Morgunblaðið - 12.09.2014, Page 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
L
ava, veitinga- og veislusalur
Bláa Lónsins er byggður
inn í hraunið. Óhætt er að
segja að hann veiti við-
burðum sem þar fara fram
bæði fallega og ævintýralega um-
gjörð,“ segir Magnea Guðmunds-
dóttir, upplýsingafulltrúi Bláa Lóns-
ins. „Klettaveggurinn sem umlykur
salinn utan frá er upplýstur og setur
samspil lýsingarinnar og Bláa Lóns-
ins skemmtilegan svip á salinn.“ Lava
hentar að sögn
Magneu vel fyrir
stærri viðburði
eins og árshátíðir
fyrirtækja sem
hafa salinn þá út
af fyrir sig, en sal-
urinn býður upp á
mikla möguleika.
„Salurinn er vel
tækjum búinn og
býður upp á fjöl-
breytta mögu-
leika í lýsingu. Einnig má skipta saln-
um niður í tvo eða þrjá hluta allt eftir
gestafjölda. Þykkar gardínur og tveir
stórir skjávarpar eru í salnum sem
býður uppá ýmsa möguleika með
myndir og myndbönd.“
Magnea bendir ennfremur á að
Lava barinn á annarri hæð sé tilval-
inn fyrir fordrykk og þegar vel viðrar
geta veislugestir einnig farið upp á
þak Lava þar sem þeir njóta óviðjafn-
anlegs útsýnis yfir svæðið.
Þægileg akstursfjarlægð
Fundasalir Bláa Lónsins henta vel
fyrir minni og stærri fundi, og ráð-
stefnu- og fundasalir eru í Bláa Lón-
inu og einnig í Eldborg sem er við
orkuverið í Svartsengi. „Við höfum
fengið mjög góð viðbrögð frá þeim
sem hafa fundað hjá okkur, og óhætt
er að segja að einstakt umhverfi Bláa
Lónsins veiti fundagestum inn-
blástur, hvert sem fundarefnið kann
að vera hverju sinni,“ segir Magnea
og brosir við. „Staðsetningin er einn-
ig þægileg þar sem hóparnir fara út
úr bænum, kúpla sig þannig út úr
sínu daglega umhverfi en eru samt
sem áður í þægilegri akstursfjarlægð
frá höfuðborgarsvæðinu. En Eldborg
er sérstaklega góður kostur fyrir
veislur fyrir allt að 200 manns. Í Bláa
lóninu og Eldborg eru einnig fullbúin
stjórnarherbergi sem eru tilvalinn
kostur fyrir minni fundi. Öll fund-
arherbergi eru búin góðum tækja-
búnaði. Svæðið býður einnig upp á
mikla möguleika þar sem funda- og
ráðstefnugestir geta einnig unnið og
fundað í minni hópum utan funda-
herbergjanna, þessi möguleiki er vin-
sæll hjá þeim sem funda hér hjá okk-
ur,“ bætir hún við.
Slökun að fundi loknum
„Bláa lónið er einnig mikið aðdrátt-
arafl fyrir hópa sem funda hjá okkur
yfir daginn og óhætt er að segja að
það sé fátt betra en að ljúka góðum
fundardegi í lóninu sjálfu,“ segir
Magnea. „Fundagestir ná þá að end-
urnærast og slaka á í lok dags og veit-
ir oft ekki af eftir strembna vinnu-
eða fundatörn.“ Þegar það kemur að
upplifun í lóninu bjóða Magnea og
samstarfsfólk hennar upp á fjöl-
breytta möguleika. „Okkar vinsæl-
asta heimsókn heitir „Experience
Comfort.“ Auk þess að fara í Bláa
Lónið fá gestir afnot af handklæðum
og baðsloppum og nudd og drykk að
eigin vali í lóninu. Þá fylgir lítill pakki
með völdum húðvörum einnig með
heimsókninni.
Betri stofa Bláa Lónsins – þar sem
boðið er upp á einkaklefa og arinstofu
– er góður kostur fyrir smærri hópa,
að sögn Magneu, en Betri stofan
hentar fyrir allt að 12 gesti. „Spa
meðferðir og nudd í Lóninu eru fáan-
legar og henta þær vel fyrir minni
hópa þar sem allt að átta gestir geta
fengið nuddmeðferð samtímis.“
Stjörnukokkar stjana við gesti
Bláa Lónið leggur mikla áherslu á
upplifun gesta og á það jafnt við um
umhverfi, þjónustu og veitingar, eins
og Magnea bendir á. „Matreiðslu-
meistarar Bláa Lónsins þeir Ingi
Þórarinn Friðriksson, Þráinn Freyr
Viktorsson, fyrirliði landsliðs ís-
lenskra matreiðslumeistara, og Vikt-
or Örn Andrésson, matreiðslumeist-
ari Norðurlanda 2013, leggja mikla
áherslu á hráefni upprunnin í ná-
grenni Bláa Lónsins. Íslenskt sjáv-
arfang er þar í fyrirrúmi enda er Bláa
lónið staðsett í Grindavík. Mat-
reiðslumeistararnir hafa þróað sam-
setta matseðla sem henta bæði minni
og stærri hópum.“
Áhersla er lögð á matarupplifun
sem hluta af heildarupplifun heim-
sóknarinnar í Bláa Lónið. „Í vetur
verður boðið upp á enn fjölbreyttari
matseðla og m.a. með villibráðarívafi
en villibráðarhlaðborð Bláa Lónsins
hafa notið mikilla vinsælda und-
anfarin ár.
Magnea minnir ennfremur á að
staðsetningin á Reykjanesinu feli
einnig í sér frábær tækifæri fyrir
hópa sem vilja hafa útiveru sem hluta
af fundardeginum. „Á Reykjanesi er
stórbrotin náttúra og tilvalið aðheim-
sækja t.d. Gunnuhver og brúna milli
heimsálfa sem hluta af fundardeg-
inum,“ segir hún. „Sem dæmi má
nefna að Orkustígurinn sem liggur
um athafnasvæði Bláa Lónsins og til
Grindavíkur er skemmtileg 5 km
gönguleið sem tilvalið er að fara í lok
dags áður en hópurinn fer í Bláa Lón-
ið eða til að brjóta upp daginn. Þá
bjóðum við einnig skemmtilegar ferð-
ir um Bláa Lónið undir leiðsögn,
gestir kynnast þá sögu og uppruna
Bláa Lónsins á lifandi og skemmti-
legan máta. Áhersla okkar hjá Bláa
Lóninu er alltaf að koma til móts við
óskir viðskiptavina okkar og leggja
okkar af mörkum til að fundardag-
urinn eða viðburðurinn verði sem
ánægjulegastur,“ segir Magnea að
endingu.
jonagnar@mbl.is
Magnað umhverfi og matarupplifun
Það er óhætt að segja
að Bláa Lónið njóti
ákveðinnar sérstöðu
sakir umhverfis síns og
þeirra heilnæmu eig-
inleika sem í lóninu
sjálfu felast. Bláa Lónið
býður fjölbreytta mögu-
leika þegar kemur að
veislum og mannfagnaði
og þar skapar umhverfið
eftirminnilega umgjörð.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einstakt Bláa Lónið og umhverfi þess er einstakt og aðdráttarafl þess á Íslendinga sem og erlenda ferðamenn er ávallt mikið.
Morgunblaðið/RAX
Vellíðan Funda- og ráðstefnugestir geta látið líða úr sér í nuddi, fljótandi í sjálfu lóninu. Betri slökun er sjálfsagt vandfundin.
Náttúra Hraun og vatn mætir húsi Bláa
Lónsins og myndar magnaða heild.
Magnea
Guðmundsdóttir
Hraunið Hátt er til lofts og vítt til veggja í veitingasalnum og hraunið rammar hann inn. Veisluborð Lava, veitinga- og veislusalur Bláa Lónsins, rúmar veglegar veislur við öll tækifæri.