Morgunblaðið - 10.06.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 10.06.2014, Síða 1
Reynsluakstur Nýr Kia Sportage er tals- vert breyttur milli kynslóða, ótrúlega spar- neytinn, frábærlega hljóðein- angraður og vel búinn á alla lund. A udi A3 hefur verið valinn besti bíll ársins 2014 eða „World Car of the Year“. Dómnefndin var skipuð 69 bílablaðamönnum frá 22 lönd- um og völdu þeir A3 sem sigurveg- ara. Audi A3 g-tron fékk auk þess sæti meðal þriggja efstu í flokkn- um besti græni bíllinn eða „World Green Car“. Rupert Stadler, stjórn- arformaður Audi AG, sagði við þetta tilefni: „Audi A6 var allra fyrsti bílinn sem fékk þessi verð- laun og erum við afar ánægð með að Audi A3 hafi endurtekið það af- rek með því að vera valinn heims- bíll ársins 2014 (2014 World Car of the Year). Audi A3 hefur sýnt frá- bæra tæknilega hæfni á öllum sviðum. Þessi virðulegu verðlaun eru áfangi sem allt fyrirtækið getur fagnað.“ e-tron seinna á árinu Seinna á þessu ári mun verða hægt að fá A3 Sportback sem e- tron, sem er hybrid og kemst allt að 50 kílómetra á rafmótornum áður en bensínvélin tekur við. Audi í Þýskalandi býður viðskiptavinum sínum upp á grænt rafmagn, eða svokallaða Audi-orku. Samstarfs- aðili Audi í því er orkufyrirtækið LichtBlick SE í Hamburg. Audi- orkan kemur öll frá endurvinn- anlegum orkugjöfum og er enn ein- göngu fáanleg á sérstökum orku- stöðvum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Með Audi-orku er A3 e- tron algjörlega laus við að menga þegar notast er við rafmagnsmót- orinn. Velgengni Audi A3 hófst árið 1996, þegar fyrsta kynslóðin leit dagsins ljós og braut blað í sögunni með opnun nýs markaðar, svokall- aðs „premium compact class“ (minni bílar í hágæðaflokki). Með tilkomu annarrar kynslóðar Audi A3 árið 2003 jókst forskotið, þá sérstaklega með tilkomu Cabriolet sem fæst þriggja dyra og sem Sportback. Þriðja kynslóðin, A3, er fáanleg í fjórum gerðum og margar hagkvæmar vélarstærðir eru í boði. Sigursælt merki Með þessum sigri fyrir Audi A3 hefur Audi haldið sess sínum sem framleiðandi bifreiða með flesta „World Car of the Year“-titla. Vöru- merkið með hringina fjóra hefur áður fengið þrjá „World Perform- ance of the Year“-titla (frammi- staða ársins) og tvo „World Car De- sign of the Year“-titla (hönnun ársins), að ógleymdum titlinum „World Car of the Year“ (bíll árs- ins). Í heildina hefur Audi fengið sjö titla á World Car of the Year Awards eða Bíll ársins-verðlaununum. Verðlaun: 2005 Audi A6 World Car of the Year 2007 Audi RS 4 World Perform- ance Car, Audi TT World Car De- sign of the Year 2008 Audi R8 World Perform- ance Car, Audi R8 World Car De- sign of the Year 2010 Audi R8 V10 World Per- formance Car 2014 Audi A3 World Car of the Year njall@mbl.is Audi A3 valinn heimsbíll ársins 2014 Audi vann titilinn Bíll ársins í annað sinn á 10 árum, nú fyrir A3 módelið. Verðlaunagripur World Car of the Year er einkar glæsilegur. Scott Keogh með dóm- nefndinni við verð- launaafhendinguna. Fáir bílaframleiðendur sanka að sér fleiri verðlaunum en Audi ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2014 BÍLAR Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is NÝ TT Tryllitæki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.