Morgunblaðið - 05.06.2014, Page 44
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 156. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Telur sig hafa séð þotuna alelda
2. Þetta lærði Bryndís af …
3. Lík breska ferðamannsins fundið
4. Tófa réðst á selkóp
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Selma Guðmundsdóttir, píanóleik-
ari og formaður Richard Wagner-
félagsins á Íslandi, var í liðinni viku
kjörin í stjórn Alþjóðasambands
Richard Wagner-félaga í Graz til
fimm ára. Í Alþjóðasambandi Wag-
ner-félaga eru 137 félög víðs vegar í
heiminum og eru félagsmenn þeirra
yfir 20 þúsund. Alþjóðasambandið
var stofnað árið 1991 af Josef Lien-
hart í Freiburg og hefur íslenska
Wagnerfélagið verið meðlimur í því
frá árinu 1996.
Morgunblaðið/Eggert
Í stjórn alþjóðasam-
taka Wagner-félaga
Frumsýning á
brúðuleiksýningu
Wakka Wakka Pro-
ductions, Saga,
verður í Kass-
anum í Þjóðleik-
húsinu í kvöld. Í
Sögu er rakin
saga Gunnars
Oddmundssonar
nokkurs sem lenti illa í efnahags-
hruninu. Meðal leikenda í sýningunni
er Andrea Ösp Karlsdóttir.
30 brúður í Kassanum
Hópfjáröflun fyrir heimildarmynd
um Fjallabræður á vefnum Karolina-
fund hefur gengið vonum framar og
styrkti einn velgjörðarmaður kórsins
hana um hálfa milljón króna. Munu
Fjallabræður launa honum með
einkatónleikum.
Heimildar-
myndin verður
frumsýnd á há-
tíðinni
Skjaldborg
um helgina.
Styrkti Fjallabræður
um hálfa milljón
Á föstudag Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri,
en þokuloft á annesjum fyrir norðan og austan. Hiti 10 til 20 stig,
hlýjast í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, víða 5-10 m/s og rigning eða
skúrir en bjart með köflum á Norðurlandi. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast
fyrir norðan.
VEÐUR
Ef Luis Suárez spilar með
Úrúgvæjum eru þeir sig-
urstranglegasta liðið í D-
riðli heimsmeistarakeppn-
innar í Brasilíu. Ítalir vilja
gera mun betur en í Suður-
Afríku fyrir fjórum árum.
Minni væntingar virð-
ast vera gerðar til
Englendinga en oft
áður og lið Kostaríku
mun eiga erfitt uppdráttar
gegn þremur öflugum and-
stæðingum. »2-3
Spennandi bar-
átta þriggja liða
„Ég var eiginlega búinn að gefa allt
frá mér og búinn að segja við um-
boðsmanninn minn að vera ekkert að
leita að neinum félögum fyrir mig, því
ég kæmist eiginlega ekkert í burtu
frá Noregi. Ég væri eiginlega bara í
fangelsi í þessu húsi,“ sagði hand-
bolta-
mark-
vörð-
urinn
Hreiðar Levý
Guðmunds-
son, en
hann hefur
staðið í löngu
máli vegna hús-
næðisins sem
hann býr í og á í
Noregi og hamlaði
honum að flytja annað til
að spila handbolta. »1
Hélt að hann væri fastur
í Noregi í ónýtu húsi
Lokarimma San Antonio Spurs og
Miami Heat um meistaratitil NBA-
deildarinnar í körfubolta hefst í nótt.
Miami er með LeBron James, besta
leikmann heims, en San Antonio er
með sterkari leikmannahóp. Sagan er
einnig á bandi Spurs en pistlahöf-
undur Morgunblaðsins hefur tröllatrú
á meistaraliðinu og telur að Miami
vinni einvígið í sex leikjum. »4
Besti leikmaðurinn
eða besti hópurinn?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Um 450 sjálfboðaliðar um land allt
vinna að fataverkefni Rauða kross-
ins en deildir hans um allt land
safna notuðum fötum sem öll nýtast
til hjálparstarfs.
Fatnaðurinn er
m.a. gefinn eða
seldur í Rauða-
krossbúðum
landsins, ein
þeirra er efst á
Laugavegi en alls
eru verslanirnar
á höfuðborgar-
svæðinu fjórar
talsins.
„Verslunin er sem betur fer mjög
vinsæl en þeim sem heimsækja
hana fjölgar stöðugt. Viðskipta-
mannahópurinn hefur breikkað og
nú fáum við fólk til okkar á öllum
aldri,“ segir Sandra Grétarsdóttir,
rekstrarstjóri fataverslana Rauða
krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Eitt mikilvægasta verkefnið
Fatasöfnun Rauða krossins er
orðin eitt mikilvægasta fjáröfl-
unarverkefnið fyrir Rauða krossinn
á Íslandi en á höfuðborgarsvæðinu
eru söfnunargámar á öllum endur-
vinnslustöðvum Sorpu og grenndar-
stöðvum. „Það gengur mjög vel að
fá fatnað í búðina og fólk er mjög
duglegt við að styðja okkur með því
að gefa föt í söfnunargámana. Við
fáum alls kyns fatnað hingað inn og
erum mjög þakklát fyrir það fram-
lag,“ segir Sandra en í hverri viku
vinna um 22 sjálfboðaliðar í versl-
uninni.
„Það er mismunandi við hvaða að-
stæður fólk kemur til okkar í vinnu.
Sumir koma til okkar á meðan þeir
leita að vinnu eða áður en þeir fara í
nám en það er þó alltaf fastur kjarni
í búðinni.“
Sandra segir að framlag sjálf-
boðaliðanna skipti sköpum við
rekstur verslananna. „Þetta er frá-
bært fólk sem vinnur góða vinnu en
launakostnaðurinn í kringum þetta
verkefni er í lágmarki. Án sjálf-
boðaliðanna væri ekki mögulegt að
reka verslunina,“ segir Sandra.
Í glugga verslunarinnar standa
tvö reiðhjól sem ætlað er að vekja
athygli á umhverfismálum og Rauða
krossinum en hópurinn Craft
around the world færði Rauðakross-
versluninni hjólin að gjöf. „Hóp-
urinn býr til alls kyns handverk til
styrktar Rauða krossinum og var
svo góður að gefa okkur hjólin. Þau
eru búin að prjóna fallega í kringum
hjólin, sem eru sett þarna í
gluggann til að vekja athygli á okk-
ur og þeim málum sem standa okk-
ur nærri eins og umhverfismálum,“
segir Sandra.
Ekki hægt án sjálfboðaliða
Hópur prjónar
handverk í kring-
um reiðhjól
Morgunblaðið/Eggert
Rauði krossinn Fatnaðurinn er m.a. gefinn eða seldur í Rauðakrossbúðum landsins. Ein þeirra er efst á Laugavegi
en alls eru verslanirnar á höfuðborgarsvæðinu fjórar talsins. Allir starfsmenn verslananna eru sjálfboðaliðar.
Morgunblaðið/Þórður
Handverk Í hópnum sem gaf hjólin í glugganum eru konur alls staðar að úr
heiminum og þær búa til handverk til styrktar Rauða krossinum.
Sandra
Grétarsdóttir