Morgunblaðið - 12.09.2014, Side 12

Morgunblaðið - 12.09.2014, Side 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ Borgartún 6 Sími 517 0102 veislumiðstöðin.is Áratuga reynsla Ef góða veislu gjöra skal Veislumiðstöðin er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem státar sig af frábærum veitingum og persónulegri þjónustu. Alhliða veisluþjónusta Tilvalið fyrir fermingar, brúðkaup og aðra mannfögnuði. Fallegir salir á efstu hæð í Húsi verslunarinar og í Borgartúni Pöntunarsími 517 0102 STOFNAÐ 1976 Þ egar kemur að því að halda veislu komast fáir með tærnar þar sem Árni Þorsteinsson hefur hæl- ana. Árni er veit- ingamaður og framreiðslumeistari, rekur fyrirtækið Cocktail veislu- þjónustu (www.cocktail.is) og hefur umsjón með Lionssalnum Lundi í Auðbrekku. „Lundur hefur verið mjög vinsæll salur fyrir alls kyns uppákomur, og þá alveg sérstaklega árshátíðir, jólahlaðborð og þorrablót. Raunar eru þorrablótin í Lundi orðin vel þekkt fyrir ljúffengar veitingar sem við útbúum frá grunni,“ segir Árni. Nauthólsvíkin í kaupbæti Salurinn er bjartur og snyrtilegur, með útsýni yfir Nauthólsvíkina, Há- skólann í Reykjavik og hálft Reykjanesið. Er salurinn á 2. hæð, með lyftu, og næg bílastæði fyrir neðan húsið. „Salurinn hentar langbest fyrir 80-200 manna samkomur. Þegar stillt er upp fyrir á bilinu 80-180 gesti er samt enn gott pláss fyrir stórt dansgólf og svið. Er þetta því góður staður fyrir hátíðir af öllum toga þar sem til stendur að blanda saman veitingum og líflegum dansi.“ Í Lundi má finna stórt og mjög vandlega útbúið hundrað fer- metra eldhús þar sem mat- reiðslumenn Árna fara létt með að galdra fram heilu veislurnar. „Við eigum þar einn glæsilegasta og ný- stárlegasta ofn landsins sem er sér- útbúinn til hægsteikingar. þar hæ- geldum við t.d. kalkúnabringur í sjö tíma eða heilu grísalærin í allt að 27 stundir, og kemur steikin út jafn- meyr yst sem inn við beinið,“ út- skýrir Árni. Þráðlaust net má ekki vanta Salurinn er líka vel útbúinn margs konar tækni, s.s. tvöföldu hljóðkerfi sem hentar jafnvel fyrir tónlist- arflutning og fyrirlestra, skjávarpa og tjaldi. Þá er gott píanó í húsinu og þráðlaust net fyrir alla gesti. „Þráðlausa netið er mikið notað og mjög vinsælt t.d. í brúðkaups- veislum að brúðhjónin setja upp á vegg „hashtagg“ fyrir veisluna. Gestirnir eru svo út í gegnum boðið að taka myndir, merkja veislunni og setja út á netið.“ Salurinn býður einnig upp á af- slappaða setustofu og hægt að setja upp barnahorn með sjónvarpi og leikjum ef þess er óskað. Teymi þjónustufólks og mat- reiðslumanna tryggja að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Ef gestgjafinn vill gera hátíðina enn persónulegri segir Árni sjálfsagt að leyfa að sal- urinn sé skreyttur. „Í ferming- arveislum er t.d. viðeigandi að fólk komi með heimagerðar kökur og tertur að hætti fjölskyldunnar. Ef einstaklingar halda stóra veislu fyr- ir mikinn fjölda fólks eins og gert er í afmælis- og brúðkaupsveislum er- um við heldur ekki að leggja á tappagjald þó gestgjafinn eða gestir komi með eigið vín.“ Því fyrr, því betra Árni segir veisludagatalið mjög kaflaskipt. Á haustin eru haldnar árshátíðir, þá koma jólaboðin, svo þorrablótin, árshátíðir að vori, fermingarveislur í kringum páska og brúðkaup og afmæli yfir sum- arið. Á sumum tímum ársins dreif- ast veislurnar á örfáa daga og þarf þá að hafa lengri fyrirvara á pönt- unum ef á örugglega að takast að komast að á réttum degi. „Ferming- arboðin eru oft pöntuð með árs fyr- irvara, vegna þess að þeir sem eru að fara að láta ferma börnin sín færa þetta oft í tal í fermingarboð- unum árið áður og komast að því að þeir sem ekki bókuðu mjög tím- anlega fengu ekki þann sal sem þeir helst vildu.“ Segir Árni að um þessar mundir séu skemmtinefndir starfsmanna- félaganna að skipuleggja veturinn og framsýn hjónaefni farin að festa Vissara að bóka veislusalinn tímanlega til að fá örugglega óska-daginn. Fara þarf varlega í það að spara með því að gera hlutina sjálfur, því óvænt útgjöld koma oft í bakið á fólki og margt smátt safnast fljótt upp í stórar fjárhæðir. Meirihluti bókana kemur í byrjun haustsins Þegar kemur að því að halda veislu er ótalmargt sem getur klikkað, og fyrir óvana er ekki ein- falt verk að láta viðburðinn ganga upp. Árni varar t.d. við því að fólk reyni að spara með því að gera sem mest sjálft. „Þegar upp er staðið reynist það oft vera ódýr- ara að fá allan pakkann frá reynd- um veitingamanni, og oft eru það litlu og óvæntu útgjöldin sem koma í bakið á fólki. Bara það að kaupa t.d. pappírsrúllu til að nota sem borðdúk getur kostað 10- 15.000 kr, en er þó mun ódýrara en ef fólk neyðist til að kaupa borðdúka fyrir hundrað manna veislu. Gott þjónustufólk er líka ómissandi og getur fljótt skemmt dýra samkomu ef ekki eru nægi- lega margir starfsmenn til taks til að tryggja að allt gangi snuðru- laust fyrir sig. Allur þessi óvænti kostnaður sem fellur til hér og þar er eitthvað sem fólk hugsar yfirleitt ekki út í fyrr en það er orðið of seint og getur hæglega bætt nokkrum hundruðum þús- unda við heildarkostnaðinn.“ Árni segir líka lítið hægt að spara með því að reyna að koma með eigið hráefni til matseld- arinnar. Hann segir það arfleifð frá fyrri tíð þegar fólk reynir að leita til einhvers frændans eða frænkunnar sem er skytta eða stundar heimaslátrun. „Þetta get- ur hafa verið góð sparnaðarleið fyrir þremur áratugum, en í dag er það ekki hráefnið heldur vinn- an sem ræður mestu um kostn- aðinn við veitingarnar. Það er þess vegna að við sjáum t.d. minna í dag af mannaflsfrekum veisluréttum á borð við pinnamat, sem fyrir tveimur áratugum var mjög áberandi í veislum hér á landi.“ Óvæntu útgjöldin safnast fljótt upp Morgunblaðið/Jim Smart Biti Það er mun frekar vinnan en verð hráefnisins sem ræður kostnaðinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.