Morgunblaðið - 12.09.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.2014, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Þórður Gersemi „Það eru fjölmargir möguleikar í þessu húsi sem hafa einfaldlega ekki verið nýttir hingað til. Þetta hús er auðvitað alltof fallegt til að leyfa fólki ekki að njóta þess til fulls,“ segir Ása Berglind, markaðs- og verkefnastjóri hjá Gamla Bíói. F ramkvæmdir hafa staðið yfir í sumar og munu gera fram á haust að sögn Ásu Berg- lindar. „Þegar fram- kvæmdum lýkur verður húsið allt miklu praktískara í notkun og auðveldara að nýta það fyrir hvers kyns viðburði,“ segir hún. „Notagildi stóra salarins hefur verið heldur tak- markað því hann var jú með föstum sætum á hallandi gólfi. Honum erum við að breyta ásamt því að taka önnur rými í gegn svo þau nýtist líka við ýmiskonar mannfagnaði. Það eru fjöl- margir möguleikar í þessu húsi sem hafa einfaldlega ekki verið nýttir hingað til. Þetta hús er auðvitað alltof fallegt til að leyfa fólki ekki að njóta þess til fulls.“ Fjölnota aðalsalur Eins og Ása nefndi var stóri salurinn með niðurnegldum sætaröðum á hall- andi gólfi ásamt föstu sviði í austur- enda salarins sem setti notendum hans heldur þröngar skorður. Nú hef- ur allt þaðan verið hreinsað út, bæði sætin og sviðið.“ „Í stóra salnum verða laus sæti sem hægt verður að raða upp á alla mögulega vegu, allt eftir því hvort til stendur að hafa hér hefðbundið borð- hald, tónleika eða hvað sem vera skal. Hallinn hefur því líka verið tekinn af gólfinu og nú er það einfaldlega jafn- slétt. Þó verða útdraganlegar sæta- raðir sem lítið fer fyrir út við vegg þegar þær eru ekki í notkun en virka eins og hallandi bíósætauppröðun þegar þær eru útdregnar. Sviðið verður sett upp aftur en í einingum svo hægt verður að taka það sundur og færa það til í salnum, ef vill. Þá verður líka hægt að setja upp göngu- pall eftir endilangri miðjunni í salnum með sætum til beggja hliða ef setja á upp tískusýningu. Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi.“ Ása Berglind bætir því við að svalirnar í stóra saln- um verði um leið lagaðar og betrumb- ættar. „Þær verður svo hægt að leigja einar og sér fyrir minni mann- fagnaði og listviðburði.“ Petersensvítan opnuð gestum Það er ekki á allra vitorði en á þriðju hæð Gamla bíós var lengst af inn- réttuð, myndarleg íbúð. Hún heitir eftir manninum sem setti Gamla bíó á stofn á sínum tíma. Sá hét Peter Pet- ersen og var danskur að ætt. Petersen þessi var ljósmyndari og í hópi upphafsmanna kvikmyndarekst- urs á Íslandi. Hann reisti Gamla bíó árið 1927 og innréttaði um leið íbúð fyrir sig á efri hæðinni. Þar bjó hann meðan hann rak bíóið, allt til ársins 1939 þegar hann fluttist til Kaup- mannahafnar. Hefur þar síðan heitið Petersensvíta. „Petersensvítan er í ákaflega fallegu rými en það hefur lít- ið sem ekkert verið notað hingað til. Á því verður breyting núna,“ segir Ása Berglind. „Svítan hentar frábær- lega fyrir minni fundi og mannfagn- aði og opnu aðalrýmin tvö sem mynda aðalhluta íbúðarinnar taka hvort um sig um 20 manns. Í svítunni verður daglega opið kaffihús og bar og þar má halda kokteilboð, afmæli, tónleika eða fundi af öllu tagi og umhverfið er dásamlegt, fullt af sögu og andrúms- loftið er einstakt.“ Af efri hæðinni verður ennfremur gengt út á þakpallinn og þar stendur til að setja upp skála í einu horninu. „Af þakpallinum er stórkostlegt út- sýni yfir borgina og þar verður án vafa vinsælt að hafa skemmtilega við- burði sem njóta sín undir beru lofti.“ Breytingar til fyrra horfs Þar sem hús Gamla bíós hefur fylgt Reykvíkingum – og reyndar lands- mönnum öllum – um langan aldur hefur óneitanlega sett ugg að sumum yfir því að verið sé að taka húsið í gegn. Margir óttast að verið sé að vinna þessu fallega húsi óbætanlegan skaða og reynt verði að færa húsið til nútímalegri vegar með ófyrirséðum afleiðingum. Ása Berglind þvertekur fyrir að nokkuð slíkt sé í kortunum. „Það er alls ekki svo. Þvert á móti miða þessar framkvæmdir að því að færa húsið sem næst sínu upp- runalega útliti og til þess höfum við gamlar ljósmyndir og annað slíkt til hliðsjónar við verkið. Hvergi er brotið í bága við friðunarlög eða aðrar reglugerðir á nokkurn hátt heldur eru þessar framkvæmdir unnar í fullri sátt við þá sem fara með mála- flokk húsfriðunar. Þá má benda á að anddyrið, með sínum sögulegu miða- sölugluggum, er alfriðað og þar verð- ur ekki hreyft við neinu, bara lagfært og frískað upp á. Hvað sætin í að- alsalnum varðar þá heyrðum við eitt- hvað af áhyggjuröddum þegar frétt- ist að til stæði að hreinsa þau út og endurnýja. Það má í þessu sambandi benda á að sætin í salnum voru ekki upprunaleg, svo enginn misskiln- ingur sé um það. Það var búið að taka upprunalegu sætin út úr húsinu fyrir margt löngu og sumir telja að bíósæt- in sem eru til vörslu í Árbæjarsafni séu upprunalegu sætin úr Gamla bíói. En við þessar framkvæmdir er full virðing borin fyrir húsi Gamla bíós.“ Opnað um áramótin Fyrir utan bætta aðstöðu um allt hús verður móttökueldhús innréttað í kjallaranum sem getur séð gestum fyrir veitingum í samstarfi við veislu- þjónustur. „Svo erum við að setja upp lyftu sem mun fara hér á milli hæða og þá verður loks tryggt al- mennilegt hjólastólaaðgengi, nokkuð sem ekki hefur verið til staðar hingað til enda lítið hugsað um slíkt á bygg- ingartíma hússins,“ segir Ása. Að sögn Ásu Berglindar er stefnt á að húsið verði tilbúið til fullrar notk- unar um áramótin en þó verði eitt- hvað um að vera í húsinu áður en til þess kemur. „Gamla bíó verður með- al annars einn af tónleikastöðunum á Iceland Airwaves í haust svo húsið verður komið í einhverja notkun þá þegar. Við erum nú þegar farin að taka á móti bókunum og það er greinilega mikill áhugi fyrir því að koma hér inn með allskyns viðburði og veislur. Hægt er að hafa samband á gamlabio@gamlabio.is og svo geta áhugasamir einnig fylgst með fram- kvæmdunum á facebooksíðu Gamla bíós. Svo stefnum við á að opna með viðhöfn um áramótin, enda væri flug- eldasýning við hæfi þegar kemur að því að bjóða Íslendingum hingað inn á ný.“ jonagnar@mbl.is Aftur til fortíðar Það stendur mikið til í hinu sögufræga húsi Gamla bíós við Ingólfsstræti. Innanstokks er verið brjóta, breyta og bæta – allt til að færa þetta ástsæla samkomuhús sem næst upprunalegu horfi sínu. Blaðamaður fékk leiðsögn um húsið me Ásu Berglind Hjálmarsdóttur, markaðs- og verkefnastjóra hjá Gamla bíói. Morgunblaðið/Eggert Húsið Gamla bíó við Ingólfsstræti er sögufrægt og gullfallegt hús sem til stendur að opna að fullu eftir gagngerar endurbætur um næstu áramót. Möguleikar Hér sjást nokkrar útfærslur á stóra salnum í gamla bíói, allt eftir því hvert tilefnið er hverju sinni. Möguleik- arnir eru ótalmargir. Pallurinn Svalapallurinn verður opnaður fyrir hvers konar viðburði þeg- ar framkvæmdum lýkur. Útsýnið þaðan á sér fáa jafningja í Reykjavík. 4 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.