Selfoss - 09.10.2014, Blaðsíða 10

Selfoss - 09.10.2014, Blaðsíða 10
10 9. OKTÓBER 2014 Kemur næst út 23. október S U Ð U R L A N D teljum mjög brýnt. Eins og stend- ur í greinargerð með tillögunni þá hefur efnahagslegur óstöðugleiki, óhóflegar verðlagshækkanir og hátt vaxtastig um langa hríð einkennt íslenskt efnahagslíf með tilheyrandi áhrifum á lífskjör almennings og umgjörð atvinnulífsins. Leiða má að því rök að eitthvert mest aðkallandi verkefnið á sviði efnahagsmála sé að ná viðvarandi stöðugleika án hafta. Náist hann mun áhættan í hagkerfinu minnka, traust myndast og áætlunargerð heimila og fyrir- tækja verða auðveldari. Þetta er ein forsenda skynsamlegra fjárfestinga, atvinnuuppbyggingar og heilbrigðra fjármála heimilanna. Að mörgu er að hyggja í þessu mikla verkefni. Eitt af því sem íhuga þarf vel er fyrirkomu- lag gjaldmiðilsmála. Með öðrum orðum: Ákveða þarf hvaða gjald- miðill hentar íslensku efnahagslífi best og hvaða efnahagsleg umgjörð þarf að ríkja um hann. Fjarheilbrigðisþjónusta ákjósanlegur kostur. Þá er mikilvæg þingsályktunartillaga okkar um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu svo bjóða megi landsmönnum, hvar sem þeir eru í sveit settir, fjölbreytta, skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu. Ef það er vilji Alþingis að mæta fjöl- breyttri þörf fólks fyrir heilbrigðis- þjónustu, samtímis því að gera fólki kleift að búa og starfa um allt Ísland, er aðferðafræði fjarheilbrigðisþjón- usta ákjósanlegur kostur til þess að koma til móts við þær forsendur á hagkvæman og öruggan hátt. Stóraukið samráð. Það sem mér finnst kannski einna mikilvægast og hef nefnt í þó nokkur skipti á þingi þá hvetjum við til þess að blásið verði til stóraukins samráðs milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitar- félaga, atvinnulífsins, launþega, fjár- málageirans, fræðasamfélagsins og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um langtímamarkmið og umbætur á ýmsum sviðum. Það minnkar óvissu og gæti skapað þann frið sem okk- ur er gríðarlega mikilvægur til þess að byggja hér upp gott og stöðugt þjóðfélag. Langmikilvægast er að styrkja heilbrigðiskerfið. Fjárlagafrumvarpið var okkur jafnt sem flestum öðrum mikil vonbrigði. Kom þó ekki á óvart þar sem stjórn- arflokkarnir og forystufólk þeirra hafði gefið í skyn á síðasta ári að bú- ast mætti við áframhaldandi niður- skurði. Það er nánast alveg sama hvar á það er litið. Alls staðar vantar fjár- magn til þess að halda í horfinu og byggja upp til framtíðar. Langmikil- vægast er að styrkja heilbrigðiskerfið í landinu sem er algerlega komið að þolmörkum og stefnir í skelfi- legt ástand á komandi árum ef ekki verður gripið til víðtækra ráðstafana. Það vantar fjármagn inn í alla þætti velferðarsamfélagsins til þess að það megi vaxa og dafna á komandi árum. Nægir þar að nefna menntakerfið, samgöngumál í víðustum skilningi, fjarskiptamál, uppbyggingu ferða- mannastaða og hjúkrunarrýmismál en allt eru þetta mál sem varða okkur íbúa í Suðurkjördæmi mjög mikið. Stöndum saman um málefni Suðurkjördæmis. Kjördæmið okkar er stórt og mik- ið og í mörg horn að líta, í því eru margar stærstu og kvótamestu út- gerðirnar, vinsælustu ferðamanna- staðirnir, öflugustu orkuauðlind- irnar og síðan er landbúnaður og grænmetisframleiðsla óvíða meiri og mikilvægari en hér. Allt þetta ásamt uppbyggingu öflugs menntakerfis er lykill að bjartri framtíð okkar hér í Suðurkjördæmi. Við þingmenn kjördæmisins stöndum saman sem einn maður þegar málefni þess eru undir. Þannig var á síðasta þingi þegar að allir lögðust á eitt við að fá aukna fjármuni í verknámshúsið við FSu og auknu fjármagni til lög- gæslumála. Við höfum hvatt sveit- arstjórnarfólk til þess að sameinast um fá en mjög brýn mál sem leggja þarf mikla áherslu á að koma í gegn þó auðvitað geti það verið snúið þar sem áherslur geta verið mjög mis- munandi. Samstaðan er lykilatriði. Þýðir ekki að leggja árar í bát. Því miður komumst við þingmenn ekki til Eyja í kjördæmavikunni sem segir okkur hversu gríðarlega mikil- vægt er að koma samgöngumálum Eyjamanna í það horf að viðunandi sé. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í nýjan Herjólf í fjárlögum næsta ár og eru það mikil vonbrigði en þó ber að geta samkvæmt nýjustu frétt- um að til standi að kaupa Breiðar- fjarðarferjuna Baldur sem nýta má sem varaskip komist Herjólfur ekki til Landeyjarhafnar. Það gæti verið tímabundin lausn en aldrei endan- leg. Þó að staðan í ríkisbúskapnum sé eins og fjárlögin benda til þá heldur bíta á jaxlinn og halda áfram. Gríðarlegir möguleikar til aukinnar atvinnusköpunar og uppbyggingar liggja víða í okkar kjördæmi og hag- ur þess mun vænkast þegar að fram líða stundir og tel ég að það muni gerast fyrr en seinna. Við verðum að vona að ríkisstjórnin leiti allra leiða til þess að auka tekjur ríkissjóðs og sækja aukið fjármagn til þeirra sem eru fær um að leggja samfélaginu meira lið. Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð. 10. þingmaður Suðurkjördæmis. Framhald af bls. 9.Dönsum í Básnum á laugardag! „Við ætlum að bjóða upp á 6 dansnámskeið í Básnum í Ölfusi á laugardaginn (11. október) í tveimur sölum. Þegar á staðinn er komið velur mað- ur það námskeið sem maður hefur áhuga á,“ segir Sólrún Valdimarsdóttir, einn aðstand- enda Daladaga. Þannig geti allir sótt þrjú 1 ½ klst námskeið yfir daginn. Þau fyrstu byrja klukk- an 13. Námskeiðin verða í "sænsku buggi", "svingi" og línudöns- um og eru í boði bæði fyrir byrendur sem lengra komna. „Fólk borgar aðeins 3.000 kr. sem inniheldur öll námskeiðin og æfingadansleikinn sem verð- ur um kvöldið.“ „Komin í HEIMAHÖFN“ Í dag, fimmtudaginn 9. október opnar Halldóra Kristín Péturs- dóttir myndlistarsýningu í Gallerí undir stiganum, sýningarrými Bæj- arbókasafns Ölfuss í Þorlákshöfn. „Þegar ég kem í Höfnina þá er ég á vissan hátt komin HEIM, hvergi annars staðar finn ég þessa RÓ og vona ég að sýningin gefi ykkur smá tilfinningu fyrir upplifun minni af því að vera komin í HÖFN. HEIMA HÖFN. “ Halldóra er fædd á Selfossi árið 1975 og bjó fyrstu ár ævi sinnar í Þorlákshöfn. Hún flutti síðan til Hafnarfjarðar en dvaldi alltaf í öll- um fríum sínum hjá skyldfólki sínu í Þorlákshöfn eða í Fljótshlíðinni þannig að hún hefur mjög sterkar taugar til Þorlákshafnar og Suður- lands. Halldóra hefur stundað nám í myndlist, litablöndun, listasögu og hönnun bæði í Bandaríkjunum og í Róm á Ítalíu og haldið bæði einka og samsýningar víða. Á sýningunni verða sýnd ný olíumálverk og vatns- litamyndir sem allar eru unnar síð- astliðið sumar eftir ferðalög um Þorlákshöfn. Sýningin opnar klukkan 18: 00, Halldóra Kristín verður á staðn- um og boðið verður upp á kaffi og konfekt. Halldóra Kristín Pétursdóttir.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.