Morgunblaðið - 10.06.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.06.2014, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ FréttastofaRíkis-útvarps- ins hefur fjallað allþétt um það í fréttatímum sín- um að undan- förnu að Sérstakur saksókn- ari, Ólafur Þór Hauksson, hafi ekki vitað fyrr en eftir uppkvaðningu dóms Héraðs- dóms Reykjavíkur í svoköll- uðu Aurum-máli að einn af meðdómendum í málinu væri bróðir Ólafs Ólafssonar at- hafnamanns. Fjölmiðlar hafi upplýst um þau tengsl. Saksóknari segi að þau tengsl skipti máli vegna þess að Ólafur Ólafsson sé einn af sakborningum í „Al Thani- málinu“, þar sem m.a. reyni á áþekk álitaefni og í fyrr- nefnda málinu. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær segir (í útskrift á frétta- vef RÚV): „Sverrir, sem er prófessor í fjármálaverk- fræði, tilkynnti tengslin til aðaldómara málsins. Ekki var talin ástæða til að upp- lýsa sérstakan saksóknara um þau. Sverrir segir málin tvö aðskilin og að Ólafur eigi engan þátt í Aurum málinu.“ „Bróðir minn tengist því á engan hátt. Ég þekki ekki nokkurn af þeim fjórmenn- ingum sem voru ákærðir í Aurum málinu, engan.“ Eftir umhugsun hafi hann því ákveðið að taka að sér starf meðdómanda. „Ég fór til dómarans, Guðjóns St. Marteinssonar, sagði honum frá tengslum mínum. Hann taldi að það væru ekki vand- kvæði á því að ég tæki þetta að mér.“ Sverrir segir að flestir viti að þeir Ólafur séu bræður. „Ég trúi því ekki í eina sek- úndu að sérstakur saksókn- ari hafi ekki vitað af mínum tengslum strax í upphafi. Ef hann vissi ekki af mínum tengslum þá ber það vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð. Mér finnst viðbrögð hans hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingar- fullar og jafnvel óheiðar- legar aðgerðir og hann gríp- ur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í mol- um.“ Þessi frétt RÚV er fyrir margra hluta sakir mjög eftirtektarverð og réttlætir fréttaflutning þess af þessum anga málsins, hafi réttlætingar ver- ið þörf. Byrjun fréttar- innar ber með sér að meðdómandinn tilvonandi gerir sér sjálfur grein fyrir því að skipun hans er á gráu svæði einmitt vegna tengsl- anna við Ólaf Ólafsson. Hann er jú sá þeirra bræðra sem þekkir ákærðu í Aurum- málinu betur en „flestir“. Sverrir segir að eftir um- hugsun hafi hann því ákveðið að taka að sér starf meðdóm- anda. „Ég fór til dómarans, Guðjóns St. Marteinssonar, sagði honum frá tengslum mínum. Hann taldi að það væru ekki vandkvæði á því að ég tæki þetta að mér.“ Sverrir segir í sömu frétt að „flestir viti að þeir Ólafur séu bræður“. Það er nú svo. Frásögn hans sjálfs ber það með sér að dómaranum í málinu virðist hafa verið ókunnugt um þau tengsl þar til Sverrir greindi honum frá þeim, sem hann virðist hafa talið óhjákvæmilegt. Aug- ljóst má vera að fjölmiðlar landsins hafi ekki verið á meðal „flestra“ sem voru handhafar þessarar vitn- eskju. Allt er þetta mikið umhugsunarefni. En þó eru þau smá við hliðina á þeim sem vakna þegar lokaorð Sverris í fréttinni eru lesin. Hann segist ekki trúa Sér- stökum saksóknara „í eina sekúndu“ þegar hann segist ekki hafa vitað um umrædd tengsl. Og dómarinn bætir því við að hafi saksóknarinn ekki vitað um tengslin beri það vott um afskaplega léleg og yfirborðsleg vinnubrögð. Allt eru þetta fordæma- lausar yfirlýsingar af hálfu meðdómanda í máli sem að auki er ekki víst að hafi gengið götu dómskerfisins á enda. En steininn tekur þó fyrst úr þegar í ljós kemur að Sverrir Ólafsson, einn af dómurum í umræddu máli, virðist hafa verið haldinn ríkulegum fordómum í garð ákæruvaldsins í þessu máli. Um stöðu embættis Sérstaks saksóknara er haft eftir hon- um að „trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í mol- um“. Allt er þetta mjög óheppilegt og raunar með nokkrum ólíkindum. Fréttir RÚV um einn anga Aurum-málsins fengu óvæntan hápunkt í gær} Fordæmalaus uppákoma S tundum berast á ritstjórn Morg- unblaðsins erindi fólks sem leitar ásjár og umfjöllunar um stöðu sína og í versta falli erfiðleika. Stundum liggur fiskur undir steini og þarna eru sögur sem vert er að segja, en stundum fer betur að láta kyrrt liggja. Samtóna sögur sjást stundum í ómælisdjúpi netheima eða heyrast á förnum vegi og vissulega koma þær við hjarta alls hugsandi fólks. Oft hef ég til dæmis staldrað við frásagnir ungra mæðra, kvenna sem eru í algjörri pattstöðu. Gjarnan er þeirra félagslega bakland veikt, í mörgum tilvikum hafa þær takmarkaða menntun og starf samkvæmt því, eru með skuldir á bakinu og búa í fokdýru leiguhúsnæði eða bæjar- blokkum. Eru með kannski eitt, tvö og jafnvel þrjú börn í skóla og líf þeirra stjórnast alfarið af þörfum krakkanna. Pabbahelgarnar tíðkast jafnvel ekki, því feðurnir eru mannleysur. Heilsa, andleg og lík- amleg, er í stórhættu vegna álags og það er á þessum heimilum sem mánaðarlaun hrökkva ekki til. Læknisferð og lyfjakaup geta sett fjárhag heimilisins í uppnám. Hér að framan er lýst tætingslegri tilveru, en svona eru örlögin og blákaldur veruleikinn ótrúlega víða. Ég óttast til dæmis að börn af þessum heimilum eigi mörg hver þess engan kost á næstu vikum að fara í íþrótta- skóla, á námskeið eða í sumarbúðir; þroskandi starf sem er gaman að taka þátt í og raunar bráðnauðsynlegt. Og aftur af mæðrunum. Þær puða þetta áfram, koma krökk- unum á fætur á morgnana og eru svo á rúnt- inum milli skóla, vinnnustaðar, Bónuss og heimilis á fimmtán ára gömlum japönskum smábílum sem keyptir voru í gegnum auglýs- ingar á netinu. Fyrir rúmri viku var mikið húllumhæ í til- efni sjómannadagsins. Flotinn kom í land og með sínum fjölskyldum gátu sjóarar gert sér glaðan dag. Sjómenn, sem oftast hafa góðar tekjur, eiga sannarlega skilið frí, púls- vinnumenn sem eru langdvölum fjarri heim- ilum sínum. Dagurinn vekur okkur til hugs- unar um hetjur hafsins. Sömuleiðis er hið besta mál að verkalýðurinn eigi 1. maí, svona til að brýna járnið í baráttu fyrir réttlátu samfélagi. En við þurfum fleiri merkisdaga í almanakið og nú legg ég til – grínlaust – að dagur einstæðra mæðra verði að veruleika. Skv. tölum Hagstofu Íslands eru þessar konur 11.614, það er fjölskyldur sem telja 29.346, sem eru 9% þjóð- arinnar. Dagur einstæðra mæðra er í sjálfu sér aukaatriði, mikilvægast er að málefnið komist á dagskrá. Bless- unarlega eru margar þessara kvenna í góðum málum en aðrar á ísköldum klaka og börnin í stórhættu félagslega. Úr því verður að bæta. Verkefnið er stórt en brýnt, net velferðarinnar verða að ná til þess hóps. Þar þarf raun- verulegar aðgerðir stjórnvalda, stéttarfélaga og annarra sem vonandi gefa málinu gaum að þessum pistli sögðum. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Örlög og staða 11.614 kvenna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is V íða er pottur brotinn í launa- og réttinda- málum starfsfólks, ekki síst í ört vaxandi veit- inga- og gistihúsageir- anum að mati forsvarsmanna stétt- arfélaga. Viðmælendur innan ASÍ segja af- leitt að ekki skuli vera í gangi í sumar sameiginlegt vinnustaðaeftirlit ASÍ með Samtökum atvinnulífsins og Rík- isskattstjóra líkt og verið hefur á seinustu árum. Þar hafa skattyfirvöld m.a. kannað skil á staðgreiðslu af launum og tekjuskráningu og aðilar vinnumarkaðarins launa- og réttinda- mál, vinnustaðaskírteini o.s.frv. Mik- ill vilji sé til að halda því áfram þar sem vandamálin séu enn víða til stað- ar og þá hafi menn í launþegahreyf- ingunni vaxandi áhyggjur af bygg- ingargeiranum, þar sem mikil upp- bygging er hafin. Þegar megi sjá merki um fjölgun erlendra starfs- manna í byggingariðnaðinum. Tryggvi Marteinsson, þjónustu- fulltrúi hjá Eflingu stéttarfélagi, tek- ur svo djúpt í árinni að segja að í meirihluta tilvika fái starfsmenn í veitingageiranum ekki rétt greitt fyr- ir vinnu sína. Í mörgum tilvikum séu laun undir lágmarkslaunum skv. kjarasamningum en nokkur hundruð mál af þessum toga koma til kasta fé- lagsins á ári. „Það er mikill munur á þessum geira og öðrum. 17-18% af okkar félagsmönnum starfa í veit- ingageiranum en hlutfall vangreiddra launa þar er miklu hærra,“ segir Tryggvi í samtali við Morgunblaðið. Starfsgreinasambandið hefur sett í gang átak undir yfirskriftinni „Þekk- ir þú þinn rétt?“ til að vekja ungt fólk til umhugsunar um réttindi sín á vinnumarkaði. Í umfjöllun á vefsíðu Eflingar í seinustu viku kemur fram að jafnaðarkaup er ráðandi greiðslu- fyrirkomulag í veitingageiranum. Tryggvi segir fimmta hvern félags- mann í Eflingu starfa í veitingageir- anum en miklu meira en helmingur af vinnu starfsmanna félagsins á hverju ári sé til komið vegna launakrafna þessa fólks. Ungt fólk er stór hluti þeirra og margir skipta ört um vinnu. „Það er mjög erfitt að ná utan um þetta eða ná til þeirra,“ segir Tryggvi. „Margir þeirra sem eru á jafnaðarkaupi vinna eingöngu á kvöldin og hvað er þá verið að jafna?“ Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir að sameig- inlega eftirlitsátakið hafi verið tíma- bundið átak, sem var framlengt um ár í senn og hefur ekki komið til end- urnýjunar núna. „Við teljum hins vegar að framhaldið á því sé fyrst og fremst í höndum skattyfirvalda. Við höfum sýnt ótvírætt fram á þann árangur sem getur náðst með svona eftiliti þ.e. með því að fara inn á stað- ina og taka út starfsemina á hverjum stað með tilliti til skattskila o.fl. Það getur ekki verið okkar hlut- verk til langframa að sinna slíku eft- irliti,“ segir hann. Þorsteinn segir of sterkt til orða tekið að um ófremdar- ástand sé að ræða í veitingageir- anum. „En það eru auðvitað alltaf svartir sauðir í öllum atvinnugreinum og menn hafa séð dæmi um slíkt en ég held að langstærsti hluti veitinga- húsa sé með sín mál í lagi og hafi metnað til þess að hafa þetta í lagi.“ Segja víða brotið á réttindum starfsfólks Morgunblaðið/Eggert Vöxtur Veitingageirinn vex ört samhliða fjölgun ferðamanna og fá stétt- arfélög á sitt borð æ fleiri tilvik þar sem ekki hafa verið greidd rétt laun. ASÍ, Samtök atvinnulífsins og emb- ætti Ríkisskattstjóra standa ekki saman að sérstöku eftirlitsátaki í sumar gegn svartri atvinnu- starfsemi eins og verið hefur á um- liðnum árum. Að sögn Skúla Eggerts Þórðar- sonar ríkisskattstjóra verður emb- ættið eftir sem áður með mikið eft- irlit allt árið um kring og verður mannaflinn tvöfaldaður yfir sum- artímann. „Það er alveg jafnmikill kraftur í þessu og verið hefur en með öðrum hætti en áður,“ segir Skúli Eggert. „Nú er þetta orðið reglubundið úthald allt árið um kring en við tvö- földum mannaflann yfir sumarið. Þetta verður ekki lengur unnið með Alþýðusambandi Íslands og Sam- tökum atvinnulífsins. Samtök at- vinnulífsins tilkynntu okkur seint á síðasta ári að það væru aðrar áherslur hjá þeim og að þeir myndu ekki vera með í þessu. Embættið er því bara eitt í þessu.“ Að sögn ríkisskattstjóra eru um þessar mundir fjórir starfsmenn embættisins í eftirlitsátaki á Norð- urlandi. „Þeir fara inn í fyrirtæki af ýmsum gerðum og könnuð eru skil á virðisaukaskatti og stað- greiðslu,“ segir hann. „Heilt yfir virðist ástandið vera heldur betra en verið hefur und- anfarin tvö ár. Skýringin á því kann m.a. að vera fólgin í því hvað lögð hefur verið mikil áhersla á þetta. Það eru komin ný verkfæri til þess að takast á við þá aðila sem fara ekki að fyrirmælum sem þeim eru gefin,“ segir hann. Sjónum er m.a. beint að fyrirtækjum í ferðaþjón- ustu en einnig að öðrum atvinnu- greinum eins og verslun, þjónustu og mannvirkjagerð. „Alveg jafnmikill kraftur í þessu og verið hefur“ GÓÐUR ÁRANGUR AF EFTIRLITI RÍKISSKATTSTJÓRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.