Morgunblaðið - 10.06.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.06.2014, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú færð hverja hugmyndina á fætur annarri en gengur illa að gera þær allar að raunveruleika. Haltu áfram þegar niðurstaða liggur fyrir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert í góðri aðstöðu til að taka ákvarðanir og fá fólk til fylgis við þig. Með þessa vitneskju í farteskinu ættirðu að geta forðast óþægilegar uppákomur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það eru margar hliðar á sömu mál- um og þú kemst ekki hjá því að kynna þér þær ef þú vilt komast að réttlátri niðurstöðu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Nýttu tækifær- ið og komdu þínum málum að. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einbeittu þér að því sem þú ert að fást við og leyfðu engum að trufla þig á meðan. Með gagnkvæmum stuðningi og hvatningu getur þú og liðið þitt náð frábærum árangri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þegar elskunni þinni líður vel, líður þér vel. Láttu ekki aðra stjórna ferðinni held- ur fylgdu eigin sannfæringu því hún er sú rétta fyrir þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að átta þig á því hversu vel þú elur önn fyrir fólki sem þú umgengst dag- lega. Hreinsaðu út úr skápum, raðaðu í hillur og losaðu þig við það sem þú ert hætt/ur að nota. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert að læra mjög mikilvæga hluti þó þér finnist eins og þú sért villt/ur í völundarhúsi. Hlustaðu vandlega þegar ást- vinir tala. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert upptekin/n við að láta öðrum líða vel yfir framlagi þeirra. Einhver býðst kannski til þess að gera þér greiða. Veittu þeim sem á þurfa að halda hlýju. 22. des. - 19. janúar Steingeit Skemmtilegt síðdegi er í vændum með vinum og fjölskyldu. Vertu eins og manneskjan sem þú vilt eyða ævinni með. Búðu þig undir allt, þá kemur ekkert á óvart. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhverjum gætu sárnað ummæli þín svo þú skalt gæta þess að segja ekkert að óathuguðu máli. Hlutirnir munu að öllum líkindum fara á annan veg en þú gerir ráð fyr- ir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að taka þér tak og koma skipulagi á líf þitt, því þessi ringulreið veldur þér og öðrum mestu vandræðum. Lausnin felst í að fá allan hópinn til að vera fulltrúi þess sama. Það er gamla sagan að vísanbreytist í meðförunum ef marg- ir kunna hana og fara með hana – og batnar oftast nær því oftar sem með hana er farið. Í síðustu viku sendi Hjálmar Jónsson mér þessa vísu eft- ir Hákon Aðalsteinsson: Ég er mjúkur, hógvær, hlýr, hefi kosti þráða. Undirgefni í mér býr ef ég fæ að ráða. Nú hefur gamall vinur Vísna- horns, Gylfi Pálsson, sent mér línu og segist alltaf hafa heyrt fyrstu hendinguna þannig: Ég er mjúkur, hægur, hlýr ...................... Svo að nú er úr vöndu að ráða – smekkmenn báðir á vísur, Hjálmar og Gylfi, kunna ógrynnin öll af vís- um og fara rétt með þær! Ég sagði karlinum á Laugaveg- inum frá þessu, þar sem hann sat yf- ir ölkrús við Austurvöll. Hann fékk sér góðan sopa og sagði svo: Vísur að læra’ eiga létt með, – og lauma skrýtinni frétt með er báðum tamt – en betra samt ef þeir reyndu að fara rétt með! Þórdís Arnljótsdóttir, fréttamað- ur RÚV, fylgdist með talningunni og var það vel til fundið að hún skyldi lauma að lesendum sínum á Twitter vísum sem skrifaðar höfðu verið á kjörseðla: Um hjólhestana hnjótum hundum mætum ljótum sem ferðumst á okkar fótum. Hvaða flokkur lofar bótum? Um Þ og T og S og Æ og R og V ég kjósa fæ. Ýmsir merkja x við B aðrir setja það við D. Senn mun okkar hækka hagur helst við gleymum sorginni. En á morgun verður dökkur Dagur í dásamlegu borginni. „Lengi von“ var yrkisefni á Leirn- um. Ármann Þorgrímsson lagði út af því: Öll hjá guði eigum von eg held lofa megi Enn við höggvum Arason oft á hverjum degi. Þorsteinn Valdimarsson orti: Grauturinn brann, gimbillinn rann prestur stóð í stólnum í stóra svarta kjólnum, og þá jarmaði hann. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur á kjörseðlum og af Guðs mönnum Í klípu EGILL HAFÐI SÉRSTAKT LAG Á AÐ SANNFÆRA KÚNNANA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SÍÐASTI VINNUVEITANDI ÞINN VILL VITA HVAÐ VARÐ UM MÖTUNEYTISPENINGANA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þið eruð miðja alheimsins. LÍFTRYGGINGAR HVERNG VAR FERÐIN TIL ÍTALÍU? EINN SPAGHETTÍ BOLOGNESE, ÞRJÁR BRUSCHETTUR, TVÖ PASTA ALFREDO, FJÖGUR LASAGNA OG GÓMSÆT RISAPITSA! MÉR HEYRIST ÞÚ ÆTLA AFTUR ÞANGAÐ! ÉG ER Í VONDU SKAPI! OG VIÐ SLÍKAR AÐSTÆÐUR ER BARA EITT Í BOÐI! SMITA AÐRA! O-Ó!Eins og sönnum blaðamanni sæmirfylgist Víkverji vel með frétta- miðlum á netinu. Það er þó hægt að fá of stóran skammt af fréttum og skoðunum annarra. Það upplifði Vík- verji í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga og vikuna eftir þær. x x x Athugasemdakerfin við fréttir ánetmiðlum gefa hinum almenna borgara möguleika á að koma sínum skoðunum á framfæri og hafa áhrif á umræðuna. Það er hið besta mál og margt áhugavert sem kemur stund- um þar fram en því miður hefur at- hugasemdakerfunum hnignað hratt. Heldur Víkverji því fram að topp- inum á botninum hafi verið náð síð- ustu vikur. Þvílíka aðra eins endemis vitleysu, bull og kjaftæði, dónaskap, fordóma, mannfyrirlitningu og fleira hefur Víkverji sjaldan séð. Engin virðing er borin fyrir skoðunum ann- arra og athugasemdargúrúinn setur sig á háan stall, hann veit best og all- ir aðrir eru hálfvitar og rúmlega það. Engu vitrænu er bætt við fréttina sem athugasemdirnar eru skrifaðar við, aðeins vaðið í saurnum. x x x Það er búin að vera svo mikil reiðiog neikvæðni og heift í sam- félaginu undanfarið. Fólk heyrir bara það sem það vill heyra, sér bara það sem það vill sjá og túlkar allt eft- ir eigin höfði án þess að lesa meira en fyrirsögnina. Þegar fólk með lítið á milli eyrnanna stígur fram og tjáir sig í fjölmiðlum þá þarf ekki að hlaupa upp til handa og fóta og fara á sama plan og það í athugasemda- kerfinu. Óvitrænni umræðu er best svarað með vitrænni umræðu. x x x Víkverji hefur fengið nóg af nei-kvæðninni í samfélaginu og ákvað nýverið að taka sér at- hugasemdafrí. Næstu þrjá mán- uðina ætlar hann ekki að lesa at- hugasemdir við fréttir eða neikvæða umræðu á fésbókinni. Sumarið hjá Víkverja á að vera ánægjulegt og hamingjuríkt. Víkverji vill enga skugga á sálina og hefur því ákveðið að eiga „fáfrótt“ sumar. víkverji@m- bl.is Víkverji Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. (Sálmarnir 8:2) Fæst í helstu apótekum brokkoli.is 15. stk. freyðitöflur í stauk – skellt út í vatnsglas – þegar þér hentar C VÍTAMÍN/1000 mg + BROKKOLÍ + GRÆNT TE + BIOFLAVONOIDS + ZINK Drekktu í þig hollustuna! Bragðgóður og frískandi heilsudrykkur – fyrir alla daga ! Jarðaberjabragð Grape og sítrónubragð C-VITA + STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ Fjölþætt viðurkennd innihaldsefni fyrir heilsubætandi áhrif. Fæst í Fjarðakaup, Melabúðinni og helstu apótekum brokkoli.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.