Morgunblaðið - 04.11.2014, Page 2
Hætt verður að smíða Honda Ac-
cord í byrjun næsta árs en
Honda hefur ákveðið að láta
módel þetta renna sitt skeið.
Með því að leggja Accord áform-
ar Honda að einbeita sér heldur
að smíði, þróun og sölu mód-
elanna CR-V, Civic og Jazz. Hætt
verður smíði Evrópuútgáfunnar
af Accord í febrúar 2015 og mód-
elið mun hverfa af öðrum mörk-
uðum. Nýjasta kynslóð Honda
Accord sá dagsins ljós árið 2008
en nokkrar mismunandi útgáfur
Hondabíla ganga undir nafninu
Accord á mismunandi mörk-
uðum. Í Bandaríkjunum er útgáfa
af Accord seld undir nafninu Ac-
ura og er borið meira í þann bíl
en grunnbílinn auk þess sem
hann er ögn stærri. Vel gengur
að selja Acura vestanhafs og
verður smíði þessa bíls því haldið
áfram.
Accord hefur verið vinsæll bíll á Íslandi
Honda Accord-tvinnbíll af árgerðinni 2014.
Honda Accord
látin deyja út
Bíleigendum býðst nú að nálgast
handhæga lyklakippu með mynst-
ursdýptarmæli án endurgjalds á
næstu skoðunarstöð Aðalskoð-
unar. Kippan auðveldar þeim
að tryggja að þeir uppfylli
ákvæði nýrrar reglu-
gerðar um mynst-
ursdýpt bíl-
dekkja, að því
er segir í til-
kynningu.
3,0 mm
mynstursdýpt
lágmark
Reglugerðin sem um ræðir tók
gildi þann 1. nóvember. Nú þurfa
hjólbarðar bifreiða að hafa að lág-
marki 3,0 mm mynstursdýpt yfir
vetrartímann (1. nóvember til 14.
apríl). Yfir sumartímann þurfa
hjólbarðar að hafa að lágmarki 1,6
mm mynstursdýpt.
„Við leggjum áherslu á að bif-
reiðaskoðun snúist um svo miklu
meira en bílinn, hún snýst um að
tryggja öryggi þeirra sem í bílnum
eru. Dekkin eru eini snertiflötur
bílanna við götuna og því lyk-
ilatriði að þau séu í lagi,“ segir
Bergur Helgason, framkvæmda-
stjóri Aðalskoðunar. „Það getur
reynst snúið að mæla mynst-
ursdýptina, en með þessari nýju
kippu er það leikur einn. Á henni
eru líka upplýsingar um lágmarks-
mynstursdýpt bæði að sumri og
vetri. Ég hvet bíleigendur til að
nálgast kippu á skoðunarstöðvum
okkar á meðan birgðir endast“.
Á eftirfarandi skoðunarstöðvum
Aðalskoðunar má nálgast lykla-
kippurnar:
Hjallahraun 4, Hafnarfirði
Skeifan 5, Reykjavík
Grjótháls 10, Reykjavík
Skemmuvegur 6, Kópavogi
Holtsgata 52, Reykjanesbæ
jonagnar@mbl.is
Eru dekkin á vetur setjandi?
Aðalskoðun
gefur mynsturs-
dýptarmæla
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014
2 BÍLAR
Hugtakið „ofurbíll“ er iðulega tengt
við tryllitæki frá Evrópu, á borð við
Bugatti Veyron, Lamborghini Re-
ventón og McLaren MP4. En nú
hafa röskir menn vestanhafs leyst
úr læðingi slíkt óargadýr að evr-
ópsku bílarnir munu mega hafa sig
alla við, eigi þeir að sitja áfram einir
að téðri nafnbót ofurbíla.
Tvö þúsund truntur til taks
Fyrirtækið sem um ræðir kallast
Trion SuperCars og þar á bæ eru
menn ekki að grínast með far-
artæki þau sem í framleiðslu eru.
Sem dæmi má nefna módel að
nafni Trion Nemesis RR, sem er
handsmíðað tryllitæki frá a til ö.
Líklega þarf einhver veigameiri
réttindi en rétt og slétt ökupróf til
að aka bílnum og er þá átt við eitt-
hvað í áttina að flugréttindum á
orrustuþotu. Umræddur bíll er
nefnilega búinn vél sem skilar
2.000 hestöflum (já, þú last rétt –
tvö þúsund!) og knýr mótorinn sá
bílinn í 100 km/klst. á 2,8 sek-
úndum. RR týpan er sú öflugasta
en aðrar gerðir eru á bilinu 1.000-
1.400 hestöfl, sem er ekki svo
amalegt út af fyrir sig. Eins og bíl-
arnir séu ekki nógu æsilegir eins og
er þá má fá þá í útfærslu sem fram-
leiðandinn kýs að kalla „Predator
Mode“ þar sem lýsing innandyra,
hæðin, fjöðrun, púst og fleira er
uppfært enn frekar.
Merkilegt nokk þá er farang-
ursrými til staðar í bílnum sem á að
rúma farangur allt að golfsetti að
stærð, svo hér hefur verið hugsað
fyrir tómstundum í bland við flug-
akstur. Ekki svo lítið afrek það.
jonagnar@mbl.is
Er hægt að tjónka við 2.000 hestöfl?
Innanstokks er allt með naumhyggjulegum framtíðarbrag, vægast sagt.
Ekk veitir af því að skjóta upp vindskeið þegar 2000 hestöfl eru þanin.
Ofurbíll frá Ameríku
Óhætt er að segja að Trion Nemesis RR er í meira lagi vígalegur bíll að sjá.
Sala á nýjum fólksbílum í nýliðn-
um október jókst um 18% miðað
við október fyrir ári. Nýskráðir
fólksbílar á þessu tímabili voru
84 fleiri en í fyrra, eða 551 á móti
467. Samtals hafa verið skráðir
8.720 fólksbílar á fyrstu 10 mán-
uðum ársins og er það 29,8%
aukning frá fyrra ári. Í tilkynn-
ingu um bílasöluna í október seg-
ir Özur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Bílgreinasambandsins, að
aukningin í sölu á nýjum bílum sé
komin fram úr þeim væntingum
er áætlað var í upphafi árs. Aukn-
inguna má rekja að stórum hluta
til endurnýjunar á fjölskyldu- og
atvinnubílum en þörfin á endur-
nýjun var orðin brýn þar sem
meðalaldur bíla er hár, segir Özur.
Salan í ár er 29,8% meiri en í fyrra.
18% aukning í
nýskráning-
um fólksbíla í
október