Morgunblaðið - 08.10.2014, Page 2

Morgunblaðið - 08.10.2014, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 UPPGJÖR 2014 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Atli Guðnason, sóknartengiliðurinn reyndi í liði FH, var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í knattspyrnunni á árinu 2014 að mati Morgunblaðsins. Hann varð efstur í einkunnagjöf blaðsins, M-gjöfinni, og fékk samtals 17 M fyrir frammistöðu sína í 22 leikj- um Hafnarfjarðarliðsins í deildinni á nýloknu keppnistímabili. Eins og fram kemur í viðtali við Atla á forsíðu íþróttablaðsins er þetta í þriðja sinn á sex árum sem hann stendur uppi sem efsti maður í M- gjöfinni í mótslok en það gerðist einn- ig árin 2009 og 2012. Baráttan um efstu sætin var mjög jöfn í allt sumar en undir lokin voru það fjórir leikmenn sem stóðu feti framar en aðrir. Atli Guðnason fékk M fyrir ellefu leiki í sumar. Einu sinni þrjú, fyrir frammistöðu sína gegn Val í næstsíð- ustu umferðinni, og hann fékk fjórum sinnum tvö M. Fyrir leik gegn Fylki í 2. umferð, gegn Val í 10. umferð, gegn Fjölni í 18. umferð og gegn KR í frest- uðum leik 19. september. Samtals 17. Elías Már Ómarsson, hinn bráð- efnilegi sóknarmaður Keflvíkinga, varð annar en hann fékk 16 M. Elías átti mjög jafnt og gott tímabil og fékk fimmtán sinnum M fyrir sína leiki, þar af einu sinni tvö. Elías spilaði 20 leiki þannig að það gerðist aðeins fimm sinnum að hann fengi ekki M fyrir frammistöðu sína. Árni Vilhjálmsson, annar ungur og efnilegur sóknarmaður, úr Breiða- bliki, fékk 15 M fyrir 20 leiki Kópa- vogsliðsins. Hann fékk þrettán sinn- um M, þar af tvö M tvívegis. Igor Taskovic, fyrirliði og miðju- maður Víkinga, fékk einnig 15 M en hann spilaði 21 leik með nýliðunum. Taskovic fékk tvisvar tvö M og alls þrettán sinnum M fyrir leiki liðsins. Hér fyrir ofan má sjá úrvalslið Morgunblaðsins 2014, byggt á ein- kunnagjöfinni, en þar er valið ellefu manna lið og níu varamenn. Þetta eru þeir 20 einstaklingar sem voru fremstir í flokki á keppnistímabilinu 2014. Eflaust furða einhverjir sig á því hve fáir úr Íslandsmeistaraliði Stjörn- unnar eru í þessum hópi. En það segir kannski meira en margt annað um liðsheild Garðabæjarliðsins því M-in dreifðust mjög á leikmenn liðsins í stað þess að einhver einn þeirra stæði uppúr á tímabilinu. Til að vera í fremstu röð í M- gjöfinni þurfa leikmenn að spila nán- ast allt tímabilið. Tveir leikmenn sem komast á varamannabekkinn spiluðu færri leiki en aðrir og hefðu því getað verið ofar á listanum. Aron Elís Þrándarson úr Víkingi missti af sex leikjum og Þórir Guðjónsson úr Fjölni missti af fimm leikjum en samt eru þeir báðir í þessum 20 manna hópi með 12 M hvor. Margir sem settu svip sinn á tímabilið, svo sem Jeppe Han- sen, Rolf Toft, Kristján Gauti Em- ilsson og Steven Lennon, léku aðeins hálft sumarið og koma því ekki við sögu í úrvalsliðinu. Hægra megin í opnunni má sjá fimm bestu leikmennina í hverju liði í deildinni, samkvæmt einkunnagjöf- inni. Þar má einnig sjá að FH-ingar fá afgerandi flest M fyrir sumarið í heild en Stjarnan og KR eru jöfn í öðru og þriðja sæti en Þórsarar fengu fæst M á tímabilinu. Til hægri eru svo úrvals- lið „öldunga“, sem fæddir eru 1981 og fyrr, með hinn 42 ára gamla Dean Martin í broddi fylkingar, og úrvalslið yngri leikmanna en þar eru piltar fæddir 1994 og síðar sem settu mark sitt á deildina á þessu ári. Fjórir leikmenn stóðu uppúr á tímabilinu 2014  Atli Guðnason efstur í M-gjöfinni í þriðja sinn  Elías Már fast á hæla honum Lið ársins 2014 hjá Morgunblaðinu 4-3-3 Ingvar Jónsson Stjörnunni Hversu oft leikmaður var valinn í lið umferðarinnar2 Pétur Viðarsson FH Daníel Laxdal Stjörnunni Aron Elís Þrándarson Víkingi Davíð Þór Viðarsson FH Magnús Már Lúðvíksson Val Bergsveinn Ólafsson Fjölni Jonas Sandqvist Keflavík Brynjar Gauti Guðjónsson ÍBV Kassim Doumbia FH Ólafur Páll Snorrason FH Þórir Guðjónsson Fjölni Varamannabekkur: Haukur Heiðar Hauksson KR Bjarni Ólafur Eiríksson Val Atli Guðnason FH Guðjón Pétur Lýðsson Breiðabliki Igor Taskovic Víkingi Árni Vilhjálmsson Breiðabliki Elías Már Ómarsson Keflavík Gary Martin KR Fjöldi sem leikmaður fékk á leiktíð2 17 6 13 6 12 2 11 3 12 4 13 6 13 6 15 5 15 2 13 5 12 2 12 4 12 4 12 3 12 2 11 4 12 3 12 3 16 4 10 2 Ljósmynd/Víkurfréttir 16 M Elías Már Ómarsson, sóknar- maður úr Keflavík. Morgunblaðið/Eva Björk 15 M Árni Vilhjálmsson, sóknar- maður úr Breiðabliki. Morgunblaðið/Ómar 15 M Igor Taskovic, miðjumaður og fyrirliði Víkings í Reykjavík. Undankeppni EM U19 karla 3. riðill í Króatíu: Tyrkland – Ísland .................................... 7:3 Enes Unal 27., 32., 48., 68., Mert Öztürk 42., Melih Okutan 81., Ogulcan Caglayan 90. – Albert Guðmundsson 17., Samúel Kári Friðjónsson 39., Alexander Sigurðarson 90. Króatía – Eistland ................................... 1:0  Ísland mætir Króatíu á morgun og Eist- landi á sunnudag. Tvö efstu liðin komast í milliriðil sem er leikinn seinnipart vetrar. Þá kemst lið með bestan árangur í þriðja sæti í undanriðlunum þrettán einnig áfram. KNATTSPYRNA 1. deild karla Víkingur – Grótta ................................. 22:25 Staðan: Grótta 4 4 0 0 107:82 8 Fjölnir 3 3 0 0 73:59 6 Víkingur 3 2 0 1 74:65 4 Mílan 3 1 1 1 68:63 3 Selfoss 3 1 0 2 73:71 2 Hamrarnir 3 1 0 2 62:72 2 ÍH 3 1 0 2 65:74 2 Þróttur 3 0 1 2 64:85 1 KR 3 0 0 3 56:71 0 Vináttuleikur U18 kvenna Holland – Ísland..................................... 25:2 Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 9, Andrea Jacobsen 7, Alexandra Diljá Birki- sdóttir 2, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Sara Lind Stefánsdóttir 1. HANDBOLTI Svíþjóð Solna – Jämtland ................................. 73:75  Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 6 stig, tók 5 fráköst og gaf tvær stoðsend- ingar í leiknum fyrir Solna. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Meistaradeild kv., 32-liða, fyrri leikur: Samsungvöllur: Stjarnan – Zvezda ......... 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: DHL-höllin: KR – Valur ...................... 19:15 Stykkishólmur: Snæfell – Haukar...... 19:15 TM-höllin: Keflavík – Breiðablik ........ 19:15 Grindavík: Grindavík – Hamar ........... 19:15 Í KVÖLD! Bítlarnir auglýsa tónleika seint ásjöunda áratugnum en nokkrumdögum áður en talið er í hættir Lennon í bandinu og McCartney leggst á spítala. Harrison var vissulega frábær og Ringo flottur trommari, en framlínan er horfin. Er hægt að ætlast til þess að gítarleikari og söngvari þeirrar slæmu sveitar Smokie leysi annan snillinginn af, Ítalinn Lucia Battisti hinn og skemmtunin verði jafn áhugaverð og mögnuð og áður hafði verið reiknað með? Vitaskuld ekki. Rauða liðið frá Bítlaborginni, Liver- pool, er í vanda statt þessa dagana. „Lennon“ og „McCartney“ eru báðir fjarri góðu gamni; Luiz Suárez farinn til frambúðar en Daniel Sturridge á sjúkra- listanum. Suárez gerði 31 mark í deild- inni í fyrra, Sturridge 21. Suárez var bestur allra. Hann skoraði fleiri mörk að meðaltali í leik en nokkur annar í sögu úrvalsdeildarinnar á einni leiktíð; fleiri en Shearer, Ronaldo, Drogba … Vitað mál er að „McCartney“ nær sér af veikindunum: Sturridge snýr sem sagt aftur en liðið sem heillaði heims- byggðina í fyrravetur er aðeins svipur hjá sjón. Frábær sóknarleikur kom þá í veg fyrir að fjöldinn áttaði sig á því hve MEIRA EN BARA LEIKUR Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Lennon og McCartney eða söngvari Smokie? Suárez LambertBalotelli Sturridge Ásgeir ÖrnHall- grímsson, leik- maður Nimes í Frakklandi, er ekki í lands- liðshóp Íslands í handbolta sem tilkynntur var í gær fyrir leikina gegn Ísrael 29. október og Svart- fjallalandi 2. nóvember í und- ankeppni Evrópumótsins 2016. Ás- geir gaf ekki kost á sér í hópinn af persónulegum ástæðum.    Allir aðrir leikmenn sem AronKristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, falaðist eftir í landsliðshóp- inn gáfu kost á sér. Nær allir eru fastamenn í íslenska landsliðinu að undanskildum Björgvini Þór Hólm- geirssyni, skyttu úr ÍR sem á aðeins að baki einn A-landsleik.    Björgvin semer 27 ára, hefur farið á kost- um með ÍR í upp- hafi Íslandsmóts- ins í handbolta og skorað 46 mörk í fimm leikjum, eða að meðaltali 9,2 mörk í leik með ÍR í Olís-deildinni, en ÍR-ingar eru í 2. sæti með 8 stig.    Auk Ísraels og Svarfjallalands erÍsland í riðli með Serbum, en öll liðin leika innbyrðis heima og að heiman og komast tvö efstu lið riðils- ins í lokakeppni EM 2016 í Póllandi. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.