Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 15

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 15
MÁLFRÍÐUR 1 erlenda gesti okkar – tollverðir, leiðsögumenn, rútu­ bílstjórar, starfsfólk bílaleiga, hótela, bensínstöðva, veitingahúsa, safna, sundlauga, matvöruverslana, minjagripaverslana, banka og svo mætti lengi telja áfram. Starfsfólk allra þessara fyrirtækja og stofnana eru þátttakendur í þjónustunni við ferðamanninn og heildarupplifun hans á Íslandi. Það eru ekki bara við sem sitjum inn á skrifstofunum og skipuleggjum ferðir eða smíðum markaðsáætlanir fyrir erlenda markaði sem þurfum að kunna erlend tungumál. Það að sem flestir taki virkan þátt í ferðaþjónust­ unni stuðlar að ánægju ferðamannsins með vöruna sem hann er að kaupa og eykur samkeppnishæfni okkar sem ferðamannalands á alþjóðagrundvelli. Fyrirtækin sem ég hef yfir að ráða, annars vegar Katla Travel GmbH sem er staðsett í München og hins vegar Katla DMI ehf sem er hér í Reykjavík, byggja á einfaldri hugmynd. Fyrirtækið sérhæfir sig í að flytja þýskumælandi ferðamenn til Íslands og veita þeim alla mögulega þjónustu. Við höfum sérhæft okkur í Þjóðverjum, lögum þjónustu okkar að þeim og þeirra menningu og megnið af okkar starfsemi líka hér á Íslandi fer fram á þýsku. Allt okkar starfsfólk er þýskumælandi og við eigendur fyrirtækisins bjuggum í Þýskalandi árum saman og lærðum þýsku og öðluðumst þar þekkingu sem við síðan höfum nýtt okkur með góðum árangri. Kveikjan að þessu öllu var áhugi okkar stofnend­ anna á þýsku, áhugi sem við vorum svo heppin að hlúð var að hér heima og við höfðum möguleika á að læra undir stjórn góðra þýskukennara á meðan við vorum hvað móttækilegust fyrir viskunni. Ég tel það vera alveg ljóst að það að skera niður tungumálakennslu á framhaldsskólastiginu væru mikil mistök. Í viðbót við þau rök sem ég hef rætt hér á undan, þá veitir heldur ekki af meira mótvægi við engilsaxnesku áhrifin, ekki síst úr vestri sem flæða yfir okkur og það sem verra er, börnin okkar, út um allt, alls staðar. Einhæfni er eitthvað sem við höfum ekki efni á að veita okkur. Nú er enginn Derrick lengur til breiða út fagnaðarerindið, og ekki einu sinni Kommisar Rex ­ svo nú þarf að bretta upp ermar áður en í óefni fer. Komdu á rétta staðinn B R A U TA R H O LT I 8 • 1 0 5 R E Y K J AV Í K •   S Í M I 5 6 2 3 3 7 0 •   w w w . i d n u . i s BÓKABÚÐ og gerðu góð kaup! Ný verslun í Brautarholti 8Hlemmur IÐNÚ bókabúð Laugavegur N óa tú n Brautarholt Þ ve rh ol t

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.