Morgunblaðið - 04.11.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.11.2014, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014 6 BÍLAR Það bar til tíðinda í mánuðinum að Fiat Chrysler samsteypan flutti aðalskráningu sína á hluta- bréfamarkaði frá Mílanó og til New York, að eigin sögn í þeim tilgangi að laða að enn frekari fjárfestingu. Af því tilefni raðaði samsteypan úrvali af bílum sín- um upp fyrir framan kauphöllina í New York (NYSE) þann 13. október sl. Nokkur hækkun varð á hlutabréfunum fyrst um sinn og vonuðust stjórnendur til þess að sú hækkun fæli í sér fyrirheit um það sem koma skyldi. Margt glæsilegra bifreiða Það er vitaskuld viðeigandi að röðum glæsivagna sé stillt upp í þessu höfuðvígi Mammons, Wall Street, og enginn vakti meiri at- hygli en ofursportbíllinn Ferrari LaFerrari. Má því segja að fyrirtækið hafi fengið skínandi góða auglýsingu úti á götu um leið og helstu stjórnendurnir, forstjórinn Ser- gio Marchionne og stjórn- arformaðurinn John Elkann, hringdu inn viðskipti dagsins innandyra með bjöllunni víð- frægu í tilefni af skráningu fé- lagsins á NYSE. Áhugasömum fjárfestum má benda á að fyrirtækið er skráð á NYSE undir markinu FCAU, fyrir Fiat Chrysler Automobile. jonagnar@mbl.is Lúxusvögnum stillt upp á Manhattan LaFerrari á Wall Street Bílum frá Fiat Chrysler var raðað upp fyrir framan kauphöllina á Wall Street í New York. Dýrasta djásnið var rauði draumurinn sem er hér í forgrunni. Bandaríski íhlutasmiðurinn Vis- teon hefur þróað mælaborð sem gerir ökumönnum kleift að stjórna ýmsum aðgerðum með augna- og höfuðhreyfingum. HMeye hefur hugmynd þessi verið nefnd en að mestu er nýjung þessi á hugmyndastigi enn sem komið er. Hún mun gera ökumönnum kleift að hafa hendurnar öllum stundum á stýrinu en kveikja á sama tíma á útvarpinu, loftræst- ingunni og jafnvel gervihnattaleið- sögutækjum með augunum einum saman. Litlar myndavélar fylgjast með hreyfingum augna og höfuðs en slíkar myndavélar eru þegar í nokkrum bílmódelum til að mæla eftirtekt og athygli ökumanna und- ir stýri, svo sem í Lexus, svo ein- hverjar bílgerðir séu nefndar. Tæknin er því ekki eins fram- úrstefnuleg og fjarlæg og virðast kann. „Starandi augnaráðsneminn og stýrishreyfingar gefa hraða svör- un,“ segir yfirmaður nýsköp- unardeildar, einn af uppfinn- ingamönnum Visteon. Og bætir við, að nýja mæla- borðið geti stuðlað að auknu um- ferðaröryggi með því að lágmarka í viðbrögðum sínum augnhreyfingar af veginum. En hvað finnst ökumönnum um þessa boðuðu augnstýring- artækni? Visteon segist hafa kynnt útgáfu af þessari hugmynd sinni sérstöku úrtaki fólks. Niðurstaðan var sú, að 81% sögðu stýringarnar auðveldar í notkun og 78% sögðu þennan nýjan búnað skemmti- legan viðfangs. Þekkt er að stórum hópi öku- manna hefur þótt öll innbyggð kerfi í bílum ofurflókin í notkun og kvartað stórum undan því. Hér er kannski að koma fram lausn sem léttir þeim bæði lund og aksturinn. agas@mbl.is Visteon er að þróa mælaborð sem stýra má með augunum. Stjórna bílnum með hreyfingu augnanna Einn stærsti bílavefur Bretlands gagnrýnir umræðuna um nauðsyn þess að reka gamalt fólk af veg- unum og hvetur til hugarfarsbreyt- ingar um það efni og nýrrar um- ræðu um aldraða ökumenn. Fólk yfir áttræðu, segir vefurinn WeLoceAnyCar.com, elski bílinn sinn, pæli mjög í að kaupa sér nýj- an bíl, sé miklu öruggari ökumenn en þeir yngri og sé sjálft í bestri að- stöðu til að ákveða hvenær það hætti akstri. Um 13.000 manns hafa skrifað umsögn um bíla á vefnum og veita skrifin hrífandi innsýn í flestar gerðir ökumanna; ungra, ríkra, fá- tækra, djarfra og aldraðra. Eftir að hafa greint ummælin var það nið- urstaða vefjarins, að eftirfarandi einkenndi ökumenn yfir áttræðu: Tala oft um næsta bílinn sem þeir hyggist kaupa, lofa núverandi bíl sinn í samanburði við marga þá fyrri, láta sér annt um afköst og sparneytni, sýna einstökum bíl- merkjum hollustu og láta bíla sína endast lengur en gengur og gerist, velja bíl vegna þæginda og auð- velds aðgengis, setja ending- artraust ofar öllu öðru, sjá bíl sem tákn um aukið sjálfstæði sitt og vita hvenær tími er kominn til að hætta akstri. Í stuttu máli þá eru eldri öku- menn líkir flestum öðrum bíl- stjórum en hafa bara miklu meiri reynslu undir stýri en flestir. Í Bretlandi eru 1.101.779 manns yfir áttræðu með gildandi öku- skírteini og þeir eru með hlutfalls- lega færri refsipunkta á skírteinum en aðrir aldurshópar. Aðeins 3% ökumanna yfir áttræðu er með virka refsipunkta en 10% öku- manna á aldrinum 40 til 50 ára. Þá skiptir engu hvaða mæli- kvarðar eru brúkaðir; áttræðir ökumenn og eldri koma sjaldnar við sögu umferðarslysa og eru þar af leiðandi öruggari ökumenn en aðrir, segir talsmaður WeLoveA- nyCar.com. „Í hvert einasta sinn sem öldruð kona keyrir á bíl á bíla- stæði stórmarkaðar sjáum við fyr- irsagnir í fjölmiðlum þar sem þess er krafist að gamla fólkinu verði kippt af götunum. Það er bíræfin óskammfeilni því þeir eru miklu betri ökumenn en umfjöllunin gef- ur tilefni til að halda,“ segir hann. Í ummælum sínum á vefnum geta hinir öldnu ökumenn oft um aldur sinn. Væri sú tilvitnun tekin út segir talsmaður vefjarins að umfjöllun þeirra sé ekkert frá- brugðin dómum hinna yngri. „Ljóst er að mörgum eldri öku- mönnum finnst þeir ekkert of gamlir. Þeir líta á bílana sína sem gagnlegt tæki í daglegum athöfn- um sínum. Bílsmiðir og bílasalar gerðu betur með því að láta ekki sem þeir væru ekki til. Stað- reyndin væri nefnilega sú, að stutt verður í að áttræðir ökumenn og eldri verði 10% allra akandi manna á vegunum. agas@mbl.is Bílanautn á sér engin aldursmörk Gamla fólkið er öruggast í umferðinni og ekur best. Lifandi verk eru hluti af verkefni sem listamaðurinn Trina Merry í Brooklyn í New York stendur fyrir og kallast „Mannlega mót- orhjólið“. Merry hefur getið sér frægð með því að mála mannslíkamann í þágu listforma sinna. Fékk hún nokkrar naktar konur til liðs við þá tilraun sína að skapa eftirmynd af tveggja hjóla vélfák. Eftir að hafa málað þær „rað- aði“ hún konunum saman svo að niðurstaðan líktist sem best vél- hjóli af gerðinni Ducati Panigale. Terry segist hafa valið sex konur með mismunandi sköpulag til að Mannslíkami verður mótorhjól Mannlega mótorhjólið Ducati Panigale. Ducati Panigale, fyrirmynd mannlega mótorhjólsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.