Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 26

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 26
 MÁLFRÍÐUR Ég hef sinnt kennslu við Menntaskólann á Egils­ stöðum frá því haustið 2000. Ég hef kennt þar fyrst og fremst frönsku, núorðið alla frönsku við skól­ ann, en einnig kennt ensku, fyrstu áfangana í hrað­ ferðinni og svo hef ég kennt íslenskar bókmennt­ ir, bókmenntasögu, barnabókmenntir og sitthvað fleira smálegt. Þessi blöndun hefur auðvitað skilað því að ég blanda ýmsum aðferðum saman í kennslu hjá mér og hef reynt að draga fram möguleika sem eitt fag býður upp á til þess að brydda upp á nýj­ ungum í því næsta. Þannig hef ég í þessi sex ár í raun verið að læra á kennsluna og er vonandi að verða tiltölulega brúklegur kennari. Svona stans­ laus þróunarvinna er auðvitað nauðsynleg í allri kennslu, til þess að halda faginu sem maður kennir lifandi. Þetta segi ég vegna þess að ég held að til þess að geta kennt tungumál, þurfi maður alltaf að vera að læra það sjálfur. Þarna er ekki neitt end­ anlegt, ekki neitt sem er nóg. Þarna er ekki hægt að kippa út á einhverri skrifstofu, einhverjum svoköll­ uðum grundvallaratriðum, og líta svo á að slíkt sé eitthvað sem nægir til framtíðar, hvort sem það er háskólanám eða annað. Það hlýtur að vera metn­ aðarmál þeirra sem fara með menntamál, hvað þá ráðuneyti menntamála, að vilja hag skólakerfisins sem bestan, að framhaldsskólanemendur komi með sem fjölbreytilegastan grunn upp í Háskólann, sem fjölbreytilegastar áherslur, ásamt með því að þeir séu hæfir til þess að takast á við fræðileg eða vís­ indaleg vinnubrögð. Hafi hlotið þjálfun og leiðsögn í þeim sjálfsaga sem nauðsynlegur er til þess að komast af og helst vel það í því námi sem þeir hafa valið sér. Til þess að svo megi vel vera, þarf framboð á námsefni, aðferðum og kennurum að vera tryggt. Til þess að svo megi vera er afskaplega heimskulegt að ætla sér að skera niður, taka skref til baka í þá átt að gera alla jafnhæfa í einhverjum svokölluðum grunnfögum, búa til einsleitari hóp en ella í samfélagi sem stefnir hraðbyri inn í fjöl­ menningu, þar sem tjáskipti milli ólíkra heimshluta, tjáskipti milli ólíkra atvinnugreina, fræðigreina og viðskiptagreina verða sífellt mikilvægari. Ég er iðulega spurður þessarar spurningar: „Heyrðu, er ekki svo mikill uppgangur hjá ykkur fyrir austan?“ Maður leggur náttúrulega sjaldan í þá tvísýnu, sérstaklega ef spurt er fyrir austan, að úthúða þessum svokallaða uppgangi. En manni verður stundum hugsað til þessa uppgangs og þess sem haldið er fram af stjórnvöldum um hvað þetta sé nú allt stórkostlegt og gott, þegar æðstu yfirmenn menntamála segja manni hvað það sé nú æðislegt og gott að stytta framhaldsskólann, þá verði þetta eins og hjá hinum. Þetta kosti ekkert, sama efni verði kennt á styttri tíma án þess að vinna kenn­ ara eða nemenda breytist mikið, ef nokkuð. Það gefur augaleið að þetta bitnar grimmilega á þriðja tungumáli. Það bitnar á því framboði sem ég hélt fram hér áðan að væri nauðsynlegt. Það bitnar á kennsluháttum, sem ég var að halda fram að þyrftu að vera fjölbreyttir, þetta stuðlar að flatneskju og einsleitari stúdentahópum. Þetta finnst mér ekki vera uppgangur í menntakerfinu. Tungumálakennsla fyrir austan, og á þessum stöð­ um þar sem erlent vinnuafl er orðið heilmikið, ætti að geta stýrt þessum svokallaða uppgangi eitthvað. Samskipti hljóta jú að vera til alls fyrst, hvort sem við tölum um atvinnulíf í tengslum við tímabundn­ ar framkvæmdir eða jafnvel fyrst og fremst, lang­ tímaviðhorf til tungumálamenntunar í framhalds­ skólum og háskólamenntunar með það fyrir augum að skila út úr framhaldsskólum okkar (og ég tek fram okkar, ekki ráðuneytis­ eða hagræðingaskrif­ finna) hæfum og vel menntuðum einstaklingum, Sigurður Ingólfsson „Það er nú svo mikill uppgangur þarna fyrir austan“ Sigurður Ingólfsson Si­gurður Ingólfsson er doktor í frönskum bók­ menntum og kenni­r vi­ð Menntaskólann á Egi­ls­ stöðum. Efti­rfarandi­ eri­ndi­ var flutt á mál­ þi­ngi­ félags stúdenta vi­ð Hugvísi­ndadei­ld þann 22. mars sl.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.