Selfoss - 18.12.2014, Blaðsíða 6

Selfoss - 18.12.2014, Blaðsíða 6
6 18. Desember 2014 Árið sem furan var misheppnað jólatré Ég hef alltaf verið mjög mikið jólabarn og allt í kringum jólin hefur heillað mig alveg síðan ég var lítið kríli. Ég átti það oft til að byrja að spila jólalögin í október því mér fannst þau bara svo falleg og skemmtileg og það væri nauðsynlegt að hlusta á þau lengur en í mánuð. Ég hef eytt öllum mín- um jólum hingað til með mömmu minni, stjúpföður og bræðrum að undanskyldum einum þegar ég bjó í Kaupmannahöfn. Að reyna að standa í lappirnar gagnvart jólasprengjunni systur þeirra. Við fjölskyldan bjuggum á Hvolsvelli stærstan hluta ævi minnar. Að vera jólabarn, í mínu tilfelli að minnsta kosti, fylgir mikil þörf fyrir að halda í allar hefðir. Á Þorláksmessukvöldi fór til dæmis fram mikil athöfn er fólst í því að skreyta jólatré heimil- isins. Að vera eina stelpan í systkina- hópnum, dálítið eldri en bræðurnir tveir, og óskaplega ráðrík . . . Sérstak- lega þegar bræðurnir unnu bara með hangandi hendi að skreytingunni og gerðu þetta ekki eftir kúnstarinnar reglum, þá að sjálfsögðu mínum reglum. Ég hef oft hugsað hversu erfitt það hlýtur að hafa verið fyr- ir aumingja bræður mína að reyna að standa í lappirnar gagnvart jóla- sprengjunni systur þeirra. En allt tókst nú á endanum, jólatréð alltaf jafn fallegt og hef ég nú móður mína grunaða um að hafa oftar en ekki lagað aðeins til á jólatrénu eftir að við systkinin vorum farin í háttinn. Mér eru þó mjög minnisstæð jólin þegar ákveðið var að skipta um jólatré. Við höfum alltaf verið með gervijólatré en í eitt skipti var ákveðið að breyta út af vananum og við skyldum halda út í skóg og höggva okkar eigið jóla- tré. Furutré sem jólatré? Þetta voru jólin þegar ég var 15 ára og í bland við alla jólaspennuna var einnig erfitt að eiga við unglingaveik- ina. Þarna var ég alveg til í að taka þátt í breytingunum og var full til- hlökkunar og rómantískar sýnar á að við myndum koma heim með alvöru jólatré með könglum og jólalegri grenilykt. Við systkinin og pabbi héldum af stað í Gunnlaugsskóg ofan við Gunnarsholt og skelltum okkur kappklædd í snjóinn að leita að hinu fullkomna tré. Það rann frekar fljótt upp fyrir mér að þetta mál færi lík- lega ekki alveg eins og ég hafði haldið því eftir að hafa vaðið snjóinn lengst inn í skóg þá áttaði ég mig á að á svæðinu var ekkert að finna nema stafafuru. Furutré sem jólatré? Nei ég hélt nú ekki og jólabarnið hvarf eins og dögg fyrir sólu og í staðin kom fýlugjarn unglingur sem þverneitaði að taka þátt í þessari vitleysu. Pabbi og bræður mínir, alveg jafn spenntir fyrir furu eins og grenitré, þurftu því að eiga við tuð og þvermóðsku en á endanum fannst tré og haldið var heim. Óskaplega fannst mér ég eiga bágt með þetta tré á heimilinu og jafnvel eftir að búið var skreyta það. Það verður þó að viðurkenn- ast að núna þegar ég skoða myndir af þessari furu í stofunni heima þá finnst mér þetta hið fallegasta jólatré. Hvaðan gátu foreldrarnir dregið fram allar þessar jólagjafir? Eins og flest önnur börn vorum við systkinin mjög spennt fyrir gjöfunum og einn af hápunktum aðfangadags var sú hefð að setja pakkana undir jólatréð um miðjan dag. Við höfðum oftar en ekki leitað hátt og lágt um allt hús eftir þeim þegar við vorum ein heima. Stundum höfðum við heppnina með okkur og fundum eina og eina en það var algjörlega ótrúlegt í okkar augum hvaðan foreldrar okk- ar gátu dregið fram allar þessar gjafir? Á aðfangadagskvöldi borðuðum við svo að sjálfsögðu jólasteikina. For- eldrarnir voru alltaf dálítið lengi að borða að okkar systkinanna mati og ekki voru þau nú fljótari að ganga frá eftir matinn. Eftir því sem við urðum eldri þá hjálpuðum við að sjálfsögðu meira til og gengu hlutirnir þá örlítið hraðar. Ein hefð sem við héldum hátíðlega þegar ég var yngri hefur alveg lognast út af hjá okkur með árunum var að syngja nokk- ur jólalög saman við jólatréð áður en byrjað var að opna pakkana. Ég sakna þess í dag að þessari hefð sé ekki haldið við en var ákaflega feg- in sem unglingur. Síðasti sálmurinn var alltaf Heims um ból og síðasta erindið var oft ekki mjög greinilegt því við flýttum okkur heil ósköp að komast í gegnum lagið. Margir hafa skemmtilegar hefðir í kringum það að opna pakkana. En það var nú aldeilis ekki þannig, heima hjá mér var lokað á allar hefðir á þessum tímapunkti og pappír, skrautbönd og merkimiðar flugu í allar áttir. Foreldrarnir áttu í mestu vandræðum með að halda utan um hver hefði fengið hvað og frá hverjum. Við höfum róast með árunum en þessi hluti jólanna hefur alltaf verið mjög óhefðbundinn og verður það líklega áfram. Nú þegar aðeins eru nokkrir dagar til jóla og allt jólastressið fer eins og brimalda um þjóðfélagið þá er vert að staldra aðeins við og huga að litlu jólahefðunum, setjast niður með kaffisopa og smáköku eða konfekt- mola og jafnvel syngja í gegnum Heims um ból á rólegu nótunum. Ég óska öllum Sunnlendingum gleðilegra jóla, Árný Erla Karvelsdóttir JÓLaHaLD Árný erla við furutréð. „Ég áttaði mig á því að í skóginum var ekkert annað að finna en furutré.“ Fimmti hver á atvinnuleysisskrá er með erlent ríkisfang „Nú eftir fyrstu viku af des-ember eru um 350 manns á atvinnuleysisskrá. Af þeim sem nú eru á skrá eru um 20% með erlent ríkisfang (frá 15 ríkjum), um 20 % eru undir 25 ára aldri, um 10 % eldri en 55 ára,“ segir Ragnheið- ur Hergeirsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurlandi. Ragnheiður segir atvinnuástand almennt ágætt á Suðurlandi, en þó sé það mismunandi eftir svæðum. „Eins og venja er á þessum árstíma þá fjölgar heldur á atvinnuleysisskrá í nóvember/desember en dregur svo aftur úr þegar líður á febrúar. Þar hefur mest áhrif minni umsvif í útgerð og fiskvinnslu á þessum tíma og störfum í t.d. ferðaþjónustu, garðyrkju, sláturhúsum og ýmsum afleysingastörfum fækkar yfirleitt á þessum tíma.“ Vakin er athygli á því að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á ákvæðum laga um atvinnuleysistryggingar. Ragnheiður segir breytinguna fela í sér styttingu á greiðslutímabili atvinnuleysistrygginga um sex mánuði, úr þremur árum í tvö og hálft. Ef frumvarpið verði að lög- um muni breytingin taka gildi 1. janúar 2015. ragnheiður Hergeirsdóttir.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.