Morgunblaðið - 23.09.2014, Page 6

Morgunblaðið - 23.09.2014, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2014 6 BÍLAR B ílsmiðjan Dacia, rúm- enskt dótturfyrirtæki Renault, hefur notið mikillar hylli undanfarin misseri og er ekkert lát þar á. Fyrstu átta mánuði ársins jókst sala Daciabíla í löndum Evrópu- sambandsins (ESB) um 30% og nam 247.942 eintökum. Ekkert annað bílamerki hefur notið jafnmikils vaxtar á árinu og Dacia. Aðeins dró þó úr segla- vindinum í ágústmánuði er aukn- ingin var einungis 2,7%. Í ágúst- lok nam hlutdeild Dacia í heildarmarkaði fólksbíla í Evrópu 3,2%. Sem er meira en mark- aðsskerfur Nissan og dregur Dacia jafnt og þétt á Fiat og Toyota. Sala Dacia nemur 35% allrar bílasölu Renaultfyrirtækins og þökk sé hinum rúmensku smiðj- um þá hefur franski bílsmiðurinn notið söluaukningar á heimsvísu í ár. Það var einræðisherrann Nic- olae Ceaucescu sem stofnaði Dacia eftir valdatökuna 1966 í þeim tilgangi að framleiða ódýra bíla fyrir óbreytta landsmenn. Réð hann nokkra verkfræðinga frá Renault til að koma bílsmíð- inni á fót. Nefndi hann fyrirtækið eftir frumbyggjum Rúmeníu, Dakíumönnum, og Dakíu, hinu forna rómverska skattlandi við Svartahaf sem var um það bil þar sem Rúmenía er nú. Fyrsta módel Dacia var kassa- laga fernra dyra stallbakur sem hét einfaldlega Dacia 1100. Sá var byggður á Renault 8. Árið 1969 bættist við Dacia 1300 sem var lítið annað en Renault 12 og smíðaður með leyfi frá Renault. Sá var rennilegri en 1100-bíllinn og réð ríkjum á veg- um Rúmeníu allt þar til smíði hans var hætt árið 2004. Þá höfðu meira en tvær milljónir eintaka verið smíðaðar. Bíllinn varð ekki beint almenningseign því annaðhvort urðu menn að hafa sambönd til að komast yfir einn eða bíða árum saman á bið- listum. Svo ótraustir voru Dacia- bílarnir í stjórnartíð Ceausescus, að haft var í flimtingum, að hver einasti Rúmeni væri bifvélavirki af illri nauðsyn. Eftir fall Ceaucescus og kommúnistastjórnar hans keypti Renault Dacia árið 1999 og hóf að framleiða ódýrustu bíla Evr- ópu í samsetningarsmiðjunum í Rúmeníu. Logan laumast úr landi Fyrsta afurð hinnar uppstokk- uðu starfsemi sem öðlaðist mikl- ar vinsældir var Logan sem kom á götuna 2004. Fulltrúar Ren- ault tóku eftir því að Logan var kominn á götur í Vestur-Evrópu þótt fyrirtækið hefði ekki selt þá út fyrir Rúmeníu. Þótti þetta benda til að markaður væri fyrir bílinn billega þótt smíðagæðin og frágangur væri ekki eins og Vestur-Evrópumenn áttu að venjast. Því var hafinn útflutningur á bílum Dacia og til að gera langa sögu stutta hefur salan aukist að jafnaði um 10% ár hvert. Í dag rjúka Logan II og Sandero II út eins og heitar lummur enda á innan við 8.000 evrur, 1,5 millj- ónir króna, í grunnútgáfum. Sömuleiðis rýkur hinn fjórdrifni Dacia Duster út en aftur á móti hefur dregið úr vinsældum Lodgy og Dokker. Í dag eru smiðjur Dacia í Rúmeníu keyrðar á 95% afköstum og runnu úr þeim 343.000 bílar í fyrra. Árið 1989 voru starfsmenn bílsmiðj- unnar við Argeselána norður af Búkarest tvisvar sinnum fleiri en í dag en afköstuðu þó ekki nema innan við þriðjungi þess bíla- fjölda sem nú er þar smíðaður. Er það til marks um endurbætur sem Renault hefur gert á smiðj- unum og nútímavæðingu þeirra. agas@mbl.is Dacia heillar Evrópubúa Stallbakurinn Dacia Sandero Stepway mælist vel fyrir. Hinn nýi Dacia Duster fær góðar móttökur. Eins og við sögðum frá í síðustu viku mætir Toyota til leiks á bíla- sýningunni í París í október með hugmyndabíl að nýjum smáj- eppa. Stefnt mun vera að því, að bíll- inn, sem á þessu stigi er nefndur Toyota C-HR, verði kominn á göt- una innan eins árs, eða síðsum- ars 2015. Toyota hefur veitt afar tak- markaðar upplýsingar um bílinn en birti í gær tvær myndir til að kynda upp áhuga fyrir frumsýn- ingunni eftir 10 daga. Þær sýna svo ekki verður um villst að jap- anski bílsmiðurinn er að sveigja inn á nýjar brautir í bílhönnun og stílfræði. Eftirtektarvert er, að táknmerki Toyota hefur líklega sjaldan sést jafnstórt á bíl og á framgrilli C-HR-smájeppans. Með C-HR-bílnum virðist og Toyota loks ætla að blanda sér í keppnina um hylli kaupenda lítilla jeppa. Hann mun því keppa við bíla á borð við Honda CR-V, Mazda CX-5 og Nissan Juke, svo einhverjir séu nefndir. Í tilefni myndbirtingarinnar sagði Toyota, að C-HR yrði einum stærðarflokki minni en RAV4- jeppinn og tvinnbíll. Þar sagði og að hugmyndabíllinn endurspegl- aði „kraftmikið nýtt hönn- unarþema“. Óhætt er að segja að um sé að ræða djörfustu bílhönn- un Toyota um margra ára skeið. Bíllinn situr hátt á áberandi stórum hjólum, flæðandi þaklínan sveipast aftur eftir honum og fram- og afturljósin eru einkar áberandi. Þá er yfirbragð bílsins mjög í anda tvennra dyra fólks- bíla, rétt eins og Nissan Juke. Toyota C-HR verður ekki eini nýi bíllinn í París sem hugsaður er sem svar við Nissan Juke. Þar verða einnig hinn nýi smájeppi frá Fiat, 500X, og ný Evrópuútgáfa af Honda HR-V. agas@mbl.is Toyota sýnir meira af C-HR-smájeppanum Óhætt er að segja að Toyota fari inn á nýjar brautir í bílhönnuninni með C-HR smájeppanum. Hönnunin er sú djarfasta um margra ára skeið. Bílaritið Auto- Express sýnir þá ótrúlegu dirfsku að taka sér fyrir hendur að út- nefna versta bíl sögunnar. Það ætlar blaðið reyndar að gera með hjálp lesenda, sem geta sent tillögu sína um versta bíl- inn. Þeir eru svo hvattir til að rökstyðja til- löguna með því að senda blaðinu línu á Facebook eða Twitter, „ekki síst ef þið hafið átt eitthvað af þessum skrímslum“, eins og blaðið kemst að orði. Eflaust rata bílaframleiðendur ekki alltaf á réttu lausnina er þeir smíða nýtt módel. Það ger- ist þó líklega sjaldnar nú til dags en áður. AutoExpress seg- ir að ömurlegir bílar hafi runnið af færiböndum bílsmiðja um dagana og leikur hugur á að vita hver hafi verið þar fremstur í flokki; að ömurleik. Hér er annars listinn sem AutoExpress hefur útbúið yfir kandídata að versta bíl sög- unnar, og dæmi nú hver fyrir sig: – Rover CityRover – Suzuki X-90 – Renault Safrane – FSO Polonez – Lexus SC 430 – Citroën C3 Pluriel – Chrysler PT Cruiser Convertible – Hyundai Pony – Mitsubishi Mirage – Lada Riva – Austin Allegro – Kia Pride – Morris Marina – Alfa Romeo Arna – Nissan Micra C+C – G-Wiz – Austin Ambassador – Nissan Cube – Ssangyong Rodius – Chrysler Ypsilon agas@mbl.is Rover CityRover er meðal bíla sem til álita koma sem versti bíll sögunnar. Þar er hann í afleitum félagsskap. Leita að versta bíl sögunnar Chevrolet Cruze hefur verið einn mest seldi stallbakurinn í Bandaríkj- unum undanfarin ár. Í nýliðnum ágústmánuði náðist merkilegur áfangi í sögu þessa bíls, sem einnig hefur reynst vinsæll hér á landi. Um mánaðamótin skýrði General Motors frá því að þriðji milljónasti Cruze-bíllinn hefði verið seldur í ágúst – aðeins 16 mánuðum eftir að annar milljónasti bíllinn var keyptur. Cruze kom fyrst á götuna árið 2008 og hefur mælst vel fyrir á mark- aði í öllum álfum heims. Hann er nú framleiddur í 11 löndum og seldur í 118. Hefur hann átt mjög hratt vaxandi vinsældum að fagna á nýjum mörkuðum, ekki síst í Kína. Þar höfðu selst 1,13 milljónir Cruze-bíla við síðastliðin júlílok, eða rúmlega þriðjungur allra selda eintaka bílsins. Næststærsti markaður bílsins er á heimavelli í Bandaríkjunum, en þar eru um 900.000 á götunni. Rússland er í þriðja sæti með 195.000 eintök. Lista yfir 10 stærstu sölulönd Cruze fylla síðan Brasilía, Kan- ada, Suður-Kórea, Mexíkó, Tyrkland, Indland og Suður-Afríka. agas@mbl.is Þrjár milljónir Chevrolet Cruze seldar Chevrolet Cruze er seldur í 118 löndum, þar á meðal á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.