Morgunblaðið - 04.11.2014, Side 4

Morgunblaðið - 04.11.2014, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014 4 BÍLAR Þ að var einstakur heiður að vera boðið í höfuðstöðvar Ford fyrr í þessum mán- uði og sömuleiðis að fá að reynsluaka fimmtíu ára afmæl- isútgáfu af Ford Mustang. Blaðamaður var þar staddur ásamt öðrum meðlimum dóm- nefndarinnar WWCOTY (Women’s World Car of the Year) og var vel við hæfi að líta inn hjá Ford í Dear- born í Michigan þar sem Ford Fiesta 1.0 L. Eco-Boost var valinn bíll ársins á síðasta ári. Þrjár gerðir véla Sjötta kynslóð Ford Mustang er sú sem hér var til prófunar og var frábært að fá að aka amerískum bíl í beinskiptri útfærslu. Ford Mustang 2015 verður fáanlegur með þremur mismunandi vélum og allar gerðir fást bæði með sjálf- skiptingu og beinskiptingu. Fyrst ber að nefna 2.3 L EcoBoost sem er fjögurra strokka og skilar 310 hestöflum. Sá bíll mun vera með eindæmum sparneytinn í saman- burði við ameríska dreka í svip- uðum flokki. Hægt er að aka um 32-33 mílur á galloni af bensíni sem samsvarar um 8,5 lítrum á hverja 100 kílómetra. Þó svo að þessar tölur þyki ótrúlegar í Bandaríkjunum koma þær okkur eflaust öðruvísi fyrir sjónir. Þegar bílablaðamaður fær loks að prófa Ford Mustang 2015, sem er hreinasti unaður, þá er ekki hægt að verja mörgum línum í eyðslutölur. Það bara má ekki og því fer ekki meira púður í það! Næsta gerð vélar er 3.7 L 300 hestafla V6 en sú vélargerð sem undirrituð varð þeirrar ánægju að- njótandi að prófa var 5.0 L Coyote, 435 hestafla V8-vél. Ó já, það var gaman! Og hljóðið. Maður lifandi! Það var einstaklega fagurt, rétt eins og tónlist í mínum eyrum. Á að vera skemmtilegur Það var með eindæmum áhuga- vert og fræðandi að hitta fólkið sem hannaði þennan Mustang. Yfirverkfræðingur yfir framleiðslu þessa Mustangs, Tom Barnes, hef- ur unnið að framleiðslu Mustang í 12 ár. „Við höfum selt yfir níu millj- ónir bíla og hugmyndin að baki þessum bíl hefur alltaf verið sú að hann sé skemmtilegur og að öku- maðurinn skemmti sér. Samt sem áður viljum við líka að hann geti verið bíll til daglegrar notkunar og að hann sé hentugur. Þessum bíl á að aka með bros á vör og það á að vera hægt að koma barnabíl- stólum fyrir í aftursætunum,“ seg- ir hann. Það er líka hægt að koma golfsettum fyrir í farangursrýminu, vandræðalaust. Hugmyndafræðin sem verkfræðingurinn lýsir end- urspeglast í hönnuninni og það er ánægjulegt að sjá að ætl- unarverkið hefur tekist! Mustang 2015 er sá öruggasti af þeim kynslóðum bílsins sem fram- leiddar hafa verið. Það var mark- miðið með framleiðslunni þegar hafist var handa fyrir fjórum árum að framleiða betri Mustang en nokkurn tíma og eftir því sem næst verður komist þykir mönnum útkoman stórkostleg. Hið örsmáa og hárfína Nú kunna menn að halda að undirrituð sé í sæluvímu eftir akst- urinn og sjái hlutina ekki í réttu ljósi, svo ægilegir séu gullhamr- arnir. Þannig er nú að mikið hefur verið lagt í þessa afmælisútgáfu og sem betur fer er það vel vandað til verks að hampa má bílnum eins og hér er gert. Til dæmis er hvert smáatriði, áferð og efnisval þaul- hugsað. Þannig að meira að segja fólk eins og ég tekur eftir atriðum á borð við hvernig álið er burstað í kringum hanskahólfið. Nýjungar í afmælisbílnum Í raun er allt nýtt við þessa sjöttu kynslóð Mustang. Margt hefur ver- ið þróað út frá sérútgáfunni af Mustang Boss 302 sem kom árið 2012. Vélarnar eru nýjar og það sama á við um fjöðrunina en ný sjálfstæð afturfjöðrun var hönnuð sér- staklega fyrir þennan bíl. Það er ljómandi gott því í síðustu kynslóð man ég eftir að mér leið örlítið eins Malín Brand reynsluekur Ford Mustang GT 2015 Goðsögnin endurfædd Eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu leit fimmtíu ára afmælisútgáfan dagsins ljós ogGræni liturinn er í anda Bullitt-bílsins og er hér endurvakinn. Framljósin sýna örlítið grimman svip villidýrsins sem undir býr.Sérstakt rými hjá Ford þar sem lakk bílsins og allir fletir eru birtuprófaðir. Sjötta kynslóð Ford Mustang er bæði sú öruggasta og sparneyt- nasta frá upphafi. Þrjár ólíkar vélargerðir eru fáanlegar og þar á meðal er 2.3 lítra EcoBoost-vélin sem skilar 310 hestöflum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.