Hafnarfjörður - Garðabær - 05.04.2013, Page 9

Hafnarfjörður - Garðabær - 05.04.2013, Page 9
95. apríl 2013 Margrét Tryggvadóttir skrifar: Af hverju Dögun? Fyrir rúmum fjórum árum fór þjóðfélagið á hliðina. Við gættum ekki að okkur og steyttum á skeri með hörmulegum afleiðingum. Mörg okkar sjá ekki enn fram úr brimsköflunum. Margir hafa misst allt sitt, vinnuna, húsnæðið og jafnvel lífsförunautinn. Og órétt- lætið svíður. Öll berum við einhverja ábyrgð. Þó voru það bara örfáir sem áttu beinan þátt í að setja Ísland á hausinn. En gleymum ekki hverjir það voru. Glæpur okkar hinna var að treysta og trúa þegar við hefðum átt að spyrja gagnrýninna spurninga. Við treystum stjórnvöldum. Við treystum bönkunum, fjölmiðlunum og fræði- mönnunum. Við trúðum lygunum. Þegar allt hrundi ákvað ég að gera allt sem í mínu valdi stæði til að laga Ísland. Síðustu fjögur ár hef ég starfað fyrir þjóðina á Alþingi og reynt að vanda mig. Dögun, ný stjórnmálasamtök munu bjóða fram í komandi Alþing- iskosningum. Meðal helstu stefnu- mála okkar eru aðgerðir til handa heimilum landsins. Leysa verður skuldavanda þeirra með róttækum hætti og bæta aðstöðumun almenn- ings gagnvart fjármálavaldinu. Leita skal lausna á forsendum lántakandans frekar en lánveitandans. Við viljum tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leið- réttingu húsnæðislána. Þá viljum við að lágmarks framfærsluviðmið verði lögfest og að vextir í landinu verði hóflegir. Og það er hægt, það sem er ekki hægt er að búa við óbreytt ástand. Við viljum líka lýðræðisumbætur. Núgildandi stjórnarskrá var skrifuð fyrir 19. aldar Dani. Við erum 21. aldar Íslendingar og okkur skortir samfélagssáttmála sem kveður á um réttindi okkar og skyldur stjórnvalda. Og viljum breytta og sanngjarnari skipan auðlindamála. Orkufyrirtæki eiga að vera í eigu hins opinbera og arðurinn af auðlindunum á að renna í sameiginlega sjóði okkar allra. Stokka þarf upp skipan fiskveiða og tryggja atvinnufrelsi í greininni. Dögun hefur á að skipa frábæru fólki í öll sæti sem málefni almenn- ings brenna á sem hefur hugrekki og þor til að breyta. Við viljum búa í réttlátu samfélagi, lausu við spillingu og við ætlum að byggja það saman. Nánari upplýsingar um frambjóð- endur og stefnumálin er að finna á www.xt.is. Margrét Tryggvadóttir skipar 1. sæti á lista Dögunar í Suðvesturkjördæmi Hafnarborg: Listamannsspjall með Daða Guðbjörnssyni og hugleiðsla Sunnudaginn 7. apríl tekur Daði Guðbjörnsson myndlistarmaður þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á samsýningunni Tilraun til að beisla ljósið sem nýlega var opnuð í Hafnarborg. Titill sýningarinnar Tilraun til að beisla ljósið er fenginn úr lýsingu Daða á eigin listsköpun, en hér vísar ljósið til andlegrar uppljómunar, leiðarljóss og hughrifa. Sýningin hverfist um myndlistina sem farveg fyrir and- lega leit og upplifanir en hér eru sýnd saman myndverk samtímalistamanna og heilara. Í sýningunni er leitast við að varpa ljósi á áhrif andlegra fræða á myndlist og skoða snertifleti við mynd- verk heilara sem oft hafa önnur mark- mið en mynd- listarleg við gerð verka sinna. Verkin á sýningunni eiga það öll sameiginlegt að vera unnin af sterkri löngun til að myndgera and- legar upplifanir og deila með áhorf- endum. Á sýningunni mætast myndlist og heilun og gefst sýningargestum færi á að velta fyrir sér hugmyndafræði- legum og fagurfræðilegum tengingum listarinnar við hin andlegu svið. Sýnendur eru Ásdís Sif Gunnars- dóttir, Daði Guðbjörnsson, Erla Þórar- insdóttir, Helga Sigurðardóttir, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingi- björg Magnadóttir, Katrín Snæhólm Baldursdóttir, Margrét Elíasdóttir, Reynir Katrínar, Sigrún Olsen, Sig- tryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ás- mundsson, Steingrímur Eyfjörð, Viðar Aðalsteinsson og Þórey Eyþórsdóttir. Í tengslum við listamannsspjallið bjóða Daði og aðrir félagar frá Sahaja Yoga á Íslandi upp á kynningu á Sahaja- yoga hugleiðslu milli kl. 14 og 17. Um er að ræða stutta kynningu á einfaldri hugleiðsluaðferð Sahajayoga sem ætlað er að stuðla að auknu andlegu og lík- amlegu jafnvægi og vellíðan Garðabær: Nýtt hjúkrunarheimili á Sjálandi verður opnað í dag, föstudag Heimilið er allt hið glæsilegasta og þar eru 60 einstaklingsherbergi ásamt sameiginlegu rými og þjónustu. Heimilið er ein af stofnunum bæjar- ins og hefur fengið nafnið Hjúkr-unarheimilið Ísafold. Hundurinn Píla vinnur fyrir matnum sínum: Þefar upp meindýr og gefur merki um dvalarstað þeirra Hundurinn Píla vinnur svo sannarlega fyrir mat sínum. Milli þess sem hún leikur sér og hvílir lúin bein að hundasið þá fer hún í vinnuna. Vinnan hennar snýst um að finna meindýr, mýs og rottur í húsum og hefur Píla einstakt nef fyrir þeim hvimleiðu gestum. Píla er tveggja ára blendingstík af labrador og schäferkyni. Eigandi hennar, Sigurður Ingi Sveinbjörns- son, meindýraeyðir, ætlaði að þjálfa hana til að finna geitungabú. Fljót- lega kom í ljós að Pílu var afar illa við geitungana og þeim enn verra við hana svo það starf var fljótlega gefið uppá bátinn. Hæfileikar Pílu komu í ljós eitt sinn þegar hún fékk að fylgja eiganda sínum á vettvang þar sem talið er að mýs hefðu hreiðrað um sig milli þilja en óvíst nákvæmlega hvar. Hún þefaði bæli músanna uppi með mikilli ná- kvæmni svo ekki þurfti að rífa niður nema afar takmarkaðan hluta af vegg til að ná meindýrunum. Íbúar í við- komandi húsi urðu afar ánægðir með að sleppa svo billega en oft þarf að rífa niður heilu veggina til að útrýma vágestinum. Í framhaldinu var Píla þjálfuð til að bregðast við þeirri skipun að „finna mús“. Þegar Píla kemur í hús og fer að leita gengur hún afar skipulega til verks og leitar kerfisbundið að músinni. Þegar hún hefur fundið staðinn gefur hún merki með því að klóra á staðinn með ákafa og þá er hægt að hefjast handa. Eigandi Pílu segir hana hafa alltaf rétt fyrir sér. Margir séu tortryggnir í upphafi en það rjátlist fljótt af mönnum þegar árangurinn kemur í ljós. Hann segir að mjög mikið sé af mús þennan veturinn. Sjálfsagt hafi það eitthvað að segja að síðasta sumar hafi verið afar gott og hagstætt fyrir mýs sem skýri það að stofninn fá því í sumar hafi verið óvenju stór og mildur vetur sé kjöraðstæður fyrir þær. Píla fær alltaf harðfisk í verðlaun að loknu góðu dagsverki sem er það allra besta sem hún fær. Margrét Tryggvadóttir. Daði Guðbjörnsson.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.