Morgunblaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 Þrettán verkefni hlutu styrk úr Hönnunrasjóði í fyrradag og fór út- hlutunin fram á aðalfundi Hönn- unarmiðstöðvar Íslands. Alls var 17,5 milljónum úthlutað til framúrskar- andi hönnuða og arkitekta og hlaut fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson hæsta styrkinn, 2,5 milljónir króna, til kynningar á vörumerki sínu á al- þjóðlegum hátískumarkaði. 100 um- sóknir bárust sjóðnum að þessu sinni og 41 umsókn um ferðastyrk. Sam- tals var sótt um rúmlega 200 m.kr. sem er tífalt hærri upphæð en það sem sjóðurinn hefur úr að spila, að því er segir í tilkynningu. Flestar styrkupphæðirnar voru á bilinu ein til tvær milljónir króna og styrkir til markaðssetningar erlendis námu samtals sjö milljónum en styrkir til þróunar- og rannsókna einni og hálfri milljón. Ríflega helm- ingur sjóðsins rann til verkefna- styrkja, rúmar níu milljónir króna, og tíu ferðastyrkir voru veittir að upphæð 100 þúsund krónur hver. Tveggja milljóna króna styrk hlutu Spark Design Space til mark- aðssetningar og kynningar á starf- semi sinni, Reykjavík Letterpress vegna markaðssetningar í Dan- mörku á Einstökum serívettum og fylgihlutum og Studiobility ehf. til markaðssetningar á Selected by Bil- ity. Hálfa milljón króna hlutu Þórunn Árnadóttir fyrir Slipp og Hoj, Ígló ehf. fyrir hönnunarverkefnið Songs from the horizon og Magnea Ein- arsdóttir fyrir fatalínu sína magneu. Eina milljón hlutu Elísabet V. Ingvarsdóttir fyrir Falinn skóg og nýtingu hans – hönnunarsýningu í Djúpavík á Ströndum, Guðrún Valdi- marsdóttir fyrir húsgagnalínu sína og Oddgeir Þórðarson fyrir Go Form Concept-húsgögn. Upplýsingar um sjóðinn má finna á sjodur.honn- unarmidstod.is. Styrkir Frá úthlutun úr Hönnunarsjóði í Hönnunarmiðstöð Íslands. 17,5 milljónum úthlut- að úr Hönnunarsjóði París norðursins, væntanleg kvik- mynd leikstjórans Hafsteins Gunn- ars Sigurðssonar, hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary í Tékklandi sem haldin verður 4.-12. júlí. Myndin verður frumsýnd á hátíðinni sem er í flokki sk. A- hátíða og því með þeim virtari í heiminum. Það er því bæði heiður fyrir Hafstein að mynd hans sé val- in í keppnina og mikil kynning á henni um leið. Björn Thors, Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magn- úsdóttir fara með aðalhlutverk í myndinni. Hross í oss eftir Bene- dikt Erlingsson, sem sýnd hefur verið á yfir 50 kvikmyndahátíðum og hlotið 16 verðlaun, verður einn- ig sýnd í Karlovy Vary í flokknum Another View. Hross í oss er enn í sýningum í Bíó Paradís. Ágætisbyrjun Nýjasta kvikmynd Haf- steins verður frumsýnd á Karlovy Vary. París norðursins í aðalkeppni Karlovy Vary L 16 12 ÍSL TAL ★ ★ ★ ★ ★ „Besta íslenska kvikmynd sögunnar!” Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FAULT IN OUR STARS Sýnd kl. 8 - 10:40 MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10:30 VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5:20 - 8 - 10:20 TÖFRALANDIÐ OZ 2D Sýnd kl. 6 14 20.000 manns á aðeins 10 dögum TÖFRANDI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA BYGGÐ Á METSÖLUBÓKINNI SKRIFAÐ Í STJÖRNURNAR Stórkostlegasta ástarsaga áratugarins -Entertainment Weekly www.kia.com H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -0 1 3 4 Glæsilegur Kia Rio - rúmgóður og einstaklega sparneytinn Nútímatækni og hönnun hefur ekki einungis skilað mögnuðum gæðabíl, heldur er hann einn sparneytnasti fjöldaframleiddi dísilbíll í heimi. Magn CO2 í útblæstri er einnig mjög lítið svo hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Að sjálfsögðu er 7 ára ábyrgð á nýjum Kia Rio, svo hún gildir til ársins 2021. Komdu og reynsluaktu, við tökum vel á móti þér. Eyðir aðeins frá 3,6 lítrum á hundraðið ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Verð frá 2.590.777 kr. Rio 1,1 dísil Eigum bíla ti l afgre iðslu strax !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.