Morgunblaðið - 10.06.2014, Side 9

Morgunblaðið - 10.06.2014, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2014 VERTU VAKANDI! blattafram.is Í 77% tilvika eru börn sem beitt eru kynferðisofbeldi í fyrsta sinn ekki orðin 13 ára. Villidýr á verði tiger.is · facebook.com/tigericeland Sumarskór Ávaxtaðu peningana Ef þú býrð ekki yfir kröftum til að ganga á vatni, skaltu bara ganga á vatnsmelónum. Sumar- sandalar 900 kr. Sendum í póstkröfu. S: 528-8200 Ermalausir toppar Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is kr. 4.900.- Str. 40-56/58 Fleiri litir Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Um 350 nemendur á aldrinum 12-16 ára munu í dag streyma í Háskóla unga fólksins. Ungu nemendurnir hafa verið árviss sumarboði við Há- skóla Íslands frá árinu 2004 og fagn- ar skólinn því nú tíu ára afmæli. Háskóli unga fólksins stendur yfir dagana 10.-14. júní, en ungu nem- endunum gefst kostur á að velja á milli rúmlega 50 spennandi nám- skeiða í stundatöflu sína fyrir vikuna skv. upplýsingum HÍ. Þar á meðal verða fjölmörg ný námskeið í boði í tilefni afmælisins og má þar nefna kristallafræði, ljósmyndafræði, smíði kappakstursbíls og vatna- líffræði. Sívinsæl námskeið eru sem fyrr í boði eins og efnafræði, japanska, sál- fræði og stjörnufræði, en kennsla er í höndum kennara og framhalds- nema við Háskóla Íslands. Sérstakur þemadagur Sérstakur þemadagur verður fimmtudaginn 12. júní, en þá verja nemendur heilum degi í greinum eins og fréttamennsku, jarðvís- indum, tómstunda- og félagsmála- fræði, forritun, iðnaðarverkfræði, heilsu og heilbrigði, hjólreiðum og vísindum, forritun og dýralíffræði sem helgast af rannsókn á hvalaslóð á Faxaflóa. Nemendur í dýralíffræði munu fræðast um hvalahljóð í hvala- skoðunarferðinni og aðrir kynna sér jökla og áhrif þeirra á umhverfið í ferð um Nauthólsvík. Nemendur í stjórnmála- og kynjafræði fá heim- sókn frá Samtökunum 78, UN Wo- men, Landvernd og Amnesty Int- ernational og skoða hvernig hægt er að nýta félagasamtök enn betur til að breyta samfélaginu til hins betra. Fréttamennskunemar fá svo að kynnast því hvernig fréttamenn RÚV framkvæma vinnu sína. Að kvöldi þemadagsins, klukkan 19, verður farið í rannsóknaleið- angur um Elliðaárdal þar sem nem- endur geta skoðað skordýr í heim- kynnum sínum eftir að hafa kynnst þeim við rannsóknir í sjálfum há- skólanum. Þessi viðburður er ekki einungis hluti af Háskóla unga fólks- ins því hann er einnig hluti af verk- efni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands sem ber heitið „Með fróðleik í fararnesti“ og er skordýraskoðunin öllum opin. Vikunni lýkur með lokahátíð og vísindaveislu í stóra salnum í Há- skólabíói 14. júní. Ýmislegt verður í boði fyrir alla fjölskylduna á hátíð- inni, en þar fá nemendur afhent viðurkenningarskjal fyrir þátttök- una. Streyma í Háskóla unga fólksins  Velja á milli rúmlega 50 námskeiða Morgunblaðið/Ómar Háskóli Það mun heldur betur lifna yfir háskólasvæðinu í dag. Þrír af hverjum tíu ökumönnum sem beygðu út af Reykjanesbraut og inn á Krýsu- víkurveg gáfu ekki stefnuljós. „Við vonuðumst eftir að sjá hærra hlutfall þegar komið var út úr þéttbýlinu og það var hugsunin með því að vera stödd við Krýsuvíkurafleggjarann,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræð- ingur í forvörnum hjá VÍS. Hún seg- ir þetta sérlega áhugavert í ljósi þess að þegar horft sé til þeirra at- riða sem helst pirri ökumenn sé lé- leg notkun stefnuljósa hjá öðrum ofarlega á lista. Hún hvetur öku- menn til að taka sér tak og gera bet- ur og segir fyrsta skrefið geta verið að taka þátt í átakinu Ég lofa á heimasíðu VÍS á www.vis.is Fáir nota stefnuljós Sigrún A Þorsteinsdóttir Evrópusambandið hefur úthlutað alls 337 milljónum króna, eða 2,2 milljónum evra, til 46 skóla, fyr- irtækja og stofnana fyrir um 780 einstaklinga samkvæmt mennta- hluta Erasmus+, nýrrar mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlunar þess. Hæstu styrkina að þessu sinni hlutu Háskóli Íslands, Listaháskól- inn, Háskólinn í Reykjavík og Tækniskólinn fyrir verkefni sem gefa nemendum og starfsfólki skól- anna möguleika á að taka hluta af námi, endurmenntun eða starfs- þjálfun í löndum Evrópu. Erasmus+ hóf göngu sína um ára- mótin og bárust alls 79 umsóknir. Hundruð milljóna styrkir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.