hjá SS
Árdís Ólafsdóttir
ljósmóðir og lektor
við HÍ
Jóhanna Sigrún
Árnadóttir
saumakona á Selfossi
Kristinn Marinó
Bárðarson kennari á
Selfossi
Jóhann Ólafsson
bóndi og sjómaður
í Sandgerði
Sigrún Þórðardóttir
húsfreyja í Sandgerði
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Guðmundur Ingólfsson píanó-leikari fæddist 5.6. 1939 íReykjavík. Foreldrar hans
voru Ingólfur Sveinsson, f. 26.6.
1909, d. 3. maí 1962, bifreiðastjóri í
Reykjavík, og k.h. Oddfríður Sæ-
mundsdóttir, f. 13.6. 1902, d. 17.3.
2000, verslunarmaður. Ingólfur var
sonur Sveins, verkamanns í Reykja-
vík, Jónssonar, b. á Sámsstöðum í
Fljótshlíð, Magnússonar. Móðir
Jóns var Sigríður Guðmundsdóttir í
Skarfanesi sem var talin dóttir
Bjarna Thorarensen skálds og amt-
manns. Oddfríður var dóttir Sæ-
mundar hreppstjóra á Elliða í Stað-
arsveit, Sigurðssonar.
Guðmundur hóf píanónám sex ára
gamall hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni
og var í Tónlistarskólanum í Reykja-
vík. Hann byrjaði tólf ára að leika á
dansæfingum og var í framhalds-
námi hjá Axel Arnfjörð, píanóleikara
í Kaupmannahöfn. Guðmundur var
atvinnutónlistarmaður frá 1955 til
dánardags. Hann lék um tíma í Ósló
1962, m.a. með Dexter Gordon, og
bjó í Noregi 1974-1977 og lék þar í
dansrokk- og djasssveitum, m.a.
með Percy Heath og Buddy Rich.
Guðmundur stóð fyrir mikilli
djassvakningu í Reykjavík þegar
hann kom heim og lék að staðaldri
djass með félögum sínum, m.a. í
Stúdentakjallaranum. Hann var með
eigið tríó og þar léku með honum
lengstum Guðmundur Stein-
grímsson og Þórður Högnason. Guð-
mundur gaf út plötuna Nafnakall
1982 og Þjóðlegan fróðleik 1988.
Hann lék einnig með bandaríska
bassaleikaranum Bob Magnusson á
plötunni Jazzvöku. Síðasta plata
Guðmundar, Gling-Gló, þar sem
Björk Guðmundsdóttir söng, varð
fyrsta gullplatan með íslenskri
djasstónlist. Eftir dauða hans var
gefinn út tvöfaldur minningar-
diskur: Guðmundur Ingólfsson, með
áður óútgefnu efni.
Fyrri kona Guðmundar var Helga
Sigþórsdóttir, f. 22.1. 1943, við-
skiptafræðingur. Þau skildu. Þau
eignuðust einn son. Seinni kona
Guðmundar var Birna Þórðardóttir,
f. 26.2. 1949, stjórnmálafræðingur.
Þau skildu. Þau eignuðust tvö börn.
Guðmundur lést 12.8. 1991.
Merkir Íslendingar
Guðmundur
Ingólfsson
90 ára
Guðmundur Kristjánsson
Herdís E. Jónsdóttir
85 ára
Hulda Jakobsdóttir
Jón Halldór Jónsson
Marta María Jónasdóttir
Þórir Haukur Einarsson
80 ára
Anna Jóna
Magnúsdóttir
Ásta Björnsdóttir
Hilde Helgason
Hörður K. Jónsson
Vilhjálmur Einarsson
75 ára
Einar Sigurgeirsson
Hákon Árnason
Ingibjörg Stefánsdóttir
Jónína Þórey Jónasdóttir
Ragnheiður Björg
Jónsdóttir
Ragnheiður Björg
Sigurðardóttir
Sigurður A. Finnbogason
Snævar Vagnsson
Sævar Sigtýsson
Þóra Elfa Björnsson
70 ára
Elín Jónsdóttir
Kolbrún Guðjónsdóttir
Ólöf Margrét Ólafsdóttir
Svanfríður Jóhanna
Stefánsdóttir
Þórarinn Sigvaldi
Magnússon
60 ára
Brynhildur D. Bjarkadóttir
Guðmundur A. Júlíusson
Guðsteinn Einarsson
Gunnlaugur Eiðsson
Jolanta Högnason
Margrét Jóhannsdóttir
Rudolf B. Jósefsson
Sigrún Hjartardóttir
Sigtryggur Gíslason
50 ára
Aðalheiður Signý Óladóttir
Amid Derayat
Bergur Þór Rögnvaldsson
Birgir Ari Hilmarsson
Borghildur J. Svavarsdóttir
Brynja Pétursdóttir
Díana Sigurðardóttir
Eduardo Duarte Villarente
Elín Kristmundsdóttir
Friðmey Helga Sveinsdóttir
Guðlaug Þóra Tómasdóttir
Haraldur Ásgeirsson
Hjördís María
Jóhannsdóttir
Janusz Ryszard Migas
Jóhann Berg Þorbergsson
Júlíana Þorvaldsdóttir
Maria G. Costuras
María Kolbrún Valsdóttir
Marteinn Þ. Hjaltested
Reynir Ríkarðsson
40 ára
Anetta Luiza Mitlas
Atli Garðarsson
Ásta Magnúsdóttir
Dagbjört Jónasdóttir
Einar Harðarson
Karl Ingi Torfason
Robert Maciej Wielgus
30 ára
Birgir Jóhannsson
Björn Hákon Sveinsson
Díana M. Halldórsdóttir
Elísabet Ósk Magnúsdóttir
Elmar Geir Unnsteinsson
Haukur Sigurðsson
Sara Lind Dagbjartsdóttir
Sigurjón Skúlason
Stefán Ragnar Garðarsson
Til hamingju með daginn
40 ára Ómar er Reykvík-
ingur og flugmaður hjá
Icelandair.
Maki: Eva Jónasdóttir, f.
1974, fæðingar- og kven-
sjúkdómalæknir á Land-
spítalanum.
Börn: Daði, f. 1999, Silja,
f. 2004, og Emma, f.
2008.
Foreldrar: Guðni Sig-
urðsson, f. 1948, raf-
eindavirki, og Helen
Knútsdóttir, f. 1950, hár-
greiðslumeistari.
Ómar
Guðnason
30 ára Sóley er frá Flat-
eyri, býr í Hafnarfirði, er
BA í sagnfræði og er í
fæðingarorlofi.
Maki: Stefán Reynisson,
f. 1979, rekstrarstjóri hjá
Teledyne Gavia.
Börn: Margrét Nótt, f.
2005, Vilborg Saga, f.
2009, og Elísa Dögun, f.
2014.
Foreldrar: Eiríkur Guð-
mundsson, f. 1950, húsa-
smiður, og Ragna Óla-
dóttir, f. 1956, kennari.
Sóley
Eiríksdóttir
40 ára Óttar er Reykvík-
ingur, býr í Garðabæ, er
kvikmyndatökumaður og
vinnur mest erlendis við
auglýsingar og bíómyndir.
Maki: Klara Thorarensen,
f. 1974, verslunarstjóri í
Heimahúsinu.
Börn: Dagur, f. 1998, Hel-
en Málfríður, f. 2002, og
Kristján Skagfjörð, f.
2012.
Foreldrar: Guðni Sig-
urðsson og Helen Knúts-
dóttir, bús. í Reykjavík.
Óttar
Guðnason
Veiðileyfi á frábæru verði