Selfoss - 25.09.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 25.09.2014, Blaðsíða 2
2 25. SEPTEMBER 2014 Við tökum að okkur alla vinnslu á kjöti fyrir einstaklinga. Kjötið er unnið algjörlega eftir þínum óskum og pakkað í neytendaumbúðir. Magn kjöts í hverjum pakka fer eftir því sem þér hentar, miðað við þína fjölskyldu. Við leggjum metnað í faglega vinnslu og góðan frágang. Það er ekki ónýtt að eiga smá kjöt í frystinum. Krás kjötvinnsla Selfossi Sími 482-3560 netfang: kras1@simnet.is Þarf ekki að fylla á kistuna fyrir veturinn? Þann lauk frásögn Morgunblaðsins af atkvæðagreiðslu á alþingi. Árið var 1919. En hljómar kunnuglega enn þann dag í dag. Nú skipast menn lítillega í fylkingar í anda hugsjóna sem stangast á. Meira er um vert að hljóta umbun. Helst þegar stutt er í næstu kosningar. Þykir mönnum sem halli oft á að málstaður sé röklega studdur. Við höfum fjölmörg dæmi. Segja má að umræða eða umræðuleysi um fjárlagafrumvarpið á okkar alþingi endurspegli þetta. Heilu kosningarnar eru dæmdar út frá skoðanaleysinu. Nýleg dæmi eru allt um kring. Síðast niðurstöður þingkosninganna í Sví- þjóð. Uppgangur hægri öfgastefnu Svíþjóðardemókrata vekur ugg. Tíundi hver Svíi kaus þá. Og drógu mest fylgi frá stærstu stjórnmála- flokkunum sem þóttust eiga breiðustu bökin gagnvart kjósendum. Nú hallast stjórnmálaskýrendur að því að fylgisaukningin komi ekki síst til af því að aðrir flokkar hafi reynst skoðanalausir. Allir hamist á síðustu metrunum við að höfða til stærsta hópsins rétt fyrir kosn- ingar. Úr því verði einskis nýtt miðjumoð sem á að fanga lausafylgið og aðra. Þriðji hver kjósandi ákveður sig á leiðinni í kjörklefann. Skoðanamunur milli gömlu stjórnmálaflokkanna sé ekki sýnilegur. Hugsjónir víki fyrir ákafanum að öðlast skammtímahylli kjósenda. Er lýðræðinu hætta búin af þessum skorti á hugsjónum? Það er enginn vafi að svo sé. Gömlu flokkarnir rækta ekki sitt bakland milli kosninga. Ungt fólk dregst ekki að stjórnmálastarfi (og lætur smala sér á kjörstað), finnst annað meira spennandi. Og lýðræðið líður fyrir það. Bakland stjórnmálaflokkanna þynnist. Flokkarnir geta ekki lengur stólað á fylkingarnar sem fylgdu áður yfir þykkt og þunnt. Þjóðfélagsumræðan verður á yfirborðinu. Það er að segja sú opinbera. Samfélagið er miklu frekar brotið til mergjar á samfélagsmiðlum í dag. Netmiðlar eru vettvangur þeirra sem gera tilraun til að kryfja ástandið. Spurning er þá hvernig má vega ástandið meira með rökum en atkvæðum? Það er freistandi að óska þess að það verði gert með þátttöku fremur en áliti. Þátttöku þar sem dregin eru fram rökin með og móti. Þar sem lagt er upp með grundvallarspurningar. Um nútímann, um framtíðina, um þjóðina, um samskipti inn á við og út á við. Um hlut okkar í tilverunni. Um áhrif okkar á þróun sam- félagsins. Út og ofan við skammtímasjónarmið sem oftast endast ekki fram yfir kosningar. Mérf finnst upplagt að hefja umræðuna um fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir. Þar eru boðaðar breytingar sem sjálfsagt þykir að nokkrir aðilar í þjóðfélaginu tjái sig um. Fjárlagafrumvarpið fjallar um meira en hækkun „matarskatts“ eða fjárframlög til opinberra stofnana. Það eru upplagt til að leggja fyrir þjóðina til að fjalla um. Það vantar að vísu ákveðinn farveg til þess að vísa umræðunni í. En hvarvetna eru tækifærin. Um allt land. Spennandi verkefni. Þorlákur Helgi Helgason „Mátti með sanni segja að tillaga þessi væri vegin með atkvæðum en ekki rökum.“ LEIÐARI Þarf að geta sofið heima hjá sér! Í smáuaglýsingum Vísis 28. september 1918 má lesa margar auglýsingar um vinnu í boði. M.a. þessa: „Stúlka óskast til innanhússtarfa á barnlausu heimili. Þarf að geta sofið heima hjá sér.“ Í fréttum Vísis sama dag segir frá því að Skeiðaréttum sem „áttu að vera í gær, en það fórst fyrir. Stórhríð hafði verið á afréttinni, svo að fé fenti og ekkert varð úr göngum. Muna menn ekki til að göngur hafi farist fyrir áður þar eystra.“ 21. september 1916 getur að lesa þessa auglýsingu í Morgunblaðinu: „Tveir menn geta fengið far í bifreið í dag austur í Skeiðaréttir.“ Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur sama dag er m.a. tekið fyrir erindi Jó- hannesar Jósefssonar um leiguland við Baronsstíg. Og upplýsingar um ágæta hagagöngu fyrir hesta er að fá í Ingólfsstræti 4 (eftir kl. 4). Blöð árétta að kveikingar- tími á ljóskerum bifreiða og reiðhjóla sé kl. 7 á kvöldin. Þá er kvartað undan bæjarsímanum í Reykjavík. „Fyrst verður maður að hringja þetta 5-10 sinnum á mið- stöð, annaðhvort af því að símatólin eru í ólagi eða blessaðar stúlkurnar heyra ver en leyfilegt er í þeirra stöðu, og þegar loks að gegnt er, verður maður að setja sig í vissar „stellingar“ og arga og garga af öllum lífs og sálar kröftum ... Ásigkomulag símans er örgustu skrælingjum ósamboðið.“ Dvöl okkar á Mölinni er einungis tímabundið ástand „Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra hefur tekið þá góðu ákvörðun að flytja Fiskistofu til Akureyrar.“ Þannig hefst pistill utan- ríkisráðherra á vef Feykis (sem er á landsbyggðinni). Meðal velheppnaðra flutn- inga opinberra stofnana af höfuðborgarsvæðinu tel- ur Gunnar vera Miðstöð sekta og sakarkostnaðar á Blönduós. Greininni lýkur með þessum orðum: „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er einfaldlega að byrja að skila því sem burtu var tekið. Lands- byggðarfólk afhendir tvær af hverjum þremur krónum sem það framleiðir til höfuðborgarinnar þar sem þær krónur eru m.a. nýttar til að ráða opinbera starfsmenn til vinnu. Ein króna af þessum þremur verður eftir úti á landi. Fleiri störfum þarf að skila.“ Brugðist er við á samfélagsmiðlum. Kristófer Már segir fólk verða að búa sig undir Framsóknaráratug. „Dvöl okkar á Mölinni er einungis tímabundið ástand.“ Getur orðið atvinnu- veginum til niðurdreps „Hér vantar tilf- innanlega menn, með meiri þekk- ingu, sem þarf til að koma at- v i n n u m á l u m og fjármálum landsins í gott horf, og eru verk y f i r s tandandi Alþingis áþreifanleg sönnun þessarar staðhæfingar. Þingið virðist ekki sjá nema eina leið til þess að bjarga fjárhagnum, nfl. að leggja tolla á sjávarútveginn. Áður hefur verið minst á það að oflangt má fara í því, og að það getur orðið atvinnuveginum til niðurdreps. Og ekki er það heppileg atvinnumálapólitík.“ (Mbl. 23. sept. 1919) ... Það liggur við að það megi stundum afrita gamlar ræður! Í sama blaði (og þessu óskilt) segir að „4 menn komust í steininn í fyrrinótt. Er það mjög lítið miðað við allan þann fjölda, sem virtist vera að „skemta sér“ í fyrrakvöld.“ Þá fór Gullfoss til Kaupmannahafnar með um 100 farþegar. Þar á meðal ungfrú Önnu Bjarnadóttur, danska sendiherrann J. E. Böggild, Halldór Gudjohnsen og unnustu hans. 430 hestar fóru líka með Gullfossi til Danmerkur. það var og... Athugasemd við pistil ritstjóra Í pistli ritstjóra Selfossblaðsins í 16. tbl. 28. ágúst sl. undir fyrirsögninni: „Bæjarstjóra bar að víkja sæti“ er vitnað til bókunar bæjarfulltrúa S-lista í bæjarstjórn 20. ágúst sl. um það að undirritaðri hafi borið að víkja sæti við afgreiðslu bæjarráðs á ráðningarsamningi við undirritaða sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Í pistlinum er jafn- framt fundið að því að ekki hafi ver- ið bókað í fundargerð bæjarstjórnar hver svör undirritaðrar við þessu tiltekna atriði voru á fundinum. Í tilefni af þessu vill undirrituð koma því á framfæri að þess misskilnings virðist hafa gætt hjá bæjarfulltrúum S-lista að undirrituð væri vanhæf í skilningi laga og samþykkta sveitar- félagins til að sitja fund bæjarráðs þegar umræddur ráðningarsamning- ur var staðfestur. Í sveitarstjórnarlögum og í sam- þykktum sveitarfélagsins kemur fram að bæjarfulltrúar eru ekki vanhæfir þegar verið er að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum sveitarstjórnar eða ákveða þóknun fyrir slík störf. Regla þessi var fyrst fest í lög með sveitarstjórnarlögum frá 1998 en áður hafði verið byggt á henni sem ólögfestri í úrskurð- um félagsmálaráðuneytis. Nánar má fræðast um þetta, t.d. í ritum fræðimanna á sviði sveitarstjórnar- og stjórnsýsluréttar og í álitum Um- boðsmanns Alþingis. Á umræddum bæjarstjórnarfundi var bent á þessa reglu og í máli undirritaðrar, sem ritstjóri Selfossblaðsins missti af, var tekið undir þá ábendingu og að auki bent á venjur í þessum efnum. Um- mæli undirritaðrar voru ekki skráð í fundargerð, enda var ekki um að ræða afgreiðslu máls eða niðurstöður í skilningi þeirra leiðbeininga um ritun fundargerða sem ritstjórinn vitnar til. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar Frá ritstjóra: Ég þakka Ástu fyrir að hafa svarað og bent á ákvæði sveitarstjórnarlaga sem eiga við. Eftir stendur að það er að mínu viti fyrst og fremst ákvörðun viðkomandi hvort hann í því tilviki sem hér á í hlut situr fund við afgreiðslu málsins. Kaup og kjör eru þess eðlis að viðkomandi hlýtur að eiga það við samvisku sína að taka þátt í afgreiðslu. Um hinn part málsins er varðar skrif fundargerða er mér fullkunnugt um að það sé ekki skylda að láta bóka meginefni. Í lögunum segir: Þeir sem rétt eiga til að taka þátt í umræðum í sveit- arstjórn eiga rétt á að fá bókaðar í fundargerð stuttar athugasemdir sínar um afstöðu til þeirra mála sem til umræðu eru. Ég er hissa á því að sveitarstjórnarmenn fylgi ekki þessu ákvæði oftar. ÞHH Ásta Stefánsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson Hér vantar tilfinnanlega menn ...

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.