Selfoss - 27.03.2014, Page 2

Selfoss - 27.03.2014, Page 2
LAGNALAGINN, PÍPARINN ÞINN Fagmennska • Snyrtimennska • Áreiðanleiki • Traust Kannaðu málið og bókaðu tíma núna www.lagnalaginn.is /lagnalaginn Sími : 774-7274 (7-PÍPARI) 2 27. MARS 2014 Niðurskurður og hætt við sameiningu við Háskóla Íslands: Til stóð að efla faglega þróun Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi „Það sem við litum sérstaklega til voru rannsóknir í lyfjafræði en við erum með frábæra aðstöðu í tilraunagróðurhúsi okkar. Þá sáum við fyrir okkur þverfagleg verkefni með þátttöku hagfræði, verkfræði og jarðfræði.“ Þetta eru gríðarleg von- brigði, segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Skólinn hafði stefnt að samein- ingu við Háskóla Íslands. „Þeim breytingum myndu fylgja mikil fagleg uppbygging og auknir fjár- munir inn í rekstur starfseminnar sérstaklega á Hvanneyri og Reykj- um. Það eru gríðarleg vonbrigði að þessar fyrirætlanir séu nú að engu orðnar,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. „Hluti af vinnu okkar undanfarna mánuði um að LbhÍ yrði hluti af HÍ gekk út á það að skjóta styrk- ari stoðum undir þá starfsemi sem nú er á Reykjum með fjölbreyttari viðfangsefnum en verið hafa. Það sem við litum sérstaklega til voru rannsóknir í lyfjafræði en við erum með frábæra aðstöðu í tilraunagróð- urhúsi okkar sem gæti nýtst fyrir slíkar rannsóknir auk þess sem við erum þegar að gera í tengslum við garðyrkju og ræktun ýmisskonar. Þá sáum við fyrir okkur þverfagleg ver- kefni með þátttöku hagfræði, verk- fræði og jarðfræði meðal annars en Reykir búa yfir einstökum aðstæðum frá náttúrunnar hendi m.a. til rann- sókna og kennslu á sviði loftslags- breytinga og auðvitað jarðhita. Þá var mjög mikilvægur hluti áætlunar þeirrar sem við vorum tilbúin með að setja nýtt fjármagn í endurbætur á skólahúsinu á Reykjum og koma því inn í viðhaldsleigu hjá Fasteign- um ríkisins, sem er mjög brýnt. Það skýtur þá frekari stoðum undir aukna starfsemi á sviði símenntunar allt árið um kring,“ segir Ágúst Sig- urðsson, rektor Landbúnaðarháskól- ans í samtalið við Selfoss-Suðurland. Skólanum er gert að skila 35 millj- ónum árlega í afgang af rekstri. „Við erum á fullu að endurskoða rekstr- aráætlun fyrir árin 2014-2016 í ljósi þessara síðustu tíðinda. Niðurstöð- um úr því er að vænta í þessari viku. Þar er auðvitað öll okkar starfsemi undir." Hvers vegna fór það svo að Land- búnaðarháskólinn sameinast ekki Háskóla Íslands eins og til stóð og verði í staðinn áfram sjálfstæð ein- ing? „Skýringar sem ég fæ við þessari stefnubreytingu,“ segir Ágúst rektor, „eru að þingmenn NV kjördæmis með stuðningi sveitarstjórnar Borg- arbyggðar og forystu Bændasamtaka Íslands leggist alfarið gegn þessum áætlunum og því séu þær ófram- kvæmanlegar.“ Það styttist í sveitarstjórnarkosningar í 14 sveitarfélögum á Suður-landi – og út um allt land. Í kosningunum 2010 var kosningaþátt-taka 80,5% á Suðurlandi, lægst í Árborg en hæst í Mýrdalshreppi. 16.870 voru á kjörskrá. Það er álíka fjöldi og var í sæmilega stóru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Það vekur upp raddir sem segja að viðspyrnan þurfi að vera meiri hér á Suðurlandi. Það er dýrt að halda úti sveitarfélagi sem þarf að kappkosta að búa sem best að öllum. Og helst lokka til sín fleira fólk. Kosningar til sveitarstjórna verða líka til þess að fólk veltir við steinum. Sjálfstæði og lýðræðsisleg þróun í landshlutanum byggir á samræðu kjörinna fulltrúa og við atkvæðin sjálf. Hverjar eru tekjur sveitarfélagsins, og hver eru helstu útgjöld? Útgjöld eru að mestu föst. Verkefni hafa færst milli handa. Nú síðast þegar málefni fatlaðra fór frá ríkinu að mestu. Skólarnir taka drjúgan skerf og er líka veigamikil undirstaða í hverju sveitarfélagi. Þar hallar á innan landshlutans. Fækkun í yngstu aldurshópunum er mjög mikil í sumum sveitarfélaganna. Kallar á sameiningu eða meiri samvinnu. Bæjarstjórnin í Hveragerði hefur samþykkt að samhliða kosningunum 31. maí verði fólki gefinn kostur á að segja já eða nei við því að sveitar- félagið sameinist hugsanlega öðru sveitarfélagi. Meira að segja verður hægt að velja milli kosta – segi fólk já. Líklegast er að meðal kosta verði sveitarfélagið sem næst stendur (og er allt um kring líka), þ.e.a.s. Sveitar- félagið Ölfus. Þá hlýtur annar kostur að vera sameining allra sveitarfélaga í Árnessýslu. Við það yrði Árnesþing til. Sameiningarmál eru viðkvæm. Ævinlega óttast menn mest að stóra sveitarfélagið gleypi hin smærri. Í minnsta sveitarfélaginu á Suðurlandi gátu 134 íbúar neytt kosningaréttar árið 2010, en í hinu fjölmennasta voru þeir 5450. Verði sameining í Árnessýslu í eitt sveitarfélag mun það ýta við mörgum. Og ýmislegt koma upp á yfirborðið. En hverjir eru fylgjandi og hverjir eru í það minnsta hugsi? Við lauslega athugun kemur í ljós að í fjölmennasta sveitarfélaginu í Árnesssýlu er samhljómur þeirra frambjóðenda sem vitað er að munu leiða framboð í vor. Þau telja sameiningu í Árnessýslu raunhæfa. Og besta kostinn ef menn eru á annað borð að ræða sameiningu. Jafnvel eina kostinn. Fleiri eru sama sinnis. Þorlákur Helgi Helgason Sameining sveitarfélaga á dagskrá LEIÐARI Helmings afsláttur af gatnagerðargjöldum Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur sam-þykkt að veita helmings afslátt af gatnagerðargjöldum lóða sem er úthlutað á árinu 2014. Ákvörðun- in er bundin því skilyrði að fram- kvæmdir hefjist innan árs frá því að lóð er úthlutað. Mynd í eigu Héraðsskjalasafns Árnesinga Fimmtíu ár við slaghörpuna „Ytri glans og yfirborðskennd flottheit eru honum ekki að skapi.“ Þannig skrifaði Stefán Edelstein um tónleika Jónasar Ingi- mundarsonar árið 1972. Það var frumraun hans sem píanóleikara í höfuðborginni. Um þessar mund- ir er liðin hálf öld frá því Jónas Ingimundarson hóf þátttöku í opinberu tónlistarlífi. Sunnudaginn 30. mars ætlar Jónas að koma með tónleika í gamla bæinn sinn, Þorlákshöfn og efna til stórtónleika á Tónum við hafið. Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdótt- ir eða Diddú mætir með honum, en Diddú og Jónas hafa oft komið fram saman á undanförnum árum. Tónleikar með þeim tveimur hafa jafnan vakið mikla hrifningu, enda hafa þau af miklu að miðla bæði tónlistarlega og sem persónur. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Gluck, Scarlatti, Caldara, Pergolesi, Curtis, Mario, Verdi, Þórarinn Guðmundsson, Jón Ás- geirsson, Jakob Hallgrímsson, Sig- valda Kaldalóns, Gunnar Reyni Sveinsson, Rachmaninoff, Glinka, Tschaikowski og Alabieff. „Syngjandi tónblær“ var yfir leik Jónasar Ingimundarsonar árið 1972. Tónleikagestir mega búast við sama innileik í Þorlákskirkju á sunnudag, en tónleikarnir hefjast klukkan 16.30. Ágúst Sigurðsson rektor Fyrsti vinnufundur Framboðsmál eru að taka á sig mynd. Samfylkingarfólk hélt sinn fyrsta vinnufund sl. mánudags- kvöld. Mikið er af nýju fólki og voru þau leidd um lendur bæjarfélagsins af sitjandi bæjarfulltrúum. Mynd: ÞHH Jónas Ingimundarson og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddu) SELFOSS-SUÐURLAND kemur næst út 10. apríl

x

Selfoss

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.