Morgunblaðið - 12.09.2014, Qupperneq 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ
Kol og salt, Grandagarði 2, 101 Reykjavík
Sími: 511 1517 / 695 6900 - elma@sagamuseum.is
Einstök aðstaða til veislu- og fundarhalda í
virðulegu og sögufrægu húsi.
Hlýlegur salur sem hentar vel fyrir árshátíðir,
brúðkaup, afmæli, fermingarveislur og móttökur.
Einstakur veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur
M
iklar framkvæmdir
standa nú yfir á Hótel
Borg og uppúr áramót-
um verður opnaður þar
nýr, stærri og betri
Skuggabar, að ógleymdum 40 nýju
herbergjum og fallegri heilsulind í
kjallaranum.
Þóra Sigurðardóttir er fram-
kvæmdastjori Borg Restaurant
(www.borgrestaurant.is) sem sér um
allar veitingar og veislur á hótelinu.
„Með framkvæmdunum er verið
að nýta byggingarrétt á baklóðinni
og verður með því til nýtt rými á
jarðhæðinni til viðbótar við þá
veislusali sem fyrir eru á hótelinu.
Eftir framkvæmdirnar verður
Skuggabarinn orðinn lengri og
stærri og betur sniðinn að ólíkum
þörfum viðskiptavina okkar,“ segir
Þóra.
Hún bætir við að gamli Skugga-
bar hafi verið orðinn nokkuð gamall
og lúinn, barn síns tíma sem hafi
þjónað sínu hlutverki vel um langt
skeið. „Rýmið er núna tekið alveg í
gegn og endurhannað 100% í sama
anda og aðrir hlutar hótelsins. Verð-
ur einnig hægt að stúka salinn betur
niður í aðskilin rými, auka þannig
notagildið og gera okkur kleift að
taka vel á móti gestahópum af öllum
stærðum.“
Þar sem hlutirnir gerðust
Hótel Borg þarf ekki að kynna les-
endum Morgunblaðsins. Þetta fagra
og sögufræga hótel hefur í gegnum
tíðina verið einn af miðpunktum
samfélagsins, og leitun að þeim
borgarbúa sem á ekki einhverjar já-
kvæðar minningar frá hótelinu.
„Fyrir stuttu hitti ég nærri ald-
argamla konu sem sagði mér einmitt
frá einni af sínum bestu æskuminn-
ingum, þegar hún fór á sinn fyrsta
dansleik á Borgini, sextán ara göm-
ul. Margir eiga minningar af sama
toga, frá dansskemmtun, hlaðborði
eða veislu.“
Þóra segir þessa sögu og glæsi-
lega bygginguna gefa öllum veislum
sem þar eru haldnar meiri glæsibrag
og hátíðleika. Alla hlakki til að koma
í veislu á Hótel Borg. „Staðsetningin
gæti heldur ekki verið betri, hér al-
veg í hjarta miðborgarinar en samt
svo „prívat“. Fyrir utan er iðandi
mannlífið, Laugavegur, Tjörnin og
Austurvölur en þegar stigið er inn í
húsið er komið inn í annan heim.“
Salir sem þarf ekki að skreyta
Hún segir líka að fólk ætti ekki að
halda sjálfkrafa að allur glæsileikinn
og sagan geri veislur á Hótel Borg
mjög dýrar. „Mér sýnist verðin hjá
okkur vera mjög sambærileg við það
sem gengur og gerist í veislu- og há-
tíðageiranum. Engin óvænt útgjöld
ættu að koma fólki í koll og hægt að
stóla á fagmannlega ráðgjöf og
hnökralausa þjónustu út í gegn.“
Hún skýtur þvi inn að þegar svona
fagurlega innréttaður staður er val-
inn fyrir veisluna þurfi heldur ekki
að gera neitt meira fyrir rýmið. „Oft
er fólk að eyða miklu púðri í að gera
hina og þessa veislusalina fallegri og
hátíðlegri. Salir eins og Gyllti sal-
urinn eru hátíðlegir og glæsilegir án
þess að nokkuð meira sé við þá
gert.“
Veisla og notaleg næturgisting
Ef til stendur að halda veislu á hót-
elinu er ekki galið að skoða líka þann
möguleika að gista þar eins og eina
nótt, í góðu yfirlæti. Segir Þóra að
algengt sé að t.d. fyrirtækjahópar
utan af landi hafi þann háttinn á að
blanda saman veislu og gistingu, en
gistingin geti líka verið skemmtileg
viðbót við eftirminnilegan dag jafn-
vel ef fólk býr á höfuðborgarsvæð-
inu.
„Er upplifunin þá nánast eins og
að vera kominn til útlanda. Gestir
geta komið sér fyrir á herbergrinu
uppúr miðjum degi, varið eftirmið-
deginum við búðarölt eða í listasöfn-
unum og tekið sig svo til fyrir veisl-
una uppi á herbergi. Gestirnir halda
svo heim næsta dag úthvíldir og af-
slappaðir.“
ai@mbl.is
Allir hlakka til að koma á Hótel Borg
Umfangsmiklar fram-
kvæmdir standa yfir við
hótelið og eftir áramót
verður opnuð ný og
betri veisluaðstaða.
Skuggabar stækkar og
er tekinn í gegn í stíl við
aðra hluta hússins.
Dekó Hver krókur og kimi á hótelinu býr yfir heillandi sögu.
Úrval Fagmenn fara leikandi létt með að skipuleggja storar og smáar veislur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gylling Þóra segir fallegan sal ekki þurfa neina skreytingu. „Salir eins og Gyllti salurinn eru hátíðlegir og glæsilegir án þess að nokkuð meira sé við þá gert.“
Þóra segir Íslendinga vilja almennilega steik í matinn þegar haldin er árshá-
tíð. Lamba- og nautakjöt sé langsamlega vinsælast. „Fólk vill góða og vand-
aða steik, en samt ekki „mömmumat“, heldur rétt sem eldaður hefur verið
með kokka-„tvisti“,“ segir hún.
Magnið skiptir ekki endilega höfuðmáli, heldur gæðin. „Hinn almenni gest-
ur ber í dag mjög næmt skynbragð á gæði hráefnisins og það gengur ekki að
bera á borð hnallþórur og svamptertur, eða eitthvað annað en fyrsta flokks
kjöt. Vinsæla chili-súkkulaðikakan okkar er gott dæmi um þetta, gerð úr fín-
asta fáanlega hráefni. Sneiðin er ekki risavaxin, en það er mikið að gerast í
hverjum bita.“
Hátíðir snúast um steikur