Selfoss - 09.10.2014, Blaðsíða 8

Selfoss - 09.10.2014, Blaðsíða 8
8 9. OKTÓBER 2014 Hugleiðingar í lok kjördæmaviku Kjördæmavikan er kjörinn vettvangur fyrir þingmenn kjördæmisins til að ferðast saman og hitta sveitarstjórnarfólk og ræða málefni kjördæmisins og einstakra svæða. Ég vil segja þingmönnum til hróss að þess- ir fundir okkar hafa verið hafnir yfir flokkapólitík eins og kostur er. Nær ekkert um pólitískar vær- ingjar enda verkefnið að hlusta á fólkið sem við erum þjónar fyrir á Alþingi Íslendinga. Fundirnir hafa því verið málefnalegir og við þingmenn ríkari en áður af upp- lýsingum og stöðu málaflokka í kjördæminu okkar. Við höfum sýnt fram á það að við náum árangri fyrir kjördæmið og sameignleg verkefni þegar við öll, þingmenn og sveitarstjórnarmenn stöndum saman að baki verkefna. Á fundum okkar brýndum við sveitarstjórnar- menn til að standa saman um stóru verkefnin, en það auðveldar okkur þingmönnum eftirfylgnina. Þegar þetta er ritað eigum við enn eftir að fara til Vestmannaeyja og ræða þeirra mál. Mikilvægustu verkefnin. Til lengri tíma litið eru mikilvæg- asta verkefnið að skapa atvinnulíf- inu svigrúm til að eflast og dafna. Skapa fjölbreytt og vel launuð störf við gjaldeyrisskapandi framleiðslu. Í forðakistu Suðurkjördæmis er sjálfbær orkunýting til gjaldeyris- skapandi greina nær endalaus auð- lind framtíðarinnar. Við verðum að finna þeirri orku farveg til að nýta í héraði og svæðinu í sam- ræmi við það atvinnu- og mannlíf sem fyrir er. Aukinn kaupmáttur og hagvöxtur verða drifnir fram af verðmætasköpun sem stendur und- ir vaxandi þjónustu framtíðarinnar. Sameiginlegt er að byggja verð- ur upp dvalar-og hjúkrunarrými og treysta heilbrigðisþjónustuna í öllum byggðum kjördæmisins. Grunnþjónustu eins og háhraða- tengingar, 3ja fasa rafmagn sem hrjá atvinnulíf og heimili í dreifð- um byggðum er ekki lengur boð- legt. Áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins með fjarnám á há- skólastigi, efla nýsköpun iðn- og tæknimenntun eru landsbyggðar- mál. Tryggja góða löggæslu og þjónustu sýslumanna um allt kjördæmið. Samgöngumálin þar sem útrýma þarf einbreiðum brúm, byggja upp vegi, tryggja flugsamgöngur, snjómokstur og hálkueyðingu, endurbæta hafnir og tryggja samgöngur til Eyja. Starfið framundan. Fyrir utan það sem hér er talið mun ég beita mér í ýmsum áhugamálum mínum. Þingsályktun um virkni á vinnumarkaði sem er mér hug- leikið mál. Tillagan gerir ráð fyrir því að atvinnuleitandi verði að taka virkan þátt í námi eða vinnu fyr- ir greiðslu atvinnuleysisbóta eða fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Þá er ég með í smíðum þingsályktun um löggildingu starfsheitis leið- sögumanna og mörg önnur járn í eldinum eins og raforkukostnað til ylræktar. Stóru málin í þinginu verða fjárlög, ný fiskveiðilöggjöf og veiðigjöld svo eitthvað sé nefnt. Árangur í starfi. Ég velti því fyrir mér hvort ég sem þingmaður nái árangri í starfi og hver er þá mælikvarðinn. Vissu- lega hefur margt unnist og ég get litið til baka yfir stuttan tíma og verið sáttur með samband mitt við kjósendur. Hér og þar eru hlutir sem ganga betur vegna minnar aðkomu og mörgum hefur verið vísað á rétta leið og gott að geta haft áhrif á að leiðin verði greiðari og hafa stutt fólk. Heilt yfir höfum við ekki náð því fram sem ég hefði kosið í atvinnumálum og hlutirnir taka lengri tíma en ég ætlaði hvað varðar virkjanir og sölu raforku til álvers í Helguvík. Framlög til ým- issa verkefna í Suðurkjördæmi eru að meðaltali lægri á hvern íbúa en til annarra landsvæða. Vissulega eru til eðlilegar skýringar að hluta, en við erum samt skör lægri á mörgum sviðum. Það verkefni leysir ekki einn þingmaður eða sveitarstjórn þó dropinn holi steininn. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra og þar verðum við öll að standa saman. Ég er óþolinmóður og vill að hlutirnir gangi, en þeir fara hægt, oft hægar en snigillinn. Teymis- vinna og samstaða eru grundvöllur árangurs fyrir bættum hag fólksins í kjördæminu og í landinu öllu. Ég hlakka til morgundagsins því ég veit að ég get gert betur. Ásmundur Friðriksson alþingismaður Sjálfstæðisflokks. Endurnærðir þingmenn að lokinni kjördæmaviku Kjördæmavika. Hvaða fyr-irbæri er það? Þingmenn nýta tímann og fara um sín héruð. Svo framarlega að það sé fært. Um höfuðborgarsvæðið komast flestir. En annað er ekki sjálfgefið. Það var t.d. ekki fært út í Vestmannaeyjar fyrir þingmenn Suðurkjördæmis. Okkur lék forvitni á að taka púls á þingmönnum og spyrjast fyrir um áherslur þeirra á þingi í vetur. Hér verða birt svör nokkurra – en aðrir munu væntanlega fylgja eftir í næsta blaði. Rifjum fyrst upp hverjir eru . . . Þingmenn Suðurkjördæmis Sjálfstæðisflokki: Ásmundur Frið- riksson, Ragnheiður Elín Árna- dóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vilhjálmur Árnason Framsóknarflokki: Haraldur Einarsson, Páll Jóhann Pálsson, Sig- urður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir Samfylkingu: Oddný G. Harðar- dóttir Bjartrar framtíðar: Páll Valur Björnsson Þetta var lagt fyrir þau: Hver verða þau mál sem þið munuð leggja áherslu á í vetur? Hvers vegna? Um fjárlagafrumvarp. Hvað teljið þið brýnast efnislega? Hvað um mál er tengjast Suðurkjördæmi sérstaklega? Um mál önnur í Suðurkjördæmi: nefni atvinnu og heilbrigðismál, af einstökum málum m.a. bygging verknámshúss við FSu, framlög til skóla og félagsmála, samgöngu- mál (m.a. ferja Vestmannaeyjar-), byggðamál o. fl. Ásmundur Friðriksson Samstaða með sveitar­ stjórnarmönnum mun skila árangri Ég mun leggja mesta áherslu á byggðamál, menntamál, heil-brigðismál og húsnæðismál. Í raun eru nánast öll mál byggðamál í einhverjum skilningi. Byggðastefna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæð- isflokks er í skötulíki og þess vegna er afar mikilvægt að bjóða upp á raun- hæfar leiðir. Landsbyggðin mun líða fyrir fálmkennda stefnu stjórnvalda ef ekki er gripið í taumana. Samfylk- ingin hefur lagt fram þingsályktunar- tillögu í 11 liðum um bráðaaðgerðir í byggðamálum. Slóðin á þingsálykt- unartillöguna er hér: http: //www. althingi.is/altext/144/s/0019. html. Við eru þar m.a. með tillögur um eflingu sóknaráætlunar landshluta, um samgöngumál, um atvinnumál, menntamál og heilbrigðismál. Fjöldatakmarkanir í framhalds- skóla bitna á landsbyggðinni. Ég er sammála áherslum stjórnvalda að stefna að hallalausum fjárlögum. Það var eitt af meginverkefnum ríkis- stjórnar Jóhönnu Sigurðarsdóttur að finna leiðir til að stöðva skuldasöfn- un ríkissjóðs vegna hallareksturs eftir efnahagshrun. Áætlanir þeirrar ríkis- stjórnar gerðu ráð fyrir hallalausum fjárlögum 2014 og að ríkið kæmist sem fyrst í að greiða niður skuldir. Núverandi ríkisstjórn fylgdi eftir áætl- unum fyrri ríkisstjórnar um hallalaus fjárlög en áætlanir þeirra fram í tím- ann sýna mun minni afkomubata. Ég er hins vegar hjartanlega ósammála um þær leiðir sem ríkisstjórnin fer til að ná markmiðum sínum. Aðgerðir þeirra miða flestar við að færa fé frá þeim sem minna hafa til þeirra sem eru vel aflögufærir. Slíkar aðferðir geta jafnaðarmenn ekki stutt og munu berjast gegn. Byggðamálin eru brýnust eins og áður sagði og einnig er afar mikilvægt að raða menntun framar en gert er. Mér líst mjög illa á fyrirætlanir um fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla landsins. Þær munu bitna harðast á minni skólum á landsbyggðinni. Bæði verður rekstrarstaða skólanna erfiðari og einnig má búast við að fækkun nemenda hafi áhrif á fjölbreytni námsframboðs. Í fjárlagafrumvarp- inu er gert ráð fyrir að loka opinbera skólakerfinu fyrir bóknámsnemend- um sem eru 25 ára og eldri. Hlutfall eldri nemenda í bóknámi er hærra á landsbyggðinni, en í þéttbýlinu og því mun þessi harkalega mennta- og byggðastefna koma verst niður í dreifbýlinu. Internettengingar þykja sjálfsagðar hvar sem er. Í Suðurkjördæmi eru þær samt víða ófullnægjandi og það hefur það örugglega áhrif á byggðaþróun og aldurssamsetningu sveitarfélaga eins og í Skaftárhreppi. Lagning ljósleiðara þar er forgangsverkefni. Í Suðurkjördæmi er viðhald á veg- um orðið mjög aðkallandi og það er nauðsynlegt að við afgreiðslu fjárlaga verði sú upphæð sem ætluð er til viðhalds hækkuð umtalsvert. Upp- bygging innviða á ferðamannastöðum er einnig aðkallandi og engin leið að fara inn í annað ferðamannaár án þess að auka við það fjármagn sem ætlað er til þeirra verka. Það sér hver maður að 145 milljónir í Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða duga engan veginn. Sóknaráætlun landshluta og ný Vestmannaeyjaferja. Vonandi munu stjórnarliðar hlusta á sveitarstjórnarmenn úr öllum flokk- um um allt land sem kalla eftir því að farið verði á ný eftir áætlunum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hvað sóknaráætlun varðar. Samkvæmt þeim áætlunum var gert ráð fyrir að sveitarfélög kæmu með beinum hætti að fjárlagagerðinni og röðuðu brýnum verkefnum landshlutanna í forgangsröð. Sveitarfélögin í Suður- kjördæmi hafa raðað menntun fremst og samstaða þeirra hafði úrslitaáhrif á fyrirætlun ríkisstjórnar Framsókn- ar og Sjálfstæðismanna um að slá af áætlanir fyrri stjórnvalda. Frestun byggingar verknámshúss eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu í fyrra náði ekki fram að ganga einkum fyrir samstöðu sveitarstjórnarmanna með stuðningi stjórnarandstöðunnar og þingmanna kjördæmisins. Sam- staða þeirra um fleiri verkefni mun vonandi skila sama árangri. Há- skólafélag Suðurlands, símenntun- arstofnanir og framhaldsskólarnir í kjördæminu eru lykilstofnanir okkar auk heilbrigðisþjónustunnar. Verja þarf íbúa Suðurkjördæmis fyrir enn frekari skerðingu á þjónustu á þeim sviðum. Ekki er gert ráð fyrir framlagi til nýrrar Vestmannaeyjaferju og það gengur auðvitað ekki og ég hrein- lega geri ráð fyrir að því verði breytt ásamt fleiri brýnum verkefnum í sam- göngumálum sem ekki er mögulegt að slá á frest þó fjárlagafrumvarpið geri ráð fyrir því. Önnur umræða fjár- laga verður í lok nóvember og fyrir þann tíma hittir fjárlaganefnd öll þau sveitarfélög sem þess óska. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Oddný Harðardóttir.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.