Morgunblaðið - 12.09.2014, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ | 9
L
ykillinn að því að eiga skemmtilega
stund við veisluborðið er að sitja til
borðs með áhugaverðu fólki sem
gaman er að ræða við. Fátt er pín-
legra en að sitja með kræsingarnar
fyrir framan sig, í sparifötunum og reyna af
veikum mætti að halda uppi samræðum við
óáhugaverðan sessunaut.
Góður gestgjafi þarf að leggja ákveðna
vinnu í sætaskipanina, ellegar treysta því að
fólk raði sér nokkurn veginn vel niður á
borðin ef sætaröðunin er frjáls.
Finna má á vefnum og í handbókum ýmis
ráð um hvernig á að raða gestum niður og
geta reglurnar verið breytilegar eftir því
hvers konar viðburð er um að ræða. Á
árshátíð fyrirtækis gilda ekki endilega sömu
lögmálin og í brúðkaups- eða afmælisveislu,
og gestgjafinn getur líka haft mjög mis-
mikla þekkingu á persónuleika og áhuga-
málum gestanna.
Hafa sumir gengið svo langt að þróa flók-
in fræði í kringum niðurröðunina eftir ná-
kvæmum reglum um hvaða manngerðir
geta setið saman og hverjar ekki.
Nöldrarar og trúðar
Ágætt er að reyna t.d. að skilja gróflega
hvernig hver gestur er líklegur til að hegða
sér í boðinu. Sumir eru miðpunktur athygl-
innar og aðrir fámálir hlustendur. Sumum
hættir til að nöldra, slúðra eða kvarta og
aðrir gera ekki annað en ræða um stjórn-
mál. Sumir eru í innsta hringnum og þekkja
alla, en aðrir eru nýliðar og með lítil tengsl
við aðra gesti.
Þarf að finna ákveðið jafnvægi á milli
þessara persónugerða. Gefðu nýliðanum
smá hækju að styðja sig við með því að sitja
við hliðina á opnum gesti sem þekkir alla og
getur greitt leiðina að öðrum veislugestum.
Ekki fylla heilt borð af þöglum týpum og
alls ekki setja alla röflarana í einn hóp, því
þeir eiga bara eftir að magna upp röflið
hver í öðrum.
Gestgjafinn sjálfur þarf oft að vera á
ferðinni um veisluna og þarf þess vegna að
muna að velja sér sessunauta sem geta ver-
ið sjálfbjarga ef gestgjafinn stendur upp frá
borðum.
Gjárnar brúaðar
Stundum hjálpar sætaskipanin líka til við að
hrista fólk saman. Hver kannast ekki við að
hafa farið í fermingarveislu eða brúðkaup
þar sem ein ættin hélt sig í öðru horninu og
hin ættin í hinu horninu. Þetta fólk fær ekki
mörg tækifæri til að kynnast og um að gera
að ýta fólki út úr þægindahringnum.
Sama gildir með vinnustaði, að veislan
getur brúað bil á milli deilda. Kannski það
skapi nýjar og verðmætar samskiptaleiðir
ef söludeildin situr með bókhaldinu, eða lag-
erfólkið með tæknimönnunum.
Í öðrum tilvikum þarf að reyna að hafa
sem lengst bil á milli sumra gesta. Kannski
er best að tengdamæðurnar sitji hvor í sín-
um enda salarins og snúi baki hvor í aðra,
eða vinnufélagarnir sem lyndir ekki vel
hverjum við annan séu a.m.k. ekki hafðir
við sama borðið.
Í brúðkaupsveislum og sambærilegum
viðburðum þykir líka stundum við hæfi að
pör sitji sitt í hvoru lagi og blandi þannig
geði við fleira fólk. Hjónin geta þá t.d. setið
hvort andspænis öðru við hringborð eða
langborð.
ai@mbl.is
Meiri gleði með réttu sessunautana
The White House
Hefðir Gestir snæða páskakvöldverð með Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Niðurröðunin er án vafa vandlega úthugsuð, rétt eins og allt annað í salnum.
Getur skipt miklu fyrir veisl-
una hvar fólk situr og hver
situr með hverjum.
Við erum líka
góð í smærri
veislum
Veisluþjónusta Hörpu býður upp á alhliða þjónustu
fyrir hvers kyns viðburði. Meginstefið er ný íslensk
matargerðarlist þar sem framsetningin kemur
á óvart. Eldað er úr öllu því ferskasta á hverjum
árstíma með áherslu á íslenskt hráefni.
Við tökum að okkur brúðkaupsveislur, fermingar-
veislur, afmæli, erfisdrykkjur, árshátíðir, fundi,
ráðstefnur og þannig mætti lengi telja.
Starfsfólk okkar er fagfólk með mikla reynslu;
úrvalshópur matreiðslumanna og sérfræðinga
í skipulagningu á veislum. Við tryggjum einstaka
stemningu, ánægjulegar stundir og auðvitað
gómsætar veitingar.
Hafið samband við okkur og fáið persónulega
ráðgjöf um hvað hentar veislunni þinni.
veislur@harpa.is | 528 5070