Selfoss - 25.09.2014, Blaðsíða 12

Selfoss - 25.09.2014, Blaðsíða 12
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 ÍSLENSKIR SÓFAR Í ÖLLUM STÆRÐUM SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM SÓFAR Torino tunga 4H2 Tungusófar 2+tunga Hornsófar 2H2 Sófasett 3+1+1 frá 188.230kr. verð áður 268.900 frá 240.730kr. verð áður 343.900 frá 265.330kr. verð áður 378.900 Verðdæmi: Basel 30% afsláttur af öllum sófum í völdum áklæðum *Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Verð áður 555.550 kr. frá 388.885 kr. Fundur um: Notkun spjaldtalva til sam- skipta og talmein almennt Mögulegar lausnir MND félagið býður öllum áhugasömum til fundar á Hótel Selfossi fimmtudaginn 2. október. Kl. 10-12:00 Sigrún Jóhannsdóttir frá TMF mun fjalla um mögulegar lausnir. Tækni til tjáskipta – möguleikar í spjaldtölvum og PC tölvum til að skrifa- tala og lesa Kl. 12-14:00 Hádegishlé. Tilvalið að fá sér eitthvað gott á hótelinu. (Ekki innifalið) Kl. 14-15:00 Dr. Sigríður Magnúsdóttir talmeina- fræðingur, segir frá sínu sérsviði, kyngingu, radd- böndum, þind og þeim úrræðum sem til eru. Kl. 15-16:00 Kaffi og spjall. Allir áhugasamir eru velkomnir. Á annan eða báða fyrirlestrana. Til að tryggja sér pláss verður að skrá sig. Sendið nafn, e-mail og heimili á mnd@mnd.is og segið hvorn fyrirlesturinn þið mætið á eða báða. AÐGANGUR ER ÓKEYPIS, en tekið við framlögum á staðnum. 25. SEPTEMBER 2014 SNITSEL Þegar fer að hausta og grilltím-inn sumarsins er að renna sitt skeið vex löngun í mat sem er kannski aðeins þyngri en sumar- maturinn. Í október er mikið um bjórhátíðir í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Með bjórnum er afar vin- sælt að borða snitsel eða Wiener Schnitzel. Vínarsnitsel var fyrst talað um í Suður – Þýskalandi í lok 19. aldar þegar uppskriftin kemur fram í matreiðslubók eftir Katharina Prato 1907. Snitselið hefur verið síðan einn vinsælasti réttur Austurríkis og Suður – Þýskalands. Ýmsar sögur eru um uppruna þess og er ein þess efnis að rétturinn komi frá Norður – Ítalíu þar sem , Cotoletta alla milanese er líkur réttur og síðan borist til Vínar um 1300 – 1400. Önnur saga er að marskálkurinn Radetzky hafi komið með réttinn til Vínar 1858. En snitsel er mjög góður matur hvernig sem hann er tilkominn. Upphaflega var notað kálfakjöt en hefur víða breyst í svínkjöt. Kjötið er beinlaust og er bar- ið í þunnar sneiðar. Þeim er síðan velt upp úr hveiti, síðan þeyttu eggi og að lokum brauðraspi. Steikt í smjöri og sítróna kreist yfir þegar borðað er. Mikilvægt þykir að sneiðarnar verði sökkar eftir steikingu. Ég var með ömmustelpur í mat og sá að þetta væri eitthvað sem þeim gæti þótt gott og bjó til eigin útfærslu af snitseli. Fyrst sneiddi ég niður rótargræn- meti. Kartöflur, rófur, gulrætur, lauk og hvítlauk, einnig papríku. Þetta grænmeti er svo frábært á þessum árstíma. Græmetið fór í eldfast form, olíu sáldrað yfir, salti og pipar. Sett inn í ofn 200°C. Þá er það snitselið. Sneiðum af svínasnitseli er fyrst velt upp úr hveiti, síðan upp úr eggja- hræru og að lokum brauðraspi. Salt og pipar blandað saman við hveitið. Steikt í olíu á pönnu. Síðan breytti ég út af venju og raðaði sneiðunum í eldfast form. Lagði skinkusneiðar ofan á hverja sneið og ost þar ofaná. Setti í ofninn með græmetinu þar til osturinn var bráðinn og gullinn. Með þessu bjó ég til kryddsmjör þar sem ég stapp- aði saman smjöri, saxaðri steinselju, pressuðum hvítlauk, sítrónusafa og smá salti. Þetta var mjög gott. Rótargræn- metið, snitsel með kryddsmjöri, sítróna kreist yfir. Salat eftir smekk. Ömmustelpurnar borðuðu vel og allir glaðir. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kveðja, KS 12 Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Sýning í Bóka- safni Árborgar Sýning á teppum sem þjónustu-þegar og starfsfólk dagdvala í Árborg hafa unnið fyrir Rauða- krossdeildina á Selfossi er nú í Bókasafni Árborgar á Selfossi. Þau sem sýna verk sýn eru á Árbliki, Grænumörk 5 og á Vinaminni, Vallholti 38, Selfossi. Teppin eru hluti af fatapakka sem sendur hefur verið til útlanda til barna sem búa við bág kjör. Rauðakrossdeildin hefur útvegað dagdvölunum lopann sem prjónað er úr. Kertin sem eru á sýningunni eru unnin í dagdvölunum og eru til sölu. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir, forstöðumaður dagdvala í Árborg, hvetur fólk til að koma í heimsókn í dagdvalirnar og kynna sér hvað þar fer fram. Suðaði út nýja strigaskó til að keppa í Fjölmennasta keppni í frjálsum íþróttum á Íslandi: Þriþraut FRÍ og Æskunnar á Laugarvatni 1969. 4083 keppendur. „Heilbrigðir nem- endur þessara skóla, fæddir 1955- 1957 voru 5007,“ segir í frétt í barnablaðinu Æskunni. Ein af þeim sem kepptu var Þorkatla Aðalsteins- dóttir úr Hveragerði. „Það kom vel á vondan að fá þessa spurningu. Fyrir einhverjum tuttugu árum var ég í Herdísarvík í sumar- húsi, (húsinu sem Einar Ben og Hlíf bjuggu í, skemmtilegt og notalegt hús). Þar voru bunkar af gömlum Æskum sem ég var að fletta í gegn- um þegar ég rakst á úrslit í landsmóti á Laugarvatni frá 1969. Þar kom fram að ég hefði verið í þriðja sæti í tugþraut. Mér snarbrá, mundi ekk- ert eftir landsmótinu hvað þá að hafa staðið á verðlaunapalli. Ég rýndi bet- ur í töflur og tölur og áttaði mig þá á þvi að fæðingarárið var rangt skráð, ég var sögð fædd 1957 og það skýrði þennan toppárangur! Mér var strítt töluvert á þessu íþróttasvindli! Mér gekk reyndar ágætlega á mótinu, (rýni í töflur og reiknaði út!) var í 10.sæti og sátt við það ;) En eins og fram hefur komið er minnið ekki upp á marga fiska. Það rifjaðist þó upp við lesturinn að ég suðaði út nýja strigaskó til að keppa í og mér gekk vel í hástökki og hlaupum enda bæði lítil og mjó. Ég man líka að veðrið lék við okkur og þarna voru krakkar alls staðar að af landinu og mikið um að vera. Þetta var alveg ný reynsla fyrir mig og það skýrir kannski minnisleysi að líklega hef ég verið töluvert stressuð og hálftýnd í þessu öllu saman. Svo því miður er lítið á mér að græða í þessu sam- hengi.“ Bestu kveðjur, Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur manstu? „Ég var sögð fædd 1957 og það skýrði þennan toppárangur!“

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.