Morgunblaðið - 05.06.2014, Page 39

Morgunblaðið - 05.06.2014, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 verða með einleikaratónleika í Kaldalóni mánudaginn 16. júní kl. 17.00. „Þar flytja þau vel þekkt ein- leiksverk fyrir fiðlu, víólu og selló með og án undirleiks eftir tónskáld á borð við Paganini, Franck, Dvo- rák, Hindemith og Schumann,“ seg- ir Kristín Mjöll, en meðleikari á tón- leikunum verður Richard Simm. Dagana 14.-16. júní fara fram nemendatónleikar Alþjóðlegu tón- listarakademíunnar. „Á tónleik- unum leika nemendur og þátttak- endur Akademíunnar ýmis einleiks- verk, með og án undirleiks, og kammerverk sem þeir hafa lagt stund á meðan á námskeiðinu stend- ur,“ segir Kristín Mjöll og tekur fram að tónleikarnir veiti góða þjálf- un. Þess má geta að laugardaginn 14. júní verða tónleikar kl. 10.30, 13.00 og 16.00, sunnudaginn 15. júní verða tónleikar kl. 13.00 og 16.00, en mánudaginn 16. júní verða tónleikar kl. 12.00. Meðleikarar á tónleik- unum eru Ingunn Hildur Hauks- dóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir. Vinsælir lokatónleikar Lokaviðburður Alþjóðlegu tónlist- arakademíunnar eru sérstakir hátíð- artónleikar sem haldnir verða í Norðurljósum Hörpu 17. júní kl. 17.00. „Tónleikarnir marka lok sum- arnámskeiðsins og þar koma allir nemendur fram. Á tónleikunum leikur Akademíuhljómsveitin þekkt klassísk hljómsveitarverk eftir m.a. Vivaldi, Mozart og Dvorák. Einleik- arar tónleikanna koma úr röðum al- þjóðlegra verðlaunahafa og framúr- skarandi íslenskra ungmenna, en þetta eru þau In Mo Yang, Eivind Holtsmark Ringstad, Sonoko Mirian Shimano Welde, Hulda Jónsdóttir, Rannveig Marta Sarc og Pétur Björnsson. Stjórnandi eldri strengjasveitarinnar er Hu Kun, en stjórnandi yngri strengjasveit- arinnar er Guðný Guðmundsdóttir, fyrrverandi konsertmeistari Sinfón- íuhljómsveitar Íslands,“ segir Krist- ín Mjöll og tekur fram að tónleik- unum ljúki með flutningi íslenska þjóðsöngsins í tilefni þjóðhátíðar- dagsins. „Í fyrra seldist nánast strax upp á þessa tónleika og það sannfærði okkur um að tímasetning tónleikanna væri mjög góð,“ segir Kristín Mjöll að lokum. Morgunblaðið/Ómar Stjórn Alþjóðlegu Tónlistarakedemíunnar í Hörpu F.v.: Kristín M. Jakobsdóttir, Sigurgeir Agnarsson, Ragnheið- ur E. Þorsteinsdóttir, María H. Guðmundsdótttir, Lynn Wei Sigurgeirsson. Á myndina vantar Ara Þ. Vilhjálmsson. In Mo Yang Sandra Lied Haga Sonoko Miriam Shimano Welde Lokaverk Listahátíðar í Reykjavík, Flugrákir eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, verður flutt í dag kl. 17.30. Tvær listflugvélar teikna form innblásið af bylgj- um Guðseindarinnar eða Higgs-agnarinnar og mun Kvennakórinn Katla samtímis túlka ferðalag flugvél- anna og verður söngnum útvarpað beint á Rás 1. Áhorfendum er bent á að safnast saman við Sólfarið á Sæbrautinni þar sem verkið verður flutt yfir Kollafirði. Lokaverkið innblásið af Guðseindinni Píanóleikarinn Tamara Stefanovich leikur einleik á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í kvöld kl. 19.30. Hleypur hún í skarðið fyrir Nicolas Hodges sem varð að afboða komu sína vegna veikinda. „Tamara Stefanovich er þekkt fyrir áhrifa- ríka túlkun á verkum frá ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar,“ segir m.a. í tilkynningu frá hljómsveit- inni. „Þrátt fyrir þessar ófyrirsjáan- legu breytingar er efnisskrá tón- leikanna að öllu óbreytt og mikill fengur að fá Stefanovich til Íslands með svo stuttum fyrirvara.“ Á efnisskránni eru píanókonsert eftir György Ligeti og „Duet“ eftir hljómsveitarstjóra tónleikanna George Benjamin. Upphafs- og lokaverk tónleikanna eru eftir Claude Debussy, annars vegar pí- anósvítan „Children’s Corner“ í nýj- um hljómsveitarbúningi og hins vegar hljómsveitarverkið „La mer“. Tamara Stefanovich hleypur í skarðið Tilbúin Tamara Stefanovich leikur sömu efnisskrá og þegar hafði verið auglýst. Uppfærsla Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu eftir Davíð Stef- ánsson verður gestasýning í Borg- arleikhúsinu í haust. Egill Heiðar Anton Pálsson leikstýrir sýning- unni og með aðalhlutverk fer María Pálsdóttir. Gullna hliðið er eitt þekktasta og vinsælasta verk ís- lenskrar leiklistarsögu og segir af kerlingu sem getur ekki hugsað sér að nýlátinn eiginmaður hennar, Jón, hljóti vist í helvíti og leggur því í ferðalag til að koma sál hans inn í himnaríki. Gullna hliðið sýnt í Borgarleikhúsinu Sígilt Leikarar í Gullna hliðinu, sígildu verki Davíðs Stefánssonar. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is SPAMALOT–„alveg konunglega skemmtilegt bull“ Morgunblaðið SPAMALOT (Stóra sviðið) Fös 6/6 kl. 19:30 Salurinn veltist um af hlátri. Fáránlega skemmtilegt! Sýningum lýkur í vor. Eldraunin (Stóra sviðið) Fim 5/6 kl. 19:30 13.sýn Fös 13/6 kl. 19:30 14.sýn Lau 14/6 kl. 19:30 15.sýn Fimm stjörnusýning sem enginn ætti að missa af. Aðeins þessar sýningar. Litli prinsinn (Kúlan) Lau 7/6 kl. 14:00 Lau 14/6 kl. 14:00 Lau 7/6 kl. 16:00 Lau 14/6 kl. 16:00 Fimm stjörnu sýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 til 12 ára. Stund milli stríða (Stóra sviðið) Lau 7/6 kl. 19:30 Sýningin var valin áhugaverðasta áhugaleiksýningin leikárið 2013 - 2014. Saga (Kassinn) Fim 5/6 kl. 19:30 Fös 6/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna - hluti af Listahátíð í Reykjavík Prinsessan og kynngin (Stróa Sviðið) Þri 10/6 kl. 19:30 Fim 12/6 kl. 19:30 Flamenkó, spænsk miðaldatónlist og dans. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag –★★★★★ – BL, pressan.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Síðustu sýningar BLAM (Stóra sviðið) Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Ferjan (Litla sviðið) Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fim 12/6 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Fös 13/6 kl. 20:00 Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.