Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiNovember 2014Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 04.11.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.11.2014, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014 8 BÍLAR Þ ó að nokkrir mánuðir séu liðnir síðan Þjóðverjar tryggðu sér heimsmeist- aratitilinn í fótbolta á HM í Brasilíu má enn tryggja sér eintak af Kia-bílum í svokallaðri WCE-útfærslu (World Cup Edi- tion). Þar sem Kia var einn helsti bakhjarl mótsins sendi framleið- andinn frá sér WCE-útgáfur af Sportage, Cee’d og Carens. Cee’d Sportswagon í heims- meistaraútgáfu var tekinn til kostanna og hann féll í kramið – sem fjölskyldubíll. Nánar að því síðar. Staðalbúnaður og pláss Það má WCE-útfærslan eiga að það er hellingur af búnaði sem fylgir með í kaupunum. Bæði á það við um hreina öryggisþætti (svo sem 6 loftpúða, ABS með stöðugleikastýringu, þokuljós í framstuðara og upphitaða spegla), þægindi (hæðarstillingu á bílstjórasæti, aðgerðastillingar í stýri, fínasta aðgerðaskjá í mæla- borði), lúxus (hita í stýri, leð- urklæddan gírstangarhnúð) og útlitsþætti (litað afturrúðugler, króm kringum glugga og samlita spegla, stuðara og hurðarhúna). Bíllinn sem var prófaður er auk þess af svokallaðri EX-gerð þar sem stærri felgur, LED-ljós, bakkskynjari og kæling í hanska- hólfi bætast við staðalbúnað og bíllinn því prýðlega dekkaður hvað græjur varðar. Það væsir því ekki um öku- mann og farþega hvað búnaðinn varðar og fjöðrunin er afar ljúf svo aksturinn er í það heila ánægjulegur. Í því sambandi verður einnig að nefna að inn- anrýmið er til stakrar fyr- irmyndar. Nógu vel fer um öku- mann og farþega í framsæti en aftursætið er það sem kemur á óvart. Þar komast þrír fullorðnir vel fyrir, bæði hvað áhrærir sæt- isbreidd og fótarými. Ef farþegar í aftursæti eru þrjú börn er pláss- ið svo yfrið nóg að við liggur lúx- us. Farangursrýmið í skottinu er líka gott svo bíllinn ætti að haka við flesta reiti hjá fjölskyldufólki sem er að leita sér að vel búnum og rúmgóðum bíl. Þá er eldsneyt- isnotkunin vel viðunandi fyrir bíl af þessu tagi. Umboðið gefur upp 5,6 lítra á hundrað kílómetra í blönduðum akstri, en 7,3 í innan- bæjarakstri. Það er í takt við það sem undirritaður fékk út. Rangnefndur sportari Það eina sem finna má að bíln- um er að hann stendur satt að segja ekki undir nafni sem „SportsWagon“ – til þess vantar hann einfaldlega afl. En það má spyrja sig hvort hér hafi mark- aðsdeild Kia ekki hlaupið á sig? Bíllinn hefur nefnilega nánast allt til að bera sem fjölskyldufólk leit- ar að í skutbíl og þegar farmurinn er jafn dýrmætur og blessuð börnin er öryggi, búnaður, pláss og þægindi það sem máli skiptir og selur, en ekki hestöfl og kraft- ur. Það á því ekki að koma að sök þó að aflið sé af skornum skammti og þessum bráðfallega bíl er enginn greiði gerður með því að búa til svo ríflegar falsvonir hjá væntanlegum kaupendum. Það er spurning hvort hann hefði ekki einfaldlega átt að heita Esta- teWagon? Kostir hans standa all- tént undir því og þar með eru öll loforð uppfyllt. Að því sögðu væri ekki verra að hafa fáeina hesta í viðbót undir húddinu en það er tæpast úrslitaatriði þegar bíll af þessu tagi er annars vegar. En það er óþarfi að staðfæra hann svo ranglega á markaði því það gæti skapað vonbrigði að ósekju. Loks er vert að hrósa Kia fyrir 7 ára ábyrgð. Það sýnir að fram- leiðandinn hefur fulla trú á bíln- um og gefur kaupendum hugarró því sjö ár eru býsna langur tími í þessu sambandi. Fyrir fjöl- skyldufólk sem hefur annað að gera við krónurnar en að dæla þeim í dýrar viðgerðir þá er sjö ára áhyggjuleysi kannski æskileg- asti staðalbúnaðurinn. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason reynsluekur Kia Cee’d Sportswagon WCE Morgunblaðið/Þórður Kia Cee’d er hinn laglegasti að sjá, útlitið rennilegt og framendasvipurinn flottur. Rýmið innandyra er að sama skapi til fyrirmyndar. HM-útgáfa af Kia Cee’d WCE-útfærslan af Kia Cee’d er vel búin og mælaborðið í píanósvörtum sparifötum. Frágangur er allur til sóma og búnaður ekki amalegur. Kia Cee’d SportswagonWCE Edition Árgerð 2015 • 16 tommaálfelgur • Eiginþyngd: 1402kg. •Farangursrými:528/1642L. • 0-100km/sek: 11,6 •Hámark: 191 km/klst. • Framhjóladrif • Verð: 4.590.777kr. • 5,6Lí bl.akstri • Umboð:Askja •Mengunargildi: 149gCO2/km • 1,6Ldísilvél • 128hestöfl • 6þrepasjálfskipting Plássið fyrir ökumann og farþega er hið fínasta og er með helstu kostum Kia Cee’d Sportswagon. Framí sem afturí er gnægð rýmis á alla kanta. Kostir: Staðalbúnaður, pláss, 7 ára ábyrgð Gallar: Vantar afl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: Bílar (04.11.2014)
https://timarit.is/issue/373688

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Bílar (04.11.2014)

Iliuutsit: