Morgunblaðið - 04.11.2014, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014
BÍLAR 5
og ég sæti á dúandi svampköku. Í
V8-bílnum er fjöðrunin skemmti-
lega stíf, vilji maður hafa hana
þannig. Það hlýtur að teljast kost-
ur að geta haft hjólin fjögur öll á
götunni samtímis, ekki satt? Líka
þegar ökumaður er að leika sér.
Enn ein nýjungin í þessum bíl er
svokölluð „knee airbag protection“
en það er loftpúði sem blæs út
undan hanskahólfinu, tímanlega
áður en hnéskeljar farþegans
skella á plastinu. Nú kann maður
að spyrja hvers vegna í ósköp-
unum menn hafi eytt púðri í þá nýj-
ung? Fyrir því er góð og gild
ástæða sem ég fékk góðar útskýr-
ingar á hjá Sean West, hugmynda-
smiði púðans. Í 18 ríkjum Banda-
ríkjanna er ekki refsivert að aka
um án öryggisbeltis. Árið 2013 var
þó áætlað að um 87% bílstjóra
notuðu bílbelti í Bandaríkjunum.
Þetta kemur okkur sennilega
spánskt fyrir sjónir þar sem fæst-
um dytti í hug að aka af stað
óspenntum. En þar ytra þarf líka
að hugsa um þau 13% ökumanna
og farþega þeirra sem ekki nota
bílbelti og þar kemur loftpúði West
til sögunnar.
Niðurstöður
Á heildina litið er 50 ára afmæl-
isútgáfan og sjötta kynslóð Ford
Mustang einkar vel gerð og ekki
annað hægt að segja en að gott
skipulag og samvinna ólíkra teyma
hafi skilað þessum árangri.
Goðsögnin, Ford Mustang, er
endurfædd og er sú endurfæðing
sérlega mikið ánægjuefni fyrir
unnendur þessa bíls. Það er líka
ljóst að í höfuðstöðvum Ford er
ríkari áhersla lögð á umhverfis-
þáttinn en áður hefur þekkst í
landi bílarisanna. Þó svo að sú út-
gáfa bílsins sem hér var prófuð
mengi mikið og eyði töluverðu þá
er EcoBoost-vélin skynsamlegur
kostur fyrir þá sem kjósa til-
tölulega umhverfisvænan sportbíl.
Ómögulegt er að gera fram-
leiðsluferlinu öllu skil í einni grein
og því verður nánar fjallað um fleiri
hliðar hönnunar sjöttu kynslóðar
Mustang í bílablaðinu á næstu vik-
um. Meðal annars verður birt við-
tal við Kemal Curic sem á heið-
urinn af ytri hönnun bílsins og
Doyle Letson sem hannaði innan-
rýmið.
malin@mbl.is
g má með sanni segja að mikið hafi verið lagt í gripinn.
Afturljósin halla skemmtilega og athygli vekur að hvergi stendur „Must-
ang“ eða „Ford“ á bílnum. Hestinn, tákn Mustang, þekkja líka flestir.
Að innan á hönnunin að minna á flugstjórnarklefa og hraðamælirinn sýn-
ir meðal annars „ground speed“ til að undirstrika það.
Fjölskyldusvipurinn leynir sér ekki og Mustang er alltaf Mustang.
Ford Mustang GTV8 Árgerð 2015
• 18 tommastálfelgur
• Eiginþyngdkg: 1.680bsk
• Farangursrými: 383 lítrar
• 0-100km/sek:4,5
•Hámark: 264km/klst
•Afturhjóladrif
•Verð: Frá$32.925 í
Bandaríkjunum
• 12,4l/100kmíblakstri
• Umboð:Hægtaðpanta
hjáBrimborg
•Mengunargildi:
385gCO2/km
•5,0 lítraV8
• 435hestöfl
• 6gírabeinskiptur
Morgunblaðið/Malín Brand