Reykjanes - 30.10.2014, Qupperneq 10
10 30. OktóBEr 2014
Vogar:
Nýverið var opnuð
Tónlistarsmiðja
Félagsmiðstöðin Boran býður upp á starf fyrir 12-16 ára. Opið er einu sinni í viku fyrir 12-13 ára
og þrisvar sinnum í viku fyrir 14-16 ára.
Nýverið var opnuð Tónlistarsmiðja sem
gerir okkur kleift að ná til breiðari hóps.
Fyrir utan fasta opnunartíma erum
við í samstarfi við félagsmiðstöðvar
á Suðurnesjum (SamSuð) og höldum
saman ýmsa viðburði. Einnig tökum
við þátt í viðburðum á vegum Samfés
(Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi)
Kálfatjarnarkirkja býður upp á barna
og unglingastarf fyrir 6-16 ára einu
sinni í viku.
Ungmennafélagið Þróttur er með
fjórar deildir, júdó, sund, körfubolta
og knattspyrnu. Hjá Þrótti er breiður
aldurshópur iðkenda, allt frá leikskóla-
börnum að 17 ára aldri. Einnig býður
Þróttur upp á námskeið í samstarfi við
önnur félög, til að mynda er núna í
gangi Taekwondonámskeið á vegum
Taekwondo deildar Keflavíkur.
Jóna Ósk Jónasdóttir
Tómstundaleiðbeinandi
Sandgerði:
Virk félagsmiðstöð í bænum
Hér í Sandgerði er ýmislegt í boði fyrir börn og unglinga á svæðinu. Við bjóðum upp
á knattspyrnuæfingar fyrir alla aldurs-
flokka og þar sem sveitarfélagið er lítið
þá eru flokkarnir ýmist reknir í sam-
starfi viðVíði í Garði eða Keflavík til
að ná saman stærri hópum.
Í körfubolta er æft í tveimur aldurs-
flokkum, 12 ára og yngri og svo 13 ára
og eldri. Yngri hópurinn er nú þegar
búinn að taka þátt í einu fjölliðamóti
sem gekk mjög vel.
Um helgar er sund í boði fyrir alla,
þó yngstu krakkarnir séu duglegri að
nýta sér þær æfingar.
Vel tókst til með Taekwondo nám-
skeið í haust sem varð til þess að í
síðustu viku byrjuðu Taekwondo æf-
ingar í Sandgerði. Mikill áhugi er fyrir
þessari íþrótt í bæjarfélaginu og hafa
íþróttamenn ársins síðustu tvö ár verið
Taekwondo iðkendur. Frábært skref hjá
Taekwondo félagi Keflavíkur að vera
komnir hingað til okkar.
Seinna í vetur mun svo að öllum
líkindum hefjast byrjendanámskeið í
golfi. Golfklúbbur Sandgerðis glímir
við sama vandamál og margir aðrir
golfklúbbar, erfitt að fá nýja iðkendur.
En aðilar á þeirra vegum stefna að því
að fá kennsluréttindi í SNAG sem er
byrjendanámskeið í golfi fyrir börn og
stefnan er að hefja kennslu í Sandgerði
strax á nýju ári.
Auk þess reynum við reglulega að
vera með ýmis námskeið fyrir börn og
unglinga og er til að mynda dansnám-
skeið að fara af stað núna fyrir elstu
krakkana í leikskólanum og þau yngstu
í grunnskólanum.
Björgunarsveitin Sigurvon rekur
unglingadeildina Von þar sem ungt
fólk getur undirbúið sig fyrir þátttöku í
björgunarsveitum. Þar er um skemmti-
legar æfingar að ræða, mikla útiveru og
ævintýraleg ferðalög.
Við erum einnig með virka félags-
miðstöð í bænum. Það ætti því ekki
að vera mikið vandamál fyrir börn og
unglinga á svæðinu að finna sér eitt-
hvað til þess að gera eftir að skóla lýkur
á daginn.
S. Hilmar Guðjónsson
Frístunda- og forvarnarfulltrúi
Sandgerðisbæjar
Garður :
Barna og æskulýðsstarf
Það sem helst er í boði fyrir börn í Garðinum er.
Unglingaráð Knattspyrnu-félagsins Víðis heldur úti knattspyrnuæfingum fyrir öll
börn á grunnskólaaldri. Mikið sam-
starf er við Reyni Sandgerði sem og
íþrótta- og ungmennafélagið Keflavík
um knattspyrnuæfingarnar. Töf hefur
orðið á útgáfu æfingatöflu vetrarins
þar sem ráðningar á þjálfurum hafa
dregist en von er til þess að hægt verði
að koma út endanlegri æfingatöflu nú
fyrir mánaðamót.
Útskálasókn heldur kirkjan úti starfi
fyrir öll grunnskólabörn í Garðinum.
Æskulýðsfulltrúi Útskálasóknar hefur
umsjón með því starfi og er það þremur
hópum. Sex til átta ára börn mæta
saman. Níu til tólf ára, NTT, eru saman
og síðan þrír elstu árgangar grunn-
skólans. Þemað er skapandi kærleikur
í barna og æskulýðsstarfi og er starfið
vel sótt.
Sundæfingar fyrir grunnskóla-
börn fara fram í sundmiðstöðinni í
Garðinum á laugardögum og sunnu-
dögum í umsjón Davíðs Valagarðs-
sonar fyrrum sundkappa.
Hreyfiþroskanámskeið er fyrir
börn frá þriggja ára aldri á laugar-
dagsmorgnum í umsjón Laufeyjar
Erlendsdóttur íþróttakennara.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd Garðs
hefur staðið fyrir styttri íþróttanám-
skeiðum fyrir grunnskólakrakka með
því markmiðiði að börnin fái að prófa
sem flestar íþróttagreinar. Þau munu
einnig verða í vetur þó dagskrá þeirra
sé óljós á þessari stundu.
Ungmennadeildin Rán hefur einnig
verið með starf fyrir ungmenni frá
þrettán til sautján ára, en þar fer fram
kennsla í hinum ýmsu þáttum björg-
unarsveitanna og frá krakkarnir að
reyna sig við ýmislegt sem reynir á þau
bæði líkamlega og andlega.
Félagslífið í Gerðaskóla og félags-
miðstöðinni Eldingu er samtvinnað og
skipulegtur nemendaráð Gerðaskóla að
félagslífsins í skólanum og í félagsmið-
stöðinni með starfsfólki bæði frá skóla
og félagsmiðstöð. Nýlega var dagskrá
yfir það helsta í félagslífinu dreift í öll
hús í Garðinum.
Á heimasíðu Garðs má finna dag-
skrá félagslífsins.
Heimasíður.
Félagsmiðstöðin á heimasíðu Garðs.
http://svgardur.is/f%C3%A9lags-
mi%C3%B0st%C3%B6%C3%B0
Facebook síða félagsmiðstöðvar-
innar Eldingar. https://www.facebook.
com/eldingin?fref=ts
Facebook síða Æskulýðs-
fulltrúa Útskálasóknar. https://
www.facebook.com/profile.
php?id=100007099270891&fref=ts
Facebook síða Björgunarsveit-
arinnar Ægis í Garði. https://www.
facebook.com/aegirgardi
Heimasíða Víðis. http://vidirgardi.is
Facebook síða Knattspyrnufélags-
ins Víðis. https://www.facebook.com/
vidirigardi?fref=ts
Guðbrandur J. Stefánsson.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs.
Hvað er í boði hjá sveitarfé-
lögunum fyrir börn og unglinga
Reykjanes leitaði til þeirra aðila í
sveitarfélögunum, sem hafa á sinni
könnu tómstunda-og æskulýðsstarf
barna og unglinga í bænum. Hvað
er það helsta sem boðið er uppá
í þeim efnum í þínu sveitarfélagi.
Reykjanesbær:
Mikið framboð
í Reykjanesbæ
Stefán Bjarkason fram-kvæmdastjóri íþrótta-og tóm-stundasviðs benti Reykjanesi á
upplýsingar í vefriti á eftirfarandi slóð:
http: //issuu.com/grafiksmidi/
docs/veturireykjanes-
b__2014_78d40e25f06be9
Í vefritinu eru upplýsingar um það
fjölbreytta tómstunda-og menningar-
starf sem er í boði fyrir börn og ung-
linga í Reykjanesbæ.
Framboð á þjónustu fyrir börn og
ungmenni hefur aukist í Reykjanesbæ
ár frá ári.
Uppbygging á leiksvæðum, körfu-
boltavöllum, gervigrasvöllum, vatns-
leikjagarði, hreystibraut og 50 metra
innisundlaug er einnig dæmi um þá
þjónustu og árangurinn í íþróttum og
skólahreysti lætur ekki á sér standa.
Hvað er í boði fyrir börn og ung-
menni. Í vefriti Reykjanesnbæjar eru
ítarlegar upplýsingar um það.
Fjárhagsaðstoð í Grindavík
Fjöldi einstaklinga sem þegið hefur
fjárhagsaðstoð fyrstu sex mánuði ársins er 38.
Heildargreiðslur Grindavíkjur-bæjar vegna fjárhagsaðstoðar fyrstu sex mánuði ársins er kr. 15.675.170
Ferskir vindar í Garði
Listahátíðin Ferskir vindar stóð yfir á tímabilinu 21. desember 2013
til 26. janúar 2014. Verndari hátíðar-
innar er Dorrit Moussaieff. Þátttak-
endur voru fjörutíu og fimm talsins
af sautján mismunandi þjóðernum,
úr nær öllum listgreinum. Í skýrslunni
er fjallað um listahátíðina og ýmis-
legt sem henni tengist. Bæjarráð lýsir
ánægju með hve vel tókst til með lista-
hátíðina Ferska vinda, þakkar öllum
hlutaðeigandi fyrir þeirra framlag og
aðstandendum hátíðarinnar fyrir gott
samstarf.