Selfoss - 25.09.2014, Blaðsíða 6

Selfoss - 25.09.2014, Blaðsíða 6
6 25. SEPTEMBER 2014 Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is Námskeið í gjörhygli tengir saman hugræna atferlismeðferð og hugleiðsluæfingar. Gjörhygli er kerfisbundin þjálfun í að vera í núinu og vera meðvitaður um líkama, hugsanir og tilfinningar, augnablik eftir augnablik. Námskeiðið hefst 15. október á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Kennt er á miðvikudögum kl. 15:00 - 17:30. Verð 49.000 kr. Átta vikna námskeið í gjörhygli (Mindfulness based cognitive therapy/stress reduction) Berum ábyrgð á eigin heilsu Gjörhyglinámskeið Kennari er Bridget „Bee“ Ýr McEvoy RPN en hún hefur kennt gjörhygli á Heilsustofnun NLFÍ frá 2006. Brunasandur - Mótun lands og samfélags - Útisýning menningar- og náttúruminja á Íslandi Brunasandur í Skaftafellssýslu er fyrir margra hluta sakir einstakur á landsvísu og þótt víðar væri leitað. Fyrir Skaftárelda 1783 -1784 var hann aurkeila, sem Hverfisfljót flæmdist um frá austri til vesturs, þó þannig að Orustuhóll stóð lengst af í miðju fljóti og deildi löndum milli Seljalands og Foss á Síðu. Við Skaftárelda, þegar eystri hraunstraumurinn úr Lakagígum braust fram úr gljúfri Hverfisfljóts ýtti hann fljótinu austur í þann far- veg sem það nú heldur sig. Aurkeilan fór að gróa upp og á undraskömm- um tíma var orðið til yfir 100 fer- kílometrar af grónu og byggilegu landi. Í landhungri nítjándu aldar var Brunasandur kærkominn viðbót við þá fátæklegu landkosti sem í boði voru, einkum kotbýli inn á heiðum. Landnám hefst á Brunasandi 1823 með löggildingu býlisins Or- ustustaða. Síðan fylgdu fleiri höfuðbýli á eftir Hruni II og Sléttaból. Síðastnefndu býlin deildust niður í nýbýli, hjáleig- ur og og húsmannsbýli sem voru: Teygingalækur (Hruni I), Miðból, Hraunból, Blautilækur, Markaskipti, Slétta, Tangi og Bjarnartangi. Í dag er aðeins búið á Sléttu, önnur býli eru í eyði. Eitt af því sem gerir þessa sveit einstaka er að við getum rakið ábú- endasögu hvers býlis frá upphafi og til loka búsetu. Skilur búsetan eftir sig efnismenningu fólgna í sandin- um eins og þegar seinustu íbúarnir yfirgáfu staðinn. Ásta Hermannsdóttir fornleifa- fræðingur segir á einum stað: „... Sú minjaheild sem fornleifar á Brunasandi mynda er einstök og í raun tilvalin til verndunar sem dæmi um heildstæðar búsetuminjar einnar sveitar, sem hefur afmarkað upphaf og afmarkaðan endi.“ Nauðsynlegt er að taka til um- ræðu á heildstæðan hátt varðveislu- gildi Brunasands og þeirra menn- ingarminja, sem hann hefur að geyma. Í því samhengi hefur vitur maður sagt að Brunasandur væri stærsta og heildstæðasta útisýning menningar- og náttúruminja á Ís- landi og þótt víðar væri leitað. Hann varðveitir heildstæða og samfellda búsetusögu, sem hefur ákveðið upphaf og ákveðinn endi. Tilvist þessa svæðis og það sem það hefur að geyma eru mikil verðmæti í sjálfu sér, verðmæti sem eru fágæt en eftirsótt af mörgum að kynna sér og upplifa, í heimi þar sem fjarlægðin á milli manns og náttúru vex stöðugt. Það er veruleg hætta á því að fyrir- hugaðar stórframkvæmdir á Orustu- stöðum komi til með að rýra gildi Brunasands á ófyrirsjáanlegan hátt, bæði menningar- og náttúrufræði- legt gildi . Menn verða að átta sig á því að framkvæmdirnar eru áætlaðar á land- námsjörðinni á Brunasandi, sem hef- ur að geyma flestar og ríkulegustu menningarminjar svæðisins, yfir tuttugu skráðar minjar á svæðinu. Undanfarin þrjú ára hefur 9 manna hópur vísindamanna unnið að rannsóknum á Brunasandi hver á sínu sviði. Nú er rannsóknum í þess- um áfanga að ljúka og munu niður- stöður rannsóknanna verða fyrst kynntar á ráðstefnu í Þjóðminjasafni Íslands 11. apríl 2015 og svo koma út í Héraðsritinu Dynskógum í maí 2015. Hópurinn samanstendur af eftir- töldum aðilum: 1. Ásta Hermannsdóttir, fornleifafræðingur 2. Dr. Bergrún Anna Óladóttir, jarðfræðingur 3. Dr. Edda Sigurdís Oddsdóttir, líffræðingur 4. Dr. Helgi Björnsson, jöklafræðingur 5. Jón Hjartarson, sagnfræðingur 6. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur 7. Júlíana Þóra Magnúsdóttir, þjóðfræðingur 8. Margrét Ólafsdóttir, landfræðingur 9. Prófessor, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, grasafræðingur Undirritaður telur enn svo mik- ið órætt varðandi „Mótun lands og samfélags á Brunasandi frá 1783 – 2012“ að nauðsynlegt sé að taka upp samræðu um einstakt gildi svæðisins og fresta öllum ákvörðunum um stórframkvæmdir þangað til sú umræða hefur farið fram. Rannsóknir okkar eru tví- mælalaust innlegg í umræðu um menningar- og náttúrufarslegt gildi Brunasands í Skaftafellssýslu. Skrifað í Básum á Brunasandi 1. september 2014 Jón Hjartarson. Hvernig er opinberum fjármunum skipt? Háskólafélag Suðurlands lýsir furðu sinni yfir fjárveiting- um til félagsins og Fræðslunetsins í frumvarpi til fjárlaga. Þrátt fyrir að Sveitarfélagið Hornafjörður hafi færst yfir á svæði félaganna sjái þess ekki stað í fjárveitingum. „Með þessu virðist staðfestast sá grunur að mál- efnalegar ástæður eru ekki fyrir hendi við skiptingu opinberra fjármuna milli einstakra símenntunarstöðva og þekkingarneta,“ segir m.a. í sam- þykktinni. Bæjarráð Árborgar hefur einnig furðað sig á þessum vinnu- brögðum. Skilarétt 28. september Sveitarstjórar auglýsa smaladaga í Árnessýslu og virðist laugar-dagurinn næsti vera í augsýn. Skilarétt er síðan í framhaldinu, daginn eftir í Skaftholtsréttum kl. 10 þann 28. september. „Öllum landeigendum er sam- kvæmt samþykktinni skylt að hreinsa sitt land og koma óskilafé til réttar. Samkvæmt lögum um búfjárhald, eiga allir hrútar að vera komnir í vörslu fyrir 1. nóvember ár hvert,“ sgeir í tilkynningu sveit- arstjóra Flóahrepps. Háskólafélagið og Fræðslunetið dafna. Myndin er tekin við vígslu Fjölheima á Selfossi. Jóna Hjartarson með ferðalöngum á Brunasandi. Frestað að ráða atvinnu- og ferðamálafulltrúa Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði það til í sveitarstjón í síðustu viku að Árborg réði at- vinnu- og ferðamálafulltrúa. Tek- ið var undir tillöguna en fulltrúar S-lista töldu nauðsynlegt að bæj- aryfirvöld lykju fyrst vinnu við stefnumótun í atvinnu- og ferða- málum til framtíðar sem hófst á síðasta kjörtímabili. Var fallist á það en Helgi sat hjá í atkvæða- greiðslunni.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.