Morgunblaðið - 23.09.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.09.2014, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2014 4 BÍLAR S umir myndu segja að það væri að bera í bakka- fullan lækinn að koma með enn einn dísiljepp- linginn frá BMW því víst er það rétt að úrvalið á þeim bænum er orðið ansi mikið. Reyndar er nýr X4 svar BMW við bílum eins og Audi SQ5, Porsche Macan og Range Rover Evouge frá keppi- nautunum. X4 er algerlega nýr bíll þótt hann sé byggður á grunni X3 og noti sömu vélar og drifbúnað, enda er X4 aðeins í boði með fjór- hjóladrifi og dísilvél. Lægri seta og minna pláss Þegar X4 er skoðaður í sam- anburði við X3 má sjá að hann er ansi líkur honum, undir gluggum það er að segja. Í stuttu máli bjó BMW til þennan flokk, sem þeir kalla Sports Activity Coupé, með því að breyta þaklínunni eins og um sportbíl væri að ræða. BMW X6 kom á markað árið 2008 en er aðeins með sæti fyrir fjóra, nema þegar fimm sæti eru sérpöntuð. Fimm sæti eru hins vegar stað- albúnaður í X4 sem er kostur ef svo má segja. BMW X4 er 36 mm lægri á undirvagni sínum en X3 og fyrir vikið sitja farþegar 20 mm lægra í X4. Ekki veitir af enda er þakið mun lægra og þá sér- staklega fyrir aftursætisfarþeg- ana. Reyndar er höfuðrými alveg þokkalegt í gluggasætunum en þar sem miðjusætið er hærra er ekki ráðlegt fyrir hávaxna að koma sér fyrir þar. Þegar hlið- arlínur X3 og X4 eru skoðaðar er eins og helmingur plássins fyrir ofan axlalínu hafi verið skorinn af. Fyrir vikið kemur þetta útlit mest niður á farangursrýminu, sem er 50 lítrum minna en í X3, og ef sætin eru lögð niður í báðum bíl- unum munar heilum 200 lítrum á plássinu. Einnig er hærra upp í farangursrýmið, sem er sjaldnast kostur. Það versta við þetta bygg- ingarlag er þó útsýnið sem er með því versta sem undirritaður hefur séð í bíl í langan tíma. Stórir D- bitar og lítil og sveigð afturrúðan gera það nánast ómögulegt að sjá hvað er fyrir aftan bílinn, kannski einmitt þess vegna sem BMW býður nálægðarskynjara sem staðalbúnað með bílnum. Annar ókostur sem fylgir einnig aft- urhallandi afturrúðunni er að öll úrkoma situr á rúðunni í stað þess að renna af svo að lítið útsýni verður ekkert ef það rignir eða snjóar. Aðdáunarvert grip En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott því að X4 er að sönnu hörkuakstursbíll. Meira að segja með tveggja lítra dísilvél- inni rífur hann sig vel áfram og átta þrepa sjálfskiptingin er silki- mjúk, líka á Sport+-stillingunni. Sportstýrið í X4 er snöggt að leggja á enda snýst það bara rúma tvo hringi borð í borð. Með M-sport-pakkanum eins og próf- unarbíllinn var útbúinn er hann ekki bara sportlegri í útliti heldur fær hann líka öflugri bremsur og ekki veitir af því. Með sín 1800 kg er aðdáunarvert að finna hversu vel hann heldur sér á veginum og hvað gripið í stórum 19 tommu dekkjunum helst lengi. Jepplingar með dísilvélar hafa flestir tilhneig- ingu til að vera undirstýrðir en því er ekki að heilsa í X4. Það er frek- ar að það votti fyrir örlítilli yf- irstýringu þegar hann nálgast það að missa tökin en það leyfir hann í raun og veru ökumanni aldrei. Þótt slökkt sé á spól- og skrikvörn fer hún aldrei það mikið af að hún grípi ekki inn í ef í óefni stefnir. Finnst þá að hann bremsar fyrst á framhjóli í utanverðri beygjunni en bara rétt svona til að stilla hann örlítið af. Í hefðbundnum akstri er hann líka að sumu leyti betri en X3. Sætin eru þægilegri og með betri stuðningi og hljóð- einangrunin er einnig meiri þótt innréttingin sé nánast sú sama og í X3. Stenst vel samanburð En hvað er BMW að gera með bíl sem er með talsvert minna rými en X3 og mun dýrari? Alls munar 800.000 kr. á grunn- gerðum X3 og X4 í bæði tveggja og þriggja lítra útfærslunum. BMW X4 kostar frá 7.790.000 kr. með tveggja lítra dísilvélinni en frá 10.690.000 kr. með þriggja lítra vélinni. Prófunarbíllinn var tveggja lítra með M-sport-pakka sem bætir rúmri milljón við verðið. Eins og áður sagði er X4 svar við öðrum sportlegum evrópskum jepplingum í gæðaflokki sem bjóðast nú á alla kanta. Einnig má segja að hann sé tilraun til að bjóða sportlegra útlit á annars frekar hefðbundnu jepplings- útlitinu. Hvort það reynist vel eða ekki mun markaðurinn láta í ljós en hann notar þó ekki sama grunnútlit og helstu keppinaut- arnir. Porsche Macan S dísil kost- ar frá 11.950.000 kr. og Audi SQ5 frá 13.490.000 kr. svo að þriggja lítra X4 stendur sig alls ekki illa í samanburði verðlega séð. njall@mbl.is Njáll Gunnlaugsson reynsluekur BMW X4 Tveggja heima sýn Kostir: Gott grip, innrétting, sjálfskipting Gallar: Útsýni, farangursrými BMWX4 Árgerð 2014 • 18 tommaálfelgur • Eiginþyngdkg: 1.805bsk • Farangursrými: 500 lítrar • 0-100km/sek:8,0bsk •Hámarkshr.: 212km/klst • Fjórhjóladrif •Verð frá: 7.790.000kr. • 5,4 l/100km íbl akstri • Umboð:BL •Mengunargildi: 141 gCO2/km •2,0 lítradísilvél • 190hestöfl/400Nm •8þrepasjálfskipting Efnisval innréttingar er fyrsta flokks og ekkert sem truflar ökumann í uppsetningu þess, eins og BMW er von og vísa. Hreint fyrirtak. Twin Turbo-dísilvélarnar frá Bayerische Motoren Werke eru margverð- launaðar og skila vel sínu, hvort heldur sem það er í afli eða eyðslu. Aðeins afturljósin eru öðruvísi en í X3 þegar horft er á neðri hlutann. Farangursrýmið í skottinu er heldur minna en í X3 og munurinn er gríð- arlegur ef hann er skoðaður með sætin felld niður í báðum bílunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.