Selfoss - 27.03.2014, Blaðsíða 9

Selfoss - 27.03.2014, Blaðsíða 9
927. MARS 2014 Tekinn púls Þriðjudagur. Verkfall í kjara-deilu framhaldsskólakennara hefur staðið yfir á aðra viku. Ég bankaði upp á í Fjölbrautaskóla Suðurlands í gær. 1000 manna vinnustaður. Ég taldi innan við tíu. Gaf mig á tal við piltung sem var að lesa á bókasafninu. Einn. Ræddi við stúlku sem grúfði líka yfir tölvu í leit að efni. Hún leiðrétti mig. Sagðist vera í háskólanámi. Niðurstaða: einn nemandi. Oddi auður. Olga Lísa skólameistari hefur miklar áhyggjur af þeim sem standa höllum fæti fyrir. Kosningarnar í Árborg munu snúast um áframhaldandi stöðugleika, segir Ásta Stefánsdóttir sem hlaut efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um sl. helgi. „Þátttaka í prófkjörinu var góð, sem er ánægjulegt, og reynslu-mikið og öflugt fólk raðaðist í þau sæti sem kosið var um,“ segir Ásta Stefánsdóttir sem verður odd- viti listans. Niðurstöður prófkjörsins eru ekki bindandi í 1. og 5. sæti. Ásta segir að það hafi ekki komið sér á óvart hve bæjarfulltrúarnir sem gáfu kost á sér voru í raun jafnir. Ekki skildu nema nokkur atkvæði á milli manna varðandi einstök sæti. Það mætti tala um „sjónarmun“ á milli manna. „Þetta staðfestir það að bæjarfulltrúar hafa verið að vinna mjög gott starf á kjörtímabilinu, hver í sínum málaflokki og saman sem heild við stjórnun sveitarfélags- ins í samstarfi við aðra bæjarfulltrúa, og að ánægja er með störf þeirra.“ Ásta telur að kosningarnar í vor muni að miklu leyti snúast um þessa hluti; áframhaldandi stöðugleika, því það er það sem þurfi til að geta aukið og bætt þjónustu og byggt upp mannvirki og kerfi sem sveitarfélagið þarf að hafa til að tryggja góð bú- setuskilyrði. Aðspurð um tillögu Hveragerð- isbæjar um að kanna hug íbúa til sameiningar ... „þá tel ég það vera áhugavert verkefni og að gaman væri að vita hug íbúa til slíks. Samein- ing tel ég að verði ekki gerð með þvingun að ofan, lagasetningu eða slíku, heldur þurfi frumkvæðið að koma frá sveitarfélögunum og íbú- um þeirra. Sveitarfélögin í landinu eru nú yfir 70 talsins, hefur fækkað verulega á ekki svo löngum tíma, ca. 20-25 árum, og ég tel að það eigi eftir að verða meiri sameiningar. Árnessýsla sem eitt sveitarfélag væri tvímælalaust áhugaverður kostur, það yrðu a.m.k. ekki mörg sveitar- félög á landinu sem hefðu innan sinna vébanda viðlíka auðlindir, svo sem náttúruperlur, gjöful landbún- aðarsvæði, aðgengi að fiskimiðum, öfluga matvælaframleiðslu, iðnað af ýmsu tagi og margt fleira mætti nefna, auk þess að hafa aðgang að þeirri fjölbreyttu þjónustu sem íbúar geta sótt víðsvegar innan svæðisins.“ Forseti bæjarstjórnar í Árborg úti í kuldanum í XD Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar Ár-borgar, hafnaði í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna sl. laugardag. Ari sóttist eftir 2. sæti. Hann segist íhuga stöðu sína. Sam- kvæmt heimildum blaðsins er allt eins líklegt að hann verði ekki á listanum. Á meðan Sjálfstæðismenn rölta um Reykjavik undir kjörorðinu Þvinguð sambúð (skv. vefsíðu XD) efndu kollegar þeirra til pröfkjörs í Árborg. 1340 voru á kjörskrá. Af þeim kusu 686 og 521 merktu við Ástu í 1. sæti sem er 75% eða þrír af hverjum fjórum kusu hana í oddvitasætið. Þrennt keppti um annað sætið: Sandra Dís Haf- þórsdóttir, Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen. Gunn- ar hreppti sætið, en Sandra Dís lenti í 3.-4. sæti og Ari Björn í því fimmta. Sandra mun vera ósátt við sitt hlutskipti. Kjartan Björnsson og Sandra Dís voru hnífjöfn og fengu 306 atkvæði í þriðja sæti. Mun kjörnefnd ræða við frambjóð- endur til að skera úr um sætaskipan þriðja og fjórða. Niðurstöður eru bindandi í 5 efstu sæti en í því sjötta er Magnús Gíslason. ÞHH Nýtt fólk í brúnni hjá Samfylkingunni Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg var samþykktur á félags- fundi í fyrri viku. Eggert Valur og Arna Ír skipa efstu sæti eins og síðast en síðan kemur nýr hópur félaga. Listann skipa: 1. Eggert Valur Guðmundsson, sjálfstætt starfandi og bæjar- fulltrúi, Tjarnarbyggð 2. Arna Ír Gunnarsdóttir, félags- ráðgjafi og bæjarfulltrúi, Selfossi 3. Guðlaug Einarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Eyrar- bakka 4. Viktor Stefán Pálsson, lög- fræðingur, Selfossi 5. Svava Júlía Jónsdóttir, ráðgjafi, Selfossi 6. Anton Örn Eggertsson, mat- reiðslumaður, Selfossi 7. Kristrún Helga Jóhannsdóttir, nemi, Selfossi 8. Jean-Rémi Chareyre, veitinga- maður, Tjarnarbyggð 9. Sesselía Sigurðardóttir, garð- yrkjufræðingur, Selfossi 10. Hörður Ásgeirsson, kennslu- stjóri, Selfossi 11. Steinunn Jónsdóttir, forstöðu- þroskaþjálfi, Selfossi 12. Magnús Gísli Sveinsson, sund- laugarvörður, Selfossi 13. Kristín Sigurðardóttir, starfs- maður í leikskóla, Stokkseyri 14. Hermann Dan Másson, nemi, Selfossi 15. Frímann Baldursson, lögreglu- varðstjóri, Selfossi 16. Drífa Eysteinsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, Selfossi 17. Gestur Halldórsson, fyrrum staðarhaldari, Selfossi 18. Ragnheiður Hergeirsdóttir, f.v. bæjarstjóri, Tjarnarbyggð B listi framfarasinna í Ölfusi býður fram B listi framfarasinna í Ölfusi mun bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listi framboðsins var samþykktur á fundi Framsóknarfélags Ölfuss þann 11. mars síðastliðinn. List- inn hefur átt tvo fulltrúa í bæj- arstjórn og hlaut 30% atkvæða í kosningunum 2010. Sveinn, Anna Björg og Jón Páll skipuðu þrjú efstu sætin á lista Framfarasinna fyrir kosningar árið 2010 og líka núna. Listinn er þannig skipaður: 1. Sveinn Steinarsson, hrossa- bóndi og forseti bæjarstjórnar, Litlalandi Ölfusi 2. Anna Björg Níelsdóttir, bókari og bæjarfulltrúi, Sunnuhvoli Ölfusi 3. Jón Páll Kristófersson, rekstr- arstjóri, Þorlákshöfn 4. Ágústa Ragnarsdóttir, grafískur hönnuður og kennari, Þor- lákshöfn. 5. Baldur Þór Ragnarsson, einka- þjálfari, Þorlákshöfn. 6. Eyrún Hafþórsdóttir, ráðgjafi og nemi, Þorlákshöfn. 7. Grétar Geir Halldórsson, raf- virkjameistari, Þorlákshöfn. 8. Anna Júlíusdóttir, kennari, Þorlákshöfn. 9. Michal Rybinski, rafvirki, Þor- lákshöfn. 10. Margrét S Stefánsdóttir, tón- listarkennari, Hvoli Ölfusi. 11. Sigurður Garðarsson, verk- stjóri, Þorlákshöfn. 12. Valgerður Guðmundsdóttir, þjónustustjóri, Þorlákshöfn. 13. Páll Stefánsson, dýralæknir, Stuðlum Ölfusi. 14. Hansína Á. Björgvinsdóttir, fyrrv. kennari og bæjarstjóri í Kópavogi. Mynd: ÞHH Ásta Stefánsdóttir.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.