Morgunblaðið - 23.09.2014, Blaðsíða 2
F
áir bílar hafa
vakið viðlíka at-
hygli í umferð-
inni hér á landi
og Ferrari nokkur, rauð-
ur að lit. Bíllinn var
skráður fyrir um tíu
dögum og loguðu net-
heimar vegna gripsins.
Bílablaðamaður Morg-
unblaðsins varð þess
heiðurs aðnjótandi að
fá að taka í græjuna og
ljóst er að bíltúrinn góði
gleymist ekki svo glatt!
620 hestöfl og 3,7 í hundraðið
Að heyra nafnið Ferrari er eitt
og sér nóg til að áhugafólk um bíla
kippist við. En til að fara nánar of-
an í saumana á þessum tiltekna
bíl þá er þetta Ferrari 599GTB
(Grand Tourer Berlinetta), tveggja
sæta bíll með 6.0 l. Tipo F140C
V12 vél sem skilar góðum 620
hestöflum og er 3,7 sek úr kyrr-
stöðu upp í hundrað kílómetra
hraða. Ef ég færi að lýsa tilfinning-
unni við akstur þessa bíls myndi
einhver sennilega benda mér á að
gefa bara út ljóðabók. Þess vegna
læt ég eitt orð nægja: Stórkost-
legt!
Þetta eintak er frá árinu 2006
og var breytt af þýska fyrirtækinu
Novitec sem sérhæfir sig í breyt-
ingum á Lamborghini, Ferrari og
Maserati. Bíllinn er með 21" felg-
um að aftan og 20" að framan. Að
aftan eru sérsmíðuð Pirelli dekk
355/25/21 fyrir Saleen, Mure-
celagio og Novitec. Fyrir áhuga-
sama þá má geta þess að felgur
og dekk að framan eru 275/30/
20.
Bíllinn er sérbúinn KW Race-
dempurum sem tengdir eru
vökvakerfi sem getur hækkað bíl-
inn að framan sem kemur sér
ákaflega vel á hinu hraðahindr-
anaskreytta höfuðborgarsvæði.
Þá er einfaldlega ýtt á takkann og
hann hækkar sig um 25 mm. Hann
lækkar sig sjálfkrafa þegar farið er
yfir 80 kílómetra hraða. Þetta er
ekki búið því bíllinn er með ECU
upgrade, því sama og 599 GTO-
bíllinn sem gefur hraðari skipti-
tíma, eða 60 millisekúndur.
Bremsurnar eru ótrúlega magn-
aðar en í bílnum eru Ceramic-
bremsur sem er eins gott því það
þarf eitthvað almennilegt til að
stöðva 620 hestafla tryllitækið.
Að innan er bíllinn stílhreinn og
ekkert verið að flækja málin um of
með óþörfum tökkum hér og þar. Í
stýrinu eru stillingartakkar sem
kallast „Manettino“ og svara til
þess sem er að finna í F1 kapp-
akstursbílum. Undirrituð ók að
mestu með stillt á Race Mode.
Sætin eru úr karboni og leðri, Day-
tona style.
Aðrir ökumenn hættulegir
Það reyndist hin mesta þraut að
mynda þennan fallega bíl því hvar
sem stöðvað var þyrptist fólk að
og flestir með síma á lofti til að
taka mynd af bílnum. Það var nú
ekki það versta því fjölmargir öku-
menn í umferðinni á fallegum
laugardagseftirmiðdegi í borginni,
tóku upp myndavélasíma og
smelltu af í miðjum akstri. Einn
daginn á rauði Ferrari-inn eftir að
valda upplausnarástandi í umferð-
inni. Það var kúnstugt að upplifa
þetta. Til að mynda ók einn næst-
um út af þar sem hann snéri sér
við og tók mynd af bílnum í stað
þess að hafa augun á veginum.
Þykist ég viss um að það var verið
að mynda bílinn en ekki bílstjór-
ann. Í það minnsta skapast þessar
aðstæður sjaldnast þegar ég ek
um á mínum tuttugu og þriggja
ára Justy.
Það er spurning hvort bíllinn
hætti að vekja slíka athygli á göt-
unni en hann er og verður alltaf
áberandi fallegur. Og hljóðið mað-
ur! Það er nú nóg til þess að allir í
ákveðnum radíus frá bílnum fái
gæsahúð um allan skrokk. 6 lítra
V12 vél skilar undurfögrum hljóð-
um sem jafnast á við fegurstu tón-
list.
Hesthús eða Ferrari?
Árið 2006 var verðmiðinn á
svona bíl, fyrir utan breytingarnar
hjá Novitec eitthvað um 240.000
evrur í Þýskalandi þannig að sú
spurning vaknar hvort það sé ekki
rándýrt að fjárfesta og reka þenn-
an 620 hestafla bíl. Eigandi bílsins
svarar að bragði: „Það er ódýrara
að fjárfesta og reka þennan 620
hesta bíl heldur en til dæmis að
eiga hesthús með aðeins tveimur
hestum.“ Kallar þetta á frekari út-
skýringar? Ég held ekki.
malin@mbl.is
Ferrari 599GTB mættur til leiks
620 hestafla
tryllitæki
í Reykjavík
Í drauma „dótakassanum“ gæti verið eins og einn
Ferrari og einn Pitts Monster. Svona til dæmis.
Hann stingur dálítið í stúf við umhverfið nánast hvar sem komið er og það er eitt af því skemmtilega.
„Manettino“ stillingartakkinn gegnir gríð-
arstóru hlutverki í almennilegum bílum.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2014
2 BÍLAR