Morgunblaðið - 20.06.2014, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2014
Heimsmeistarakeppnin í
Brasilíu er á góðri leið með að
verða sú skemmtilegasta sem ég
man eftir. Nú þegar önnur um-
ferð riðlakeppninnar er nýhafin
höfum við orðið vitni að mörgum
frábærum leikjum og vonandi
verður ekkert lát á þessum kræs-
ingum. Það er ekki annað að sjá
en að umgjörð leikjanna í samba-
landinu sé góð og þrátt fyrir
vandræði og seinagang Brass-
anna með að gera allt klárt fyrir
mótið virðist fótboltinn ekkert
hafa liðið fyrir það.
Spánverjar, sem margir
höfðu spáð að myndu verja
heimsmeistaratitilinn, þó ekki
undirritaður, fara heim með
skottið á milli fótanna eftir leik-
inn á móti Ástralíu. Ríkjandi
meistararar mættu til leiks nán-
ast bensínlausir og áttu hrein-
lega engin svör gegn Hollend-
ingum og Sílemönnum, sem
gjörsamlega slátruðu „tiki-taka“-
leikaðferð Spánverjanna. Ég
spáði því fyrir mót að Þjóðverjar
myndu standa uppi sem meist-
arar og ég stend enn við þau orð.
Ég hef alltaf haft taugar til
hollenska landsliðsins á HM og
leikir þess í Brasilíu hafa svo
sannarlega ekki svikið fótbolta-
áhugamenn. Leiftrandi sókn-
arleikur hefur verið aðalsmerki
þeirra með Robben og van Persie
í broddi fylkingar. Hollendingar
hafa burði til að fara alla leið og
það yrði ekkert leiðinlegt að fá
heimsmeistara á Laugardals-
völlinn hinn 13. október þegar Ís-
land og Holland eigast við í und-
ankeppni EM.
Brassarnir sjálfir hafa ekki
sýnt neina sambatakta og satt
best að segja finnst mér nokkrir
leikmenn brasilíska liðsins ekki
sóma sér vel í gula búningnum.
Þar get ég nefnt leikmenn eins
og Fred, Paulinho, Gustavo og
Hulk. Það er enginn meist-
arabragur á þessu liði.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
mörg skot í leiknum og hávörn gerir
í blakleik.
Fyrstu landsliðsmörk Elínar
Þessa leiks verður kannski ein-
hvern tíma minnst fyrir það að Elín
Metta Jensen skoraði sín fyrstu
mörk fyrir A-landsliðið en hún lék
sinn 10. landsleik. Hún gæti hæg-
lega raðað inn landsliðsmörkunum
næsta áratuginn eða svo ef fram
heldur sem horfir.
„Það er skemmtilegt að skora og
gott að vera loksins búin að skora
með A-landsliðinu. Þegar ég spila
fótbolta þá hugsa ég alltaf um að
skora. Við vissum svo sem að lið
Möltu væri ekki sérstaklega sterkt
og myndi reyna að pakka í vörn. Það
var bara eitt lið á vellinum að reyna
að spila fótbolta af alvöru. Við hefð-
um getað skorað miklu fleiri mörk
og gæðin í okkar spili hefðu mátt
vera meiri,“ sagði Elín Metta Jensen
þegar Morgunblaðið ræddi við hana.
Stórleikur gegn Dönum í ágúst
Annars konar verkefni bíður ís-
lenska liðsins í ágúst þegar Danir
mæta á Laugardalsvöllinn í úrslita-
leik um annað sætið í riðlinum. Liðin
gerðu jafntefli ytra á dögunum og
landsliðsþjálfarinn Freyr Alexand-
ersson er bjartsýnn á að hægt sé að
leggja Dani að velli síðsumars.
„Við ætlum að vinna þann leik. Við
höfum getuna og við höfum heima-
völlinn. Þá vona ég að hér verði full
áhorfendastúka og við vinnum Dani í
fyrsta skipti í stórkeppni. Við Ís-
lendingar elskum að vinna Dani og
ætlum okkur að gera það,“ sagði
Freyr í samtali við Morgunblaðið.
Ísland er áfram í öðru sæti riðils-
ins eftir þessi úrslit, stigi á undan
Dönum sem sigruðu Ísrael örugg-
lega á útivelli í gær, 5:0. Íslenska lið-
ið á nú eftir heimaleiki gegn Dan-
mörku, Ísrael og Serbíu og þarf öll
níu stigin sem þar eru í boði til að
eiga raunhæfa möguleika á að kom-
ast í umspilið fyrir HM í Kanada.
Morgunblaðið/Ómar
Þrengsli Það var oft þröng á þingi í vítateig Möltu. Hér sækir Elín Metta Jensdóttir að markinu og Harpa Þorsteinsdóttir er á fjórum fótum á meðan malt-
verskur varnarmaður liggur á vellinum. Elín náði að skora fyrstu tvö mörk sín fyrir íslenska landsliðið í leiknum.
Sótt í 90 mínútur
Laugardalsvöllur, undankeppni HM
kvenna, 3. riðill, 19. júní 2014.
Skilyrði: Nánast logn, 12 stiga hiti
og skúrir. Völlurinn blautur.
Skot: Ísland 34 (23) – Malta 0.
Horn: Ísland 17 – Malta 0.
Ísland: (4-4-2) Mark: Þóra B.
Helgadóttir. Vörn: Elísa Viðarsdóttir,
Glódís Perla Viggósdóttir, Anna
Björk Kristjánsdóttir, Hallbera G.
Gísladóttir. Miðja: Fanndís Friðriks-
dóttir (Rakel Hönnudóttir 86.), Þór-
unn Helga Jónsdóttir (Harpa Þor-
steinsdóttir 60.), Dóra María
Lárusdóttir, Hólmfríður Magn-
úsdóttir (Sara Björk Gunnarsdóttir
73.). Sókn: Elín Metta Jensen,
Dagný Brynjarsdóttir.
Malta: (4-4-2) Mark: Keoney Demi-
coli. Vörn: Kimberly Parnis, Re-
becca D’Agostino, Natasha Pace
(Dionne Tonna 86.), Charlene Zam-
mit. Miðja: Shona Zammit, Stefania
St. Farrugia, Antoinette Sammut
(Gabriella Zahra 74.), Francesca
Chircop (Brenda Borg 77.). Sókn:
Jade Flask, Alishia Sultana.
Dómari: Séverine Zinck – Frakk-
landi.
Áhorfendur: 579.
Ísland – Malta 5:0
Ísland vann öruggan 5:0 sigur á Möltu í undankeppni HM Lið Möltu pakk-
aði í vörn Komust vart fram yfir miðju Ísland er áfram í öðru sæti riðilsins
Í LAUGARDAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ef maður sér nógu marga íþrótta-
kappleiki um ævina þá nær maður
líklega að sjá flestar þær útgáfur
sem íþróttirnar bjóða upp á. Í gær-
kvöldi sá greinarhöfundur fótbolta-
leik í undankeppni HM kvenna í
knattspyrnu, þar sem annað liðið
komst varla fram yfir miðju og það
eru engar ýkjur. Ísland vann þá
Möltu 5:0 og íslensku landsliðskon-
urnar héldu því upp á kvenrétt-
indadaginn með öruggum sigri.
Þó yfirburðir Íslendinga hafi ver-
ið óumdeildir þá getur verið hægara
sagt en gert að skora mörk þegar
andstæðingurinn tjaldar bók-
staflega í eigin vítateig. Það hafðist
þó fimm sinnum í gærkvöldi og þeg-
ar ísinn hafði verið brotinn á 12.
mínútu þá var engin spurning um
hvar stigin þrjú myndu hafna. Með
nánast allt sitt lið inni í eigin vítateig
á löngum köflum tókst Maltverjum
að forða sér frá stærra tapi. Erfitt
var fyrir íslensku landsliðskonurnar
að búa til pláss í teignum og varn-
armenn Möltu vörðu líklega álíka
1:0 Hólmfríður Magnúsdóttir 12.skallaði knöttinn í netið eftir góða
hornspyrnu frá Hallberu Guðnýju Gísladótt-
ur frá hægri.
2:0 Elín Metta Jensen 20. skoraði meðskoti úr miðjum vítateignum í
vinstra hornið eftir barning í vítateignum.
3:0 Dóra María Lárusdóttir 40. skor-aði með föstu skoti úr miðjum víta-
teig. Hólmfríður sendi inn á teiginn og Dóra
lagði boltann fyrir Elínu Mettu. Skot hennar
var varið af varnarmanni, Dóra hirti frákast-
ið og skoraði.
4:0 Dagný Brynjarsdóttir 64. DóraMaría tók hornspyrnu. Leik-
mönnum Möltu tókst ekki að koma bolt-
anum út úr teignum. Hann féll fyrir Dag-
nýju sem skoraði með hnitmiðuðu skoti.
5:0 Elín Metta Jensen 86. skoraði meðgóðu skoti með vinstri fæti í hægra
hornið eftir góðan undirbúning Hörpu Þor-
steinsdóttur.
I Gul spjöld:Engin.
I Rauð spjöld: Engin.
M
Hallbera Guðný Gísladóttir
Dóra María Lárusdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir
Elín Metta Jensen