Selfoss - 27.03.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 27.03.2014, Blaðsíða 14
Danskir dagar Opið mán. - fös. kl. 7 - 17.30 lau. 8 - 16 sun. 9 - 16 Dönsk morgunbrauð Dönsk rúgbrauð Dönsk vínarbrauð Danskt smurbrauð Rjómakökur og margt fleira 14 27. MARS 2014 Af Gísla Konráðssyni Árátta til skrifta loðir við Íslendinga, hefur lengi gert og óneitanlega verð- ur tölvuriturum á árinu 2014 stundum hugsað til genginna skrifara og fræðimanna, sem sátu að skriftum undir skjáglugga eða hálfloppnir við daufan týruloga á þorra og góu. Gísli Konráðsson var einhver mestur afkastamaður á þessu sviði, „skrifaði upp hand- rit, þýðir úr dönsku og tekur að semja sjálfstæð verk þegar hann er kominn yfir miðjan aldur“ segir Jón Torfason sagnfræðingur um Gísla þegar hann gaf út í þremur stórum bindum Húnvetningasögu hans. Gísli stundaði búskap í Hólminum í Skagafirði fyrri hluta ævinnar en réðst til Breiðfirðinga á seinni hluta ævinnar, síðast út í Flatey þar sem uppgangur í atvinnulífi og mennt- um áttu góða samleið. „Þegar Gísli fór til sjóróðra reri hann oftast frá Álftanesi og kynnt- ist þá Bessastaðamönnum“ segir Jón ennfremur.„Lét Hallgrímur Scheving Gísla skrifa upp fyrir sig forn handrit, m.a. af lögbókum og konungasögum. Vann Gísli að þessu í landlegum en einnig tók hann verkefni með sér norður. Hallgrímur borgaði Gísla vel fyrir uppskriftirnar og launaði honum síðar enn frekar með því að styrkja Konráð son hans til skólanáms á Bessastöðum.“ Konráð varð síðar einn Fjölnismanna. Annar fræðimaður sem lagt hefur rækt við rit Gísla Konráðssonar er Torfi Jónsson frá Prestbakka. Hann gaf út Syrpur tvær, aðra með sagna- þáttum GK og hina með þjóðsög- um frá hendi hans. Norrænufræðingurinn og skáldið Hannes Pétursson vitnar líka til Gísla í eftirmála við bók sína Heim- ildaþætti I Misskipt er mannanna láni: „Söguþáttur reistur á heim- ildasöfnun, heimildaþáttur, er ís- lenskt ritform að því er helst verður séð, íslenskt í líkingu við rímur til að mynda. Það tók að myndast í penna Gísla Konráðssonar fremur en annarra manna, og virðist Gísli hafa hugsað sér formið sem næst því, að Íslendingaþættir hinir fornu hefðu blandast annálum síðari tíma, þjóðsögum, munnmælum og sagnastíl Espólíns. Þaðan í frá hef- ur ritformið, alþýðlegt í eðli sínu, dafnað og auðgast að blæbrigðum og aðferðum.“ Ættfaðir Blöndalsættar, Björn Auðunarson kemur víða við sögu í Húnavetningasögu GK og fer hér á eftir kafli sem heitir Útkoma Bjarnar Blöndals: Björn Auðunarson Blöndal frá Blöndudalshólum Jónssonar prests frá Bergsstöðum Auðunarsonar hafði út farið jafnframmi Gunn- laugi Oddsyni og numið lög. Kom hann út í þenna tíma og gjörðist stiftamtmanns sveinn um hríð og svo umboðsmaður hans. Var hann og nýkominn og nefndist Moltke. Kom hann eftir Kastenskjöld. Var Björn danskur lagamaður eður júristi sem kallað var. Verður mikið síðan af honum að segja. Var nú mikill orðasveimur um héröð úr Húnaþingi um óöld ærna fyrir stuldum og kvað Gísli Kon- ráðsson síðan í fréttabréfi Tómasi hreppstjóra á Nautabúi, úr Hraun- um sunnan: Heldur er válegt, hefjast stuldir, hegnir ei þjófum lögmál gegna losa um hurðir, hrista lása hamaðir við það fjandagaman. Mölva upp hús og sækja silfur, sundur þekjur rífa stundum synja eg ei, en margt til menja morðvarg eigi þjóð að forðast. Þá var og viðsjá mikil boðin að kúga eigi menn til sagna ella að hafa þröngvanir. Átti allt að fara sem kurteislegast. Um það kvað Gísli Konráðsson vísur nokkrar að beiðni Espólíns sýslumanns og er þetta upphaf að: Meðan færa málapróf meður lyndi hlýju dómarar læri að þéra þjóf það eru lögin nýju. Og bætti Níels skáldi síðan við þær. Gísli Konráðsson fæddist 18. júní 1787 á Völlum í Vallhólmi, bjó með fyrri konu sinni, Efem- íu Benediktsdóttur á Löngumýri, Ytra-Skörðugili og Húsabakka og voru leiguliðar alla tíð. Þau eign- uðust 9 börn og komust 6 þeirra til aldurs. Efemía lést 1847 og þá flutti Gísli vestur til Breiðafjarðar og settist loks að í Flatey. Guðrúnu Arnfinnsdóttur, ungri konu, ættaðri úr Grunnavík kvæntist Gísli vestra og lifði hana einnig en Gísli lést 1877, nær níræður. Þau Guðrún eignuðust son er lést í bernsku. Hjálmholt í Flóa Hjálmholt var það, bærinn sem við settum fram í síðasta blaði. Fólk var fljótt að segja frá og fylgdu sögur með. Meðal annars sú að ein- hverjus sinni fyrir ekki alllöngu hafi komið flokkur arkitekta sem taldi að það þyrfti endilega að halda bæj- arhúsinu við. Hugðust ábúendur drífa í því. En þegar til kom ætluðu menn að leggja 150 þúsund krónur til endurrisu og varðveislu. Og þegar framlagið reyndist ekki duga betur en á nýja framhurð var hætt við. Hjálmholt kemur líka við sögu í Kambsráninu 1827. Þá sat sýslu- maður Þórður Sveinbjörnsson þar. Jón Helgason segir frá Kambsrán- inu í Tímanum og segir að Þórði hafi fylgt sú saga að faðir hans hefði borið mykjuna af sjálfum sér á túnið á Ytra Hólmi á Akranesi vestur í móðuharðindunum. Þórður hafi líka átt að hafa sagt er fyrirmenn í héraði komu til hans og báðu hann að hlífa þeim sem þóttu í röð hinna betri bænda: „Ráttvís- inni fullnægist og heimurinn fari til fjandans.“ Þórður hafði þá látið dóm ganga eftir þrjátíu mönnum og veitt Kambránsmenn í net sitt, segir Jón Helgason. ÞHH Þekkirðu bæinn? Að þessu sinni birtum við mynd af bæ sem ekki hefur verið staðsettur. Mynda- smiður er óþekktur. Hvaðan er myndin og hvenær gæti hún ver- ið tekin? Frekari upplýsingar um byggingarsögu eða ábúenda væri gaman að fá. Ef marka má undir- tektir við síðustu mynd sem við óskuðum eftir að væri borin kennsl á erum við bjartsýn á lausn. Upp- lýsingar eru vel þegnar, á ritstjóra á torlakur@fotspor.is eða í síma 8942098. Þá má hafa beint sam- band við Héraðsskjalasafn Árnes- inga. Úr Harð Haus (6) Ingi Heiðmar Jónsson

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.