Morgunblaðið - 05.06.2014, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við lögðum upp með að þetta yrði
árlegt og viðtökurnar hafa verið
þannig að það er ljóst að þetta er
komið til að vera. Þetta er nýtt afl
inn í tónlistarlífið hérlendis,“ segir
Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðlegu tónlistar-
akademíunnar í Hörpu eða Harpa
International Music Academy, sem
haldin verður í annað sinn dagana
7.-17. júní.
Um er að ræða alþjóðlegt sumar-
námskeið þar sem kennt verður á
fiðlu, víólu, selló og píanó. „Við
ákváðum að bæta píanóinu við
vegna mikillar eftirspurnar, en það
veitti okkur kjörið tækifæri til að
leggja meiri áherslu á kamm-
ertónlist í ár. Þess utan verður lögð
áhersla á einkatíma, masterklassa
og hljómsveitarleik,“ segir Kristín
Mjöll og tekur fram að vonandi
fjölgi hljóðfærum á næstu árum.
„En við verðum væntanlega ekki
alltaf með sömu hljóðfærasamsetn-
inguna milli ára.“
Frábærar viðtökur
„Viðtökurnar hjá krökkunum í
fyrra voru frábærar og þetta heppn-
aðist mjög vel,“ segir Kristín Mjöll
og tekur fram að þónokkur hópur
nemenda sem sóttu námskeiðið í
fyrra komi aftur í ár. „Þarna gefst
þeim frábært tækifæri til að nema
undir leiðsögn kennara á heims-
mælikvarða. Einnig gefst þeim
tækifæri til að bera sig saman við
erlenda nemendur og leita innblást-
urs hjá ungum erlendum einleik-
urum.“
Að sögn Kristínar Mjallar taka
þátt í sumarnámskeiðinu um fjöru-
tíu íslenskir nemendur og rúmlega
tíu erlendir nemar frá m.a. Finn-
landi, Hollandi, Noregi og Víetnam.
„Yngsti nemandinn er 15 og sá elsti
23,“ segir Kristín Mjöll og tekur
fram að sú nýbreytni hafi verið tek-
in upp í ár að bjóða upp á námskeið í
kammertónlist fyrir fullorðna.
„Á námskeiðinu í sumar munu
leiðbeina reyndir og alþjóðlega við-
urkenndir kennarar,“ segir Kristín
Mjöll og nefnir í því samhengi fiðlu-
leikarann Hu Kun frá Royal Aca-
demy of Music í London, fiðluleik-
arann Stephan Barratt-Due sem er
listrænn stjórnandi Barratt-Due
Institute of Music í Osló og selló-
leikarann Mark Ylönen frá Sibelius-
ar-akademíunni í Helsinki. Íslensku
kennararnir eru píanóleikarinn Pet-
er, sellóleikararnir Sigurgeir Agn-
arsson og Sigurður Halldórsson sem
og víóluleikararnir Guðmundur
Kristmundsson og Þórunn Ósk Mar-
inósdóttir. Loks eru það fiðluleik-
ararnir Ari Þór Vilhjálmsson,
Guðný Guðmundsdóttir og Lin Wei
Sigurgeirsson, sem jafnframt er list-
rænn stjórnandi Alþjóðlegu tónlist-
arakademíunnar í Hörpu.
„Lin Wei hefur búið á Íslandi og
starfað með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands síðan 1988. Hún veitir for-
stöðu minningarstofnun um föður
sinn, Lin Yao Ji Music Foundation
of China,“ segir Kristín Mjöll og
tekur fram að samstarfið við annars
vegar þá stofnun og hins vegar
Hörpu geri skipuleggjendum kleift
að laða að mikinn fjölda alþjóðlegra
gesta, leiðbeinenda á heimsmæli-
kvarða og vinningshafa alþjóðlegra
tónlistarkeppna á borð við Menuhin-
fiðlukeppnina.
Menuhin-verðlaunahafi
Alþjóðlega tónlistarakademían
hefst með sérstökum opnunartón-
leikum mánudaginn 9. júní kl. 17.00 í
Norðurljósum Hörpu. „Þar leikur
hinn kóreski In Mo Yang, sem er að-
eins 18 ára gamall. Hann vann önn-
ur verðlaun í eldri deild Menuhin-
fiðlukeppninnar sem haldin var í
Texas í mars sl., en keppnin nýtur
mikillar virðingar í tónlistarheim-
inum,“ segir Kristín Mjöll og rifjar
upp að In Mo Yang hafi hafið ein-
leiksferil sinn aðeins ellefu ára gam-
all. „Hann fékk inngöngu í tónlist-
arháskóla aðeins tólf ára og leggur
nú stund á nám við New England
Conservatory of Music í Boston.“
Á opnunartónleikunum í Hörpu
mun In Mo Yang leika þekkt ein-
leiksverk fyrir fiðlu, m.a. sónötu eft-
ir Schubert og „Paganiniana“ eftir
Milstein, en meðleikari hans verður
Richard Simm.
Öðrum hvatning til dáða
„Þrír framúrskarandi ungir ein-
leikarar frá Noregi munu einnig
stíga á svið á opnunartónleikunum
og leika ýmis einleiks- og kamm-
erverk á fyrri hluta tónleikanna.
Þetta eru víóluleikarinn Eivind
Holtsmark Ringstad, sigurvegari
Eurovision Young Musician 2012,
fiðluleikarinn Sonoko Miriam Shim-
ano Welde, sem keppir í sömu
keppni fyrir hönd Noregs um þessar
mundir og er jafnframt handhafi
Norsku einleikaraverðlaunanna
2014, og sellóleikarinn Sandra Lied
Haga, verðlaunahafi Emcy Art for
Music Prize 2010,“ segir Kristín
Mjöll og tekur fram að ungu einleik-
ararnir séu allir komnir hingað til
lands til að taka þátt í sumarnám-
skeiðinu. „Á námskeiðinu munu þau
miðla af reynslu sinni og vera öðrum
þátttakendum hvatning til dáða.“
Þau Ringstad, Welde og Haga
„Þetta er kom-
ið til að vera“
Alþjóðlega tónlistarakademían í
Hörpu haldin í annað sinn 7.-17. júní
„Sýninguna kalla ég Í Upphæðum
– partur tvö,“ segir Pétur Thomsen
ljósmyndari um sýningu á nýjum
verkum sínum sem hann opnar í
Listamönnum Galleríi á Skúlagötu
32 klukkan 17 í dag, fimmtudag.
Pétur er einn okkar kunnasti
samtímalistamaður sem vinnur
með ljósmyndamiðilinn og hefur
átt verk á söfnum víða um lönd.
Þekktasta myndröð hans er „Að-
flutt landslag“ sem sýnir fram-
kvæmdir við Hálslón og Kára-
hnjúkavirkjun.
„Þetta er verkefni sem ég hef
unnið að um skeið, framhald af
verkum sem ég sýndi í Gallerí
Gangi í fyrra,“ segir Pétur. „Þess-
ar myndir eru allar frá síðasta ári
og úr einskonar rannsókn á garð-
inum mínum.“
Titillinn vísar til þess að Pétur
býr í húsi á Sólheimum sem nefnist
Uppheimar og þar hefur hann tek-
ið myndirnar. Sýna þær undur
nærumhverfis listamannsins?
„Það má sega það. Myndirnar
sýna gróður í nærumhverfinu.
Verkefnið hófst með því að ég fékk
mér hund og fór að skoða í kring-
um mig á kvöldin þegar ég fór út
með hundinn og vasaljós. Ég fór að
taka myndir í leiðinni og það þró-
aðist út í að ég hef tekið fyrir
ákveðna hluti garðsins og tilteknar
plöntur, við ólík veður- og birtu-
skilyrði. Verkin sem ég sýni nú
birta þannig brot af garðinum.“
Pétur er alltaf með ljósgjafa með
sér þegar hann tekur myndirnar,
og lýsir náttúruna upp.
„Þetta eru önnur tök á náttúru-
og landslagsljósmyndun en ég hef
notað áður,“ segir hann. „Ég hef
myndað breytingar á landslagi á
ósnortnu landi en hér er ég að
vinna innan tilbúins heims, sem var
skipulagður af hollenskum um-
hverfisverkfræðingi. Nú er ég
kominn í hina áttina.“
efi@mbl.is
Önnur tök á landslagi
Morgunblaðið/Þórður
Ljósmyndarinn „Hér er ég er að vinna innan tilbúins heims, sem var skipu-
lagður af hollenskum umhverfisverkfræðingi,“ segir Pétur Thomsen.
Pétur Thomsen
sýnir ljósmyndir
úr garðinum
Innihurðir
í öllum stærðum
og gerðum!
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Lei
tið
tilb
oða
hjá
fag
mö
nnu
m o
kka
r
• Hvítar innihurðir
• Spónlagðar innihurðir
• Eldvarnarhurðir
• Hljóðvistarhurðir
• Hótelhurðir
• Rennihurðir
• Með og án gerefta
STOFNAÐ1987
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s
M
ál
ve
rk
:
Æ
ja