Morgunblaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Sýning á þremur vídeóverkum eftir
myndlistarkonuna Ásdísi Sif Gunn-
arsdóttur hefst í dag kl. 17 í Lista-
safni Íslands og ber hún yfirskrift-
ina Surrounded by the purest Blue,
I welcome you. Sýningin er í kaffi-
stofu safnsins. Fyrsta fimmtudag
hvers mánaðar er opið lengur í
safninu og sýnir þá listamaður eða
hópur listamanna vídeóverk í sam-
starfi við vídeólistahátíðina 700IS
Hreindýraland. Ásdís er fimmti
listamaðurinn sem sýnir verk sín á
kaffistofunni í þessu samstarfs-
verkefni Listasafns Íslands og
700IS Hreindýralands og stendur
sýning hennar til 30. júní. Verkefn-
inu lýkur 27. nóvember og er sýn-
ingunum ætlað að efla vídeólist í
landinu og skapa vettvang fyrir
umræður. Aðgangur ókeypis. Vídeólist Kynningarmynd fyrir sýninguna.
Ásdís Sif sýnir þrjú vídeóverk í LÍ
Þráður á landi, sýning á verkum
Borghildar Óskarsdóttur myndlist-
armanns, verður opnuð í dag kl. 17
í Artóteki í aðalsafni Borgarbóka-
safns Reykjavíkur og er hún á dag-
skrá Listahátíðar í Reykjavík. Á
opnuninni mun Hlynur Helgason,
lektor í listfræði við Háskóla Ís-
lands, segja frá sýningunni og list
Borghildar. „Verkið á sýningunni
er um fimm kynslóðir sömu ættar,
sem bjó á sjö býlum á Rangár-
völlum og í Landsveit frá 1760 til
1941. Þetta fólk er löngu horfið en
víða eru ummerki búsetu þess,
hlaðnir garðar og húsveggir og
grónar tóftir.
Sumstaðar eru
ummerkin
ógreinileg, jafnvel
horfin undir gróð-
ur og sand. Fólkið
er minning og býl-
in eru grónar tóft-
ir,“ segir m.a. um
sýninguna í til-
kynningu. Sýn-
ingin er tvískipt og verður seinni
hluti hennar settur upp við sögu-
staðina á Rangárvöllum og í Land-
sveit seinna í júní. Sýningin í Artó-
tekinu stendur til 29. júní.
Borghildur
Óskarsdóttir
Fimm kynslóðir á sjö býlum
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Samvera, spilagleði og frumkvæði
tónlistarfólks eru í forgrunni á hátíð-
inni,“ segir Arngunnur Árnadóttir,
einn skipuleggjenda kammertónlist-
arhátíðarinnar Podium festival sem
hefst á morgun og stendur til sunnu-
dags. Á hátíðinni er klassísk tónlist,
allt frá endurreisnartíma til dagsins
í dag, leikin af efnilegu ungu tónlist-
arfólki sem um þessar mundir legg-
ur grunninn að ferli sínum, en lista-
fólkið kemur frá Austurríki,
Þýskalandi, Noregi og Íslandi.
„Þetta er fjórða árið sem hátíðin
er haldin hérlendis, en Podium festi-
val á Íslandi dregur nafn sitt af
samskonar hátíðum í Þýskalandi og
Noregi,“ segir Arngunnur og tekur
fram að það sé afar dýrmætt að eiga
aðgang að góðu tengslaneti tónlist-
arfólks í gegnum systurhátíðirnar
erlendis.
Opnunartónleikar hátíðarinnar
verða í Norræna húsinu í kvöld kl.
19.30. Á efnisskránni verða verk eft-
ir J. Francaix, E. Schulhoff og J.
Brahms auk þess sem frumflutt
verður verk eftir Halldór Smárason
sem er hátíðartónskáldið þetta árið,
en hann er nýútskrifaður frá Man-
hattan School of Music.
„Inn í myrkrið“ er yfirskrift tón-
leika sem fram fara í neðri kjallara
Hörpu, K2, annað kvöld kl. 19.30.
„Tónleikagestum gefst tækifæri til
að skynja tónlistina á nýjan hátt, því
áheyrendur munu upplifa tónlistina
óhindrað í niðamyrkri,“ segir Arn-
gunnur og tekur fram að efnisskráin
verði fjölbreytt. „Leikin verða verk
eftir m.a. Györy Ligeti, Arvo Pärt,
H.I.F. Biber, Esa Pekka Salonen og
William Byrd.“
„Dáið þér kammermúsík?“ er yfir-
skrift síðdegistónleika í Norræna
húsinu laugardaginn 7. júní kl. 14, en
á efnisskránni verða verk eftir J.
Haydn, A. Schnittke, L. Bernstein,
W. Rihm og F. Schubert.
„Síðar sama dag eða kl. 21 verðum
við með tónleika á KEX hosteli þar
sem leikin verða verk eftir W.A.
Mozart og J. Adams auk þess sem
við frumflytjum verk eftir Ingi-
björgu Friðriksdóttur. Hugmyndin
með staðsetningunni var að endur-
vekja stemninguna frá klassíska
tímabilinu þegar tónleikar fóru
gjarnan fram í afslöppuðu umhverfi,
enda var tónlistin afþreyingartónlist
síns tíma.“
Lokatónleikarnir verða sunnu-
daginn 8. júní kl. 15 á Norður-
bryggju Hörpu og á efnisskránni
eru verk eftir P. Hersant, N. Kap-
ustin og L. Ornstein. „Aðgangur að
lokatónleikunum er ókeypis, en
miðaverði er stillt í hóf á öllum hin-
um tónleikunum.“ Allar nánari upp-
lýsingar um hátíðina eru á vefnum
podiumfestival.com.
Fiðluleikari Eygló Dóra Davíðsdóttir er meðal þeirra sem koma fram.
Spilagleðin við völd
Kammertónlistarhátíðin Podium
festival stendur dagana 5.-8. júní
Fyrrverandi aðalballstaðuryngri Reykvíkinga,Glaumbær, sem upp-haflega var íshús en síðar
endurbyggt í núverandi mynd undir
Listasafn Íslands eftir eldsvoðann
1971, var umgjörð þrennra tónleika
mán.-miðvikudag 2.-4. júní er náðu
yfir öll heildarverk Beethovens fyrir
selló og píanó. Vissulega markverð-
ur viðburður á yfirstandandi
Listahátíð, enda munu umrædd
verk stórmeistarans ekki einasta
hin fyrstu í tónlistarsögunni sem
gera báðum hljóðfærum jafnhátt
undir höfði líkt og sagði í dagskrár-
kynningu, heldur hafa þau einnig
sjaldan verið flutt hér í heild, þótt
ekkert kæmi því miður fram um það
– ólíkt dagskrárskrifum SÍ um „tón-
listina á Íslandi“.
Engu að síður hlaut hvort tveggja
að kynda undir góðri aðsókn á
kammerkvarða. Var salurinn að
sama skapi þétt setinn miðað við
húsrými, sem takmarkaðist að vísu
talsvert af plássfrekum skreyt-
ingum fyrirverandi myndlistarsýn-
ingar á staðnum ásamt hitastækri
ljósadýrð. Verra var þó að koma
þyrfti hljómlistarmönnunum fyrir
við stuttan vesturvegg salarins af
sömu sökum, í stað lengri suður-
veggjar sem jafnan hefur reynzt
betur til hljómlistarflutnings – og
flyglinum lengst inni í horni.
Það lofaði varla góðu um hljóm-
burð, enda reyndist staðsetningin
afdrifarík. Alltjent man ég ekki eftir
annarri eins glymjandi frá seinni ár-
um á þessum stað, jafnvel þótt ég
færði mig síðar til norðurs. Það
bætti hins vegar sáralítið úr skark-
alanum, sem aðallega var píanó-
leiknum til baga. „Glaumbær“
reyndist hörmulegt réttnefni – og
stórskerti að mínu viti ánægjuna af
annars snöfurlegum samleik þeirra
tvímenninga, jafnvel þótt viðmæl-
endur í hléi vildu gera lítið úr því.
Einkum var sárt að kenna muninn á
tandurskýrri heyrð Eldborgar fjór-
um dögum áður í leik Khatiu Buni-
atishvili og þeirri glerhörðu hlust-
skolun sem hér varð til að spilla
fágun jafnslyngs kammerpíanista
og Önnu Guðnýjar Guðmunds-
dóttur, er átti sannarlega betri óm-
vist skilda.
Miðað við í raun óboðlegar að-
stæður skilaði dúóið furðuvönduðum
samleik, jafnt í æskuverkunum Op.
5 nr. 1 og Tilbrigðunum (er kórfólk
þekkir bezt sem Canticorum jubilo)
sem í djúpsæknari þriðjaskeiðssón-
ötunni Op. 102 nr. 2, enda þótt
meira hefði mátt tjalda ofurveikum
leik þá við átti en raun bar vitni.
Samt hefði hann að líkindum farið
fyrir næsta lítið í jafnaumri ómvist.
Með öðrum orðum björguðu þeir
félagar því sem bjargað varð, og
með meiri reisn en ætla skyldi –
þrátt fyrir þennan illfyrirgefanlega
akústíska blett á orðspori Lista-
hátíðar í Reykjavík 2014.
Ljósmynd/Valgarður Gíslason
Réttnefni „„Glaumbær“ reyndist hörmulegt réttnefni – og stórskerti að mínu viti ánægjuna af annars snöfurlegum
samleik þeirra tvímenninga,“ segir meðal annars um tónleika Önnu Guðnýjar og Sigurgeirs í Listasafni Íslands.
Glymjandi Beethoven
Listasafn Íslands / Listahátíð
Kammertónleikar bbbnn
Beethoven: Sellósónötur Op. 5,1 og
102,2; Tilbr. um Judas Maccabaeus WoO
45. Sigurgeir Agnarsson selló og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanó. Mánu-
daginn 2.6. kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Hvernig hefur
bíllinn það?
Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30
BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi og smurningu
og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla.
Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði
og þú færð góða þjónustu
og vandað vinnu.
2012
Tímapantanir í síma
565 1090