Morgunblaðið - 12.09.2014, Blaðsíða 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ
Bláa Lónið býður
upp á veislusal og
dekur með.
10
12.09.2014
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is
Blaðamenn
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is
Auglýsingar
Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is
Forsíðumyndina tók Árni Sæberg
Prentun
Landsprent ehf.
Gamla bíó opnað aftur eftir
gagngerar endurbætur.
4
Salurinn Ásgarður við
Stangarhyl er sívinsæll.
6
Veisluþjónustan Cocktail.is
byggir á reynslunni.
12
Ljúffengur matur og falleg
aðstaða einkennir Sólon.
14
Maður er manns gaman og það hefur aldrei
vafist fyrir Íslendingum að koma saman og
gera sér glaðan dag. Tilefnin eru líka mörg og
margvísleg til þess að slá tappa úr, slá í glas
og slá svo loks á létta strengi. Það er þó að
mörgu að huga ef vel á að vera og góð veisla
krefst nokkurs skipulags, eins og gefur að
skilja. Hvort sem til stendur að taka slaginn
sjálfur – skreyta salinn, undirbúa veitingar, og
ræsta að hittingi loknum – ellegar fá til þess
fagfólk, þá er í ýmis horn að líta. Í þessu sér-
blaði, sem helgað er veislusölum í höfuðborg-
inni og nágrenni, er að finna upplýsingar um
ýmsa kosti sem standa þeim til boða sem hafa
veisluhöld, fundi eða annars konar mannamót
á döfinni. Hvort sem fyrir dyrum er tíu manna
fundur, tvö hundruð manna brúðkaup eða enn
stærra ættarmót, þá eru hér viðtöl og umfjall-
anir um sali af öllum stærðum í ákaflega fjöl-
breytilegum húsakynnum. Það er því vonandi
að lesturinn gagnist þeim sem eru í þeim hug-
leiðingum að leigja sér húsnæði fyrir eitthvert
tilefnið. Það er nefnilega ekki ráð nema í tíma
sé tekið.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Góða veislu gjöra skal