Morgunblaðið - 04.11.2014, Qupperneq 1
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014
BÍLAR
Reynsluakstur Fimmtíu ára afmælisútgáfa af hin-
um sívinsæla sportbíl, Ford Mustang, var prófuð á
dögunum. Allt er nýtt í bílnum og útkoman með
eindæmum áhugaverð. Þrjár vélargerðir standa
kaupendum til boða en 435 hestafla GT V8 var
tekinn til reynslu hér. »4
MAX er mættur!
Öflugir radarvarar frá ESCORT
Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is
Þ
að er skammt stórra
högga á milli hjá íslensk-
um torfæruökumönnum.
Í síðustu viku sögðum við
frá góðum árangri Kára Jónssonar
á Ironman GNCC-keppninni í
Bandaríkjunum en um þessa helgi
var það Ragnar Ingi Stefánsson,
nífaldur Íslandsmeistari í motoc-
ross, sem kom, sá og sigraði.
Ragnar fór utan til að keppa í
World Vet-keppninni á hinni marg-
rómuðu Glen Helen-keppnisbraut
og gerði sér lítið fyrir og vann
keppnina á laugardeginum í
tveimur flokkum, 45+ Expert og
50+ Expert. Í keppninni eru þrír
getuflokkar og er Expert-
flokkurinn fyrir þá bestu, en alls
kepptu menn frá yfir 30 löndum
hvaðanæva úr heiminum.
Ein erfiðasta braut í heimi
Ragnar Ingi keppti að sjálfsögðu
á glænýju Kawasaki-hjóli enda er
Ragnar Ingi framkvæmdastjóri
Nítró sem er umboðsaðili Kawa-
saki á Íslandi. Blaðamaður Morg-
unblaðsins sló á þráðinn til Ragn-
ars Inga og truflaði hann aðeins
við að gera sig ferðbúinn til heim-
ferðar. Ragnar Ingi sagði að
heimsmeistarakeppni hefði verið
haldin á Glen Helen-brautinni síð-
an 1991 og þykir mjög erfið braut.
„Í henni eru alveg svakalegar
brekkur og beygjur, en auk þess er
hún mjög gróf og þykir ein erf-
iðasta braut í heimi. Ég hef sjaldan
komið á jafn miklum hraða inn í
beygju eins og þarna, kom í
fimmta í fyrstu stóru beygjuna
sem þýðir að ég hef verið á um
120 km hraða. Það var sérstakur
fílingur að vera fremstur í þessari
beygju með hina organdi fyrir aft-
an sig,“ sagði Ragnar Ingi og hló.
„Það rigndi eins og hellt væri úr
fötu á laugardag, en það gerist að-
eins örsjaldan á þessum stað og
var því frekar óvenjulegt. Ég
græddi á því að vera vanur að
keppa við erfiðarar aðstæður á Ís-
landi. Keppninni var frestað tvisv-
ar um morguninn meðan reynt var
að koma brautinni í lag með jarð-
ýtum. Brautin varð fljótt skorin og
erfið yfirferðar og ef menn pöss-
uðu sig ekki á að halda línu voru
þeir fljótt úr leik,“ sagði Ragnar
Ingi ennfremur. Aðstæður voru
betri á sunnudeginum en þá gekk
Ragnari Inga ekki eins vel. „Ég
lenti í samstuði við nokkra sem
höfðu dottið og beyglaði fram-
bremsudisk sem þýddi að ég gat
lítið notað frambremsuna þann
daginn.“ Þegar upp var staðið eftir
helgina hafði Ragnar Ingi haft sig-
ur í þremur motoum, fjórði í einu
og sjötti í öðru. Ragnar vildi að
lokum koma á framfæri þökkum
til Pepsi MAX, World Class, Nítró
og KG Racing fyrir að gera honum
ferðina á þessa keppni mögulega.
njall@mbl.is
World Vet-keppnin á Glen Helen 2014
Ragnar Ingi heimsmeistari öldunga
Ragnari Inga gekk vel í startinu og hér má sjá hann fyrir miðjum hóp á hjóli með keppn-
isnúmerið 0. Brautin þykir sérlega erfið og gott start getur gert gæfumuninn í keppni.
Ragnar Ingi sést hér fyrir miðjum hóp í hröðu beygjunni þar sem keppendur koma inn í
fimmta gír á fullri gjöf. Ragnar gaf ekkert eftir og stóð uppi sem heimsmeistari í sínum flokki.
Morgunblaðið/Karl Gunnlaugsson
Ragnar Ingi á spjalli við annan keppanda rétt fyrir keppni.
Ragnar Ingi í stökki í miðri keppni á
sunnudeginum en þá hafði veðrið
skánað mikið og var hætt að rigna.