Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 9
MÁLFRÍÐUR  A2 Ég get tjáð mig um einföld og fastmótuð verkefni sem þarfnast einfaldra og beinna tjáskipta um efni sem ég þekki. Ég get átt í einföldum orðaskiptum á félagslegum vettvangi, jafnvel þótt ég skilji ekki nóg til að halda samræðum gangandi sjálf(ur). B1 Ég get tekist á við flestar aðstæður sem geta komið upp á ferða­ lagi um svæði þar sem málið er talað. Ég get óundirbúin(n) tekið þátt í samræðum um efni sem ég þekki, hef áhuga á eða tengjast daglegu lífi (t.d. fjölskyldu, áhugamálum, starfi, ferðalögum og málefnum líðandi stundar.) B2 Ég get tekið þátt í samræðum af nokkru öryggi og án mik­ illar umhugsunar í reglulegum samskiptum við þá sem hafa málið að móðurmáli. Ég get tekið virkan þátt í umræðum um kunnugleg málefni, gert grein fyrir og haldið mínum skoð­ unum á lofti. C1 Ég get tjáð mig af öryggi og án mikillar umhugsunar eða orðaleitar. Ég get notað málið á sveigjanlegan og áhrifaríkan hátt bæði í félagslegum og faglegum tilgangi. Ég get sett fram hugmyndir mínar og skoðanir af nákvæmni og komið þeim kunnáttusamlega til annarra. C2 Ég get auðveldlega tekið þátt í öllum samræðum og umræðum með því að beita orðatiltækjum. Ég get tjáð mig af öryggi og komið fínni merkingartilbrigðum til skila. Ef ég lendi í vandræðum get ég farið til baka og umorðað setninguna á svo hárfínan hátt að varla sé eftir því tekið. A2 Ég get myndað nokkrar setningar til þess að lýsa fjölskyldu minni og öðru fólki á einfaldan hátt, sagt frá búsetu minni, menntun og þeirri vinnu sem ég stunda eða hef stundað. B1 Ég get tengt saman orðasambönd á einfaldan hátt til þess að lýsa reynslu og atburðum, draumum mínum, væntingum og framtíðaráformum. Ég get rökstutt stuttlega og útskýrt ákvarðanir mínar og fyrirætlanir. Ég get sagt sögu eða sagt frá söguþræði í bók eða kvikmynd og lýst viðbrögðum mínum. B2 Ég get gefið skýra, nákvæma lýsingu á ýmsum hlutum sem tengjast mínu áhugasviði. Ég get útskýrt skoðanir mínar á málefnum sem eru ofarlega á baugi og lýst bæði kostum og göllum við mismunandi valkosti. C1 Ég get gefið skýrar, nákvæmar lýsingar á flóknum málefnum í mörgum liðum, rætt ákveðin atriði og dregið saman í viðeig­ andi niðurstöður. C2 Ég get á skýran hátt og reiprennandi gefið lýsingu á eða rökrætt á þann hátt sem hentar samhenginu og … notað málið á áhrifaríkan hátt til að hjálpa þeim sem hlustar að taka eftir og leggja mikilvæg atriði á minnið Skri­fti­r Skriftir A1 Ég get skrifað stutt, einfalt póstkort, t.d. sent stuttar kveðjur úr leyfi. Ég get fyllt út eyðublöð með persónulegum upplýsingum eins og nafni, þjóðerni og heimilisfangi á skráningareyðublöðum hótela. A2 Ég get skrifað stutta minnispunkta og skilaboð. Ég get skrifað mjög einfalt bréf, t.d. þakkarbréf. B1 Ég get skrifað einfaldan samfelldan texta um efni sem ég þekki eða hef áhuga á. Ég get skrifað bréf sem lýsa reynslu og hug­ hrifum. B2 Ég get skrifað skýra, nákvæma texta um ýmis efni sem tengjast áhugasviði mínu. Ég get skrifað ritgerð eða skýrslu, komið upp­ lýsingum á framfæri eða fært rök fyrir eða gegn ákveðnu sjónarhorni. Ég get skrifað bréf og lagt áherslu á mikilvægi ýmissa atburða og reynslu. C1 Ég get tjáð mig skriflega með skýrum og vel samsettum texta af tiltekinni lengd og komið þannig ákveðinni skoðun á framfæri. Ég get skrifað um flókin efni í bréfi, ritgerð eða skýrslu og lagt áherslu á það sem ég tel vera mikilvæg málefni. Ég get valið mér ritstíl sem hentar þeim lesendahópi sem ég hef í huga. C2 Ég get skrifað skýran og lipran texta í ritstíl sem hæfir tilefninu. Ég get skrifað flókin bréf, skýrslur eða greinar þar sem áhrifarík uppbygging er notuð til að setja málið fram á þann hátt að það hjálpi lesandanum að taka eftir og muna aðalatriði. Ég get skrifað úrdrætti og ritdóma um sérfræðitexta eða bókmenntaverk.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.