Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2014
Yfirmatreiðslumaður óskast til starfa
Helstu verkefni og ábyrgð:
Yfirmatreiðslumaður ber ábyrgð á rekstri eldhússins, þar með talið
innkaupum og vinnuskipulagi starfsmanna. Verkefnin eru fjölbreytt en
auk þess að matreiða hádegisverð og kvöldverð hefur matreiðslumaður
yfirumsjón með morgunverði í samráði við hótelstjóra.
Yfirmatreiðslumaður er einnig virkur þátttakandi í fundum og ýmsum
öðrum viðburðum þar sem matur og kaffiveitingar koma við sögu.
Vinnutími er samningsatriði.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október nk.
Hæfniskröfur:
• Menntun á sviði matreiðslu nauðsynleg
. Reynsla í stjórnun eldhúsa er æskileg
. Áhugi á fjölbreyttri og hollri matargerð
. Góð framkoma og rík þjónustulund
. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
. Snyrtimennska áskilin
REYK JAVÍK NATURA REYK JAVÍK MARINA í KEFLAVÍK FLÚÐIR VÍK KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR
Icelandair hótel Klaustur rúmar
150 manns í sæti og er rómað
fyrir fjölbreyttan mat og frábæra
þjónustu. Hótelið er fallega staðsett
mitt í einstakri náttúrufegurð
Suðurlands en Kirkjubæjarklaustur
er líka annálað fyrir veðurblíðu og
þar er öll þjónusta innan seilingar.
Nánari upplýsingar veitir :
Sveinn Jensson í síma 487 4900 virka daga kl. 10-17.
Glugga og hurða-
smiðja SB ehf
Óskum eftir að ráða smið eða mann vanan
tölvustýrðum vélum í vélasal okkar.
Eins vantar okkur starfsmann í málningar-
deild og samsetningu og frágang glugga og
hurða. Uppl. gefur Jónas Sigurðsson.
Glugga og hurðasmiðja SB ehf.
Hvaleyrarbraut 39
220 Hafnarfjörður
Sími 565-4151
www.sbgluggar.is
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTI
Starf sérfræðings í fjármálum á skrifstofu fjárlaga,
rekstrar og innri þjónustu
Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er laust til umsóknar starf sérfræðings í fjármálum á skrifstofu
fjárlaga, rekstrar og innri þjónustu. Starfið lýtur að vinnu við tillögur að skiptingu fjárhagsramma
ráðuneytisins og umsjón með fjárlagavinnu stofnana, eftirfylgni með áætlanagerð og samningum ásamt
rekstrarlegu eftirliti.
Undir skrifstofuna heyra mál sem lúta að rekstri ráðuneytisins, mannauðsmálum, skjalavistun og miðlun
upplýsinga auk þess sem skrifstofan veitir fagskrifstofum ráðuneytisins stoðþjónustu. Þá fer skrifstofan með
skiptingu á fjárhagsramma ráðuneytisins og annast framkvæmd og eftirfylgni fjárlaga.
Helstu verkefni á sviði rekstrar og fjárlaga
Þátttaka í fjárlagagerð.
Vinna við afstemmingar og uppgjör á bókhaldi ráðuneytisins og eftirfylgni með
uppgjörum stofnana þess.
Vinna við áætlanagerð ráðuneytisins.
Eftirfylgni með áætlanagerðum stofnana ráðuneytisins.
Eftirfylgni með samningum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Viðskiptafræði eða sambærileg menntun. Framhaldsmenntun er kostur.
Reynsla af fjármálum og áætlanagerð. Gerð er krafa um að lágmarki 3ja-5 ára reynslu.
Góð þekking á uppgjöri og bókhaldi er nauðsynleg.
Reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er æskileg.
Gott vald á excel er skilyrði og þekking á bókhaldskerfi ríkisins kostur.
Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku nauðsynleg.
Góð kunnátta í ensku er skilyrði og kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg.
Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Starfið er laust og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um fullt starf er að ræða. Laun taka
mið af kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra. Nánari
upplýsingar veitir Guðrún Gísladóttir skrifstofustjóri (gudrun.gisladottir@anr.is).
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2014 og skal umsóknum skilað á netfang atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytisins, postur@anr.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3.
tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum nr. 464/1996 sem settar eru
samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2014
og skulu umsóknir sendar til Öldrunarráðs
Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík.
Frekari upplýsingar veitir Pétur Magnússon,
formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir
sendist á netfangið oldrunarrad@oldrunarrad.is
Stjórn Öldrunarráðs Íslands
Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs
Íslands auglýsir eftir umsóknum
um styrk úr sjóðnum
Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins:
Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í
öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni
sem stjórn sjóðsins ákveður.